Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Blaðsíða 27

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Blaðsíða 27
H/tit dtf Sudu/yrfu /200 Hugmynd að íþróttahúsi Háskólans 1944, sem aldrei var byggt. Hér var í raun um byltingu að ræða. Annar salurinn var 8,0 x 16,0 m en hinn 10,0 x 20,0 m og þar með stærsti salur landsins. Sérstaklega var þetta mikil lyftistöng fyrir Glímufélagið Armann, sem fékk að verulegu leyti afnot af umræddum sölum. Nú var t.d. hægt að allra dómi að taka af alvöru upp æfingaríhandknattleik.en hannbarsttil Íslandsíbyrjun þriðja áratugarins. Aður voru allir íþróttasalir svo litlir, að ekki var talið hægt að æfa þessa ágætu íþrótt í þeim. Þá voru einnig teknar upp æfingar í badminton. Varð nú nokkurt hlé á, að hugsað væri um byggingu íþróttahúsa. En öllum var ljóst, að vegna ört vaxandi íþróttastarfsemi væri nauðsyn að fá stærri íþróttahús. Þá hafði íþróttagreinum einnig fjölgað, sem æskilegt var að æfa innanhúss að vetrarlagi. T.d. var tennis iðkaður úti að sumarlagi allnokkuð á þriðja og fjórða áratugnum, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fjölgun íþróttagreina, sem iðkaðar voru innanhúss, og gróskan í íþróttalífinu kallaði því á stærri og fleiri íþróttahús. Iþróttalög voru samþykkt á alþingi árið 1940. I þeim var kafli um 40% styrkveitingar til byggingar íþróttahúsa á vegum sveitarstjórna og íþróttafélaga. Eftir samþykkt laganna urðu allmiklar umræður um framtíðarþörf fyrir íþróttahús, en minna varð úr framkvæmdum, m.a. vegna þess, að þegar á reyndi var litlu fé varið í íþróttasjóð og framkvæmdir hófust því ekki fyrr en löngu seinna. En með tilkomu íþróttalaganna breyttist viðhorf hins obinbera til íþróttastarfsins og viðurkennt, að stefna bæri að bættri skipulagningu. I því skyni var ráðinn sérstakur íþróttafulltrúi ríkisins. I það starf valdist Þorsteinn Einarsson, sem vann ötullega að skipulagðri uppbyggingu íþróttamannvirkja í rösk 40 ár. Um svipað leyti og íþróttalögin voru samþykkt varð Island hersetið. Allir sem vildu vinna gátu þá fengið vel borgaða vinnu. Má því segja, að um þetta leyti aflétti kreppuárunum sem höfðu staðið í 10-12 ár. Stórhugurmanna og framfarir blöstu við. Háskóli Islands var í örum vexti undir handleiðslu dr. Alexanders Jóhannessonar, rektors. Hann taldi, að stúdentar ættu að vera í fararbroddi íslenskra íþróttamanna. Hann hafði fengið samþykkt lög unt skyldunám í íþróttum við Háskóla íslands. Af sínum alkunna stórhug lagði hann á ráðin um, að Háskólinn byggði veglegt íþróttahús fyrirnemendur sína. Það átti að vera stórt í sniðum, því auk þess að geta þjónað sem íþróttahús til æfinga fyrir nemendur, áttu einnig að geta farið þar fram hverskonar landsleikir í öllum inni-íþróttum, sem þá voru stundaðar hér. Hann lét ekki sitja við orðin tóm, skipaði byggingamefnd árið 1943, og réð arkitekt til að gera tillögur að húsinu. Þær voru fullgerðar árið 1944, og voru lagðar fyrir Háskólaráð, en því miður skildi ráðið ekki þennan stórhuga rektor og synjaði að þessi bygging yrði reist. í húsinu átti að vera íþróttasalur 18,0 x 40,0 m fyrir t.d. tennis og handknattleik, svo og fyrir frjálsar íþróttir. í öðrum sal 10,0x 12,0máttiaðveraaðstaðafyrirfimleika,badminton og fleira. Þegar Háskólaráð synjaði um þessa byggingu var samþykkt að byggja mun minna hús með einum sal, sem gæti þjónað íþróttastarfsemi skólans, sem bundin var í lögum. Varð það úr að nýjar teikningar voru gerðar og núverandi íþróttahús Háskólans reist á árunum 1945 - 1947. Stærð salar er 12,3 x 24,0 m og var þá þrátt fyrir allt stærstur á landinu. Um svipað leyti var íþróttasalur reistur við héraðsskólann við Laugarvatn af sömu stærð. A þessum árum gekk of hægt að byggja íþróttasali af þeirri stærð, sem nauðsynleg var fyrir íþróttalífið. Iþróttabandalag Reykjavíkur tók því fegins hendi að kaupa herskála, sem notaður var á stríðárunum af hemum fyrir íþróttahús. Salurinn var 11.0 x 31,0 m að stærð. Við salinn var áhorfendarými fyrir 500 áhorfendur. Þótt þessi salur hafi ekki verið stærri, þá er það staðreynd að hann er vagga nútíma handknattleiks á Islandi. Húsið varnotað í 20 ár og fóru þarna fram æfingar og keppni öll þessi ár, þ.á.m. keppni við aðrar þjóðir. Það er ekki fyrr en Laugardalshöllin var reist, að hægt var að rífa þennan gamla herskála. A þessum árum var margt reynt til þess að byggja veglegan íþróttasal, sem stæðist kröfur fyrir alþjóðakeppni í handknattleik og öðrum innanhússíþróttum. Stofnuð voru samtök til að hrinda þessu verkefni af stað, sem hlutu nafnið Bandalag æskulýðsfélaga í Reykjavík. Málið var komið svo langt árið 1952, að fyrsta skóflustungan var tekin fyrir húsinu, en áður hafði byggingamefnd samþykkt teikningar að því. I húsinu áttu að vera tveir salir, annar fyrir handknattleik, en hinn nokkru stærri fyrir skautaiðkun. Því miður stöðvuðust þessar framkvæmdir þegar lokið var við að grafa fyrir húsinu vegna fjárskorts. Þessu máli var ekki hrint af stað aftur, fyrr en borgarstjórn undir forystu Gunnars Thoroddsen, borgarstjóra, tókst að sameina Sýningarsamtök atvinnuveganna, I.B.R., B.Æ.R. og Reykjavíkurborg til að standa fyrir byggingu Iþrótta- og sýningarhúss í Laugardal. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.