Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 33
var hér um að ræða samþáttun almennrar félagsstarfsemi og
íþróttastarfseminnar.
íþróttahreyfingin hefur þróað sína eigin skipulags-
uppbyggingu innan Í.S.Í. og U.M.F.Í. Þar er um að ræða tvð
kerfi, sem skarast um íþróttastarfsemina. Þetta hvort tveggja
endurspeglast í framangreindri lagasetningu.
Hér við bætist skólakerfið, sem óhjákvæmilega tengist
jafnt félagslegri starfsemi og íþróttastarfsemi í sveitar-
félögunum.
Þrátt fyrir það, að öll þessi starfsemi falli að meira eða
minna leyti undir yfirstjóm fræðslumála (menntamála-
ráðuneytið), virðist að skort hafi skipulega stjómun og
framsýni m.t.t. íþróttaiðkana og áður nefndra tengsla skóla,
íþrótta og félagsstarfsemi.
Hér verður að vekja athygli á að ekki er verið að veitast að
fyrsta íþróttafulltrúa ríkisins Þorsteini Einarssyni, sem hefur
verið einn ötulasti og framkvæmdasamasti starfsmaður
ríkisins um áratugi. Ábyrgðin hvílir hér á íþróttanefnd og
ráðuneyti.
Eftir þennan formála er skylt að setja fram hugmyndir um
hvemig þessum málum skyldi best hagað til að fjármagn,
mannafli og önnur aðföng nýtist sem best.
Þó verður fyrst að draga fram í dagsljósið hlut
íþróttafélaganna í framangreindri þróun.
í Reykjavík og á stærri þéttbýlisstöðum hefur stjómun
fþróttafélaganna beinst að einangrun þannig að hvert eitt félag
ætti sína íþróttaaðstöðu, velli og hús.
Af því leiðir visst skipulagsleysi um mannvirkjastærðir
og seinagang framkvæmda. Ennfremur fylgir því viss
vandræði sveitarfélaganna við fjárstuðning. Iþróttastarfsemin
í landinu er þríþætt:
1. Skipulögð íþróttastarfsemi.
2. Skólaíþróttir.
3. Almenningsíþróttir, óskipulagðar.
Þessi starfsemi stjómast af:
1. Iþróttafélögunum.
2. Skólayfirvöldum.
3. Þeirri aðstöðu sem sveitarfélögin veita.
Mannvirki vegnaíþróttastarfseminnarráðastafþvíhvaða
íþróttagreinar eru stundaðar og hvaða aðstöðu þarf fyrir
starfsemina.
Hin síðari ár hafa flokkaíþróttir orðið alls ráðandi í
íþróttastarfinuþóaðeinstaklingsgreinarhafi þróasteinnig. Þá
er íþróttaiðkun almennings fyrst og fremst einstaklings-
bundin.
Kröfur um aukna aðstöðu fyrir skólafþróttir og
íþróttaaðstöðu ófélagsbundins almennings leiða af sér stærri
og notadrýgri hús. í því sambandi á Þorsteinn Einarsson
þakkir skyldar fyrir viðleitni sína til að auka normin fyrir
stærðir skólalóða til að skapa aðstöðu fyrir velli til
íþróttaiðkana.
Skipuleg dreifíng íþróttamannvirkja hlýtur að vera með
öðrum hætti á dreifðri landsbyggð en á stærri þéttbýlisstöðum,
þar sem hverfaskipting einkennir byggðina.
Ef það takmark er sett, að skapa um land allt sem jafnasta
aðstöðu til íþróttaiðkunar, kemur það í hlut sveitarfélaganna
að stuðla að því skipulagi að aðstaða og mannvirki nýtist sem
best fyrir alla þrjá flokka notenda mannvirkjanna.
Tveir flokkanna, þ.e. skólaíþróttir og almenningsíþróttir
eru undir stjóm og á valdi sveitafélaganna. Með einokun ein-
stakra íþróttafélaga á stórum mannvirkjum, húsum og völlum
er hætta á að allt skipulagið verði dýrara bæði í framkvæmd og
rekstri og nýting lakari. Þó verður að viðurkenna að svo er ekki
í dag vegna skorts á íþróttahúsum.
Hvað er þá til ráða? Það verður að skoða þennan þátt í
þjóðlífinu sem eina heild. Fjármagn til íþróttamannvirkja
kemur að mestu úr sameiginlegum sjóðum okkar. Það þarf að
flokka mannvirkin m.t.t. þarfa íþróttagreina, mannfjölda og
félagslegs hlutverks. Það þarf að skipuleggja dreifingu
mannvirkjanna m.t.t. stærðar og almenns notagildis.Þessi
skipulagning þarf að vera hluti skipulags annarrar félagslegrar
þjónustu s.s. skóla- og útivistarsvæða.
Hér er aftur komið að upphafi þessa greinarkoms. Lögin
frá 1940 og 1947 stefndu að skipulegri stjómun á
uppbyggingu íþrótta-og félagsstarfseminnar í landinu.
í framkvæmd tókst ekki til sem skyldi um skipulagningu.
Réð þar e.t.v. miklu áhrifavald sérhyggjunnar, sem einkennt
hefur stjórnun íþróttamála hér í Reykjavík.
Með þátttöku í alþjóðlegu íþróttastarfi er framundan brýn
þörf á skipulegri uppbyggingu íþróttamannvirkja hér á landi
svo að unnt sé að bjóða hingað til keppni erlendu íþróttafólki
við viðunanlegar aðstæður.
Til þess að svo verði þurfa áður nefndir aðilar:
íþróttanefnd ríkisins, Í.S.Í., U.M.F.Í., samtök sveitarfélaga og
menntamálaráðuneyti að taka saman höndum um
stefnumótun þeirrar uppbyggingar.
Þegar rætt er um skipulag í því samhengi, sem hér um
ræðir, er það aðallega tvenns konar. Þessar sundurlausu
athugasemdir hér að framan sýna okkur að það skortir heildar-
skipulag. Hitt er að skipulag einstakra íþróttamannvirkja og
þáttur þeirra í skipulagi sveitarfélaganna er áhrifamikill þáttur
bygginganna í byggð og umhverfi.
Skipuleg flokkun íþróttastarfseminnar og uppbygging
einstakra íþróttahúsa og leikvalla yrði til þess að auðvelda
samspilið við íbúðabyggð og skóla.
Þá getur slík flokkun stuðlað að því að hin stóru, rúmfreku
mannvirki dreifist með eðlilegum hætti um byggðina.
Ennfremur er þá hægt að búa stóru húsin rúmgóðum
áhorfendasvæðum og gera þau betur úr garði sem keppnishús.
Allt hefur þetta áhrif á mælikvarða og form húsanna, þ.e.
byggingarlistargildi þeirra. ■
SKÚLI NORÐDAHL
Salur fyrir þjálfun
og fimleika
útivistarsvœöi
skiptanlegur salur
fyrir flokkaíþróttir
og skólaleikfimi
Dreifing og tengsl ráðist af íbúafjölda og dreifingu
31