Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Page 29
Vegna mikillar ánægju með húsið, ákvað félagið síðan
að byggja stærri sal við húsið, sem einnig hentaði fyrir tennis.
Lengi hefur verið vöntun á sérbyggðu húsi fyrir
fimleika. Þá hefur lengi staðið til að byggja hús fyrir júdó, en
þar er keppt á sérstakri gólfmottu, sem hentar ekki öðrum
greinum, iiema ef glímumenn okkar tækju upp þennan sið,
sem gæti orðið til góðs fyrir okkar ágætu íslensku glímu.
Verið er að ljúka byggingu sérstaks lyftigarhúss hjá K.R. sem
lengi hefur vantað.
Þessi þróun mun halda áfram á næstunni, en það verður
til þess að örva starfið í mörgum íþróttagreinum. A næstu
árum mun fjölnota íþróttahúsum fækka á höfuðborgarsvæðinu,
en aftur á móti munu þau stækka.
Ennþá eigum við ekkert hús, þar sem íþróttamenn geta
æft alhliða frjálsar íþróttir innanhúss. Til þess að slíkt sé hægt
þá þurfum við að eignast sal að stærð 55,0 x 75,0 m sem hefur
auk þess nokkurt áhorfendarými. Þá mundi slíkt íþróttahús
leysa margar þarfir okkar á komandi árum. Aðstaða til
vörusýninga mundi gjörbreytast og tryggður yrði samastaður
fyrir heimsmeistarakeppnina í handknattleik, sem hér á að fara
fram árið 1995. Ef slíkt hús yrði reist, þá yrði allur rekstur
ódýrari á hverja æfingaeiningu hjá íþróttafélögunum. í slíku
húsi væri hægt að æfa á 24 völlum eða körfubolta á 10 völlum
samtímis.
Auk þess væri hægt að hafa aðstöðu fyrir hverskonar
trimmæfingar til hliðar á efri hæð, þar sem allir áhorfenda-
bekkir yrðu fjarlægðir. Slíkt hús verður því kærkomið fyrir
íþróttahreyfinguna í framtíðinni og mundi tryggja vaxandi
áhuga almennings á alhliða líkamsrækt þjóðarinnar. ■
GÍSLI HALLDÓRSSON
27