Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Page 31
lausn verkefnisins var lögð áhersla á að
tengja saman við „göngugötu“ búnings-
herbergi, sundlaug, baðstofu og æfinga-
sali.
Fyrsta upphitaða sundlaugin
hérlendis var reist árið 1934 í Bolung-
arvík og var hún hituð með kolum.
Laugin var lengi nyrsta laug á
Norðurlöndum.
Til fróðleiks er rétt að rifja upp.
að í baðhöllum Keisaratímans í Róma-
veldi voru ekki aðeins margskonar
laugar, æfinga- og baðsalir, heldur salir
fyrir fyrirlestra, hljómleika og
málverkasýningar og athyglisvert er að
ílestar þekktustu myndastyttur Rómverja
í listasöfnum Vesturlanda stóðu í
þessum baðhöllum.
Baðstaðir okkar eru vel sóttir, en
með meiri fjölbreytileika og sköpunar-
gleði mætti stórlega bæta aðstöðu og
auka þannig vinsældir þeirra. Vel löguð
útivistarsvæði með æfingavöllum og
skokkbrautum ættu að vera við hverja
laug. Setlaugar, jarðböð og litlar laugar
undir glerþaki ættu að vera við allar
stærri laugar og athugandi væri hvort
ekki mætti koma fyrir rými fyrir
hljómleika, sýningar og fyrirlestra ■
JES EINAR ÞORSTEINSSON.
íþróttahús og sundlaug í Bolungarvík.
1990
Samtök norrœnna listbókasafna (ARLIS-NORDEN og listbókasafnadeild IFLA
(alþjóöasambands bókasafna) standa fyrir róöstefnu dagana
16. - 19. ógúst 1990 í tengslum viö 56. allsherjarþing IFLA.
Þema róöstefnunnar er:
„Knowledge as a cultural dimension in society". Hliöarþema er:
„Documentation of art and design from the Nordic
countries“( þ.e. Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóö, ísland).
Fyrirlestrar munu einnig varöa:
Documentation of Nordic art outside the Nordic countries
Documentqation of design and architedture in general
Bibliographies
Automation
Other relevant subjects
Róðstefnan veröur haldin í fyrirlestrarsal Þjóöminjasafnsins í Stokkhólmi og
eru allir velkomnir, hvort sem um er að rœöa fyrirlesara,
óheyrendur eöa almenna þótttakendur.
Þótttökugjald (sœnskar krónur 500.-) greiðist fyrir 1. maí 1990.
Fyrirlesarar þurfa ekki að greiöa
þótttökugjald.
29