Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Síða 39
Stefna ríkisins í gerð
íþróttamannvirkja
Við umræður um stefnu opinberra aðila í
íþróttamálum og gerð íþróttamannvirkja ber
að hafa það hugfast hve þáttur sveitarfélaga
vegur þungt í þessum málum. í því sambandi
er nærtækast að benda á hin nýju lög um
breytingu á verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga þar sem gerð íþróttamannvirkja verður fyrst og
fremst í verkahring sveitarfélaga, þó að Alþingi muni áfram
veita fé í íþróttasjóð til þess að styðja sérstök verkefni
íþróttafélaga og samtaka í þvr' skyni að bæta aðstöðu til
íþróttaiðkana. Þá ber einnig að benda á þá áherslu sem lögð
er á að íþróttafélögin og samtök þeirra fái aðstöðu og tækifæri
til þess að þróast sem sjálfstætt afl í þjóðfélaginu með sem
minnstum afskiptum stjómvalda.
Ekki verður því þó neitað að ríkisvaldið hefur haft og
mun hafa veruleg áhrif á þróun íþróttamála t.d. með árlegum
fjárveitingum til þeirra, erlendu samstarfi stjómvalda á
íþróttasviðinu, eflingu skólaíþrótta, setningu laga og
reglugerða, fræðslustarfsemi og ýmiss konar starfi til
samræmingar og leiðbeiningar.
ALMENNT UM STEFNU RÍKISINS í ÍÞRÓTTAMÁLUM
Fyrirnákvæmlega50árum, þ.e. 12. febrúar 1940,voru
staðfest frá Alþingi lög um íþróttamál þ.e. íþróttalög nr. 25/
1940 þar sem ríkisvaldið setti fyrsta sinn fram heilsteypta
stefnu um þau málefni íþrótta, sem ríkið vildi láta til sín taka.
I lögum þessum eru ákvæði um skipun íþróttanefndar
ríkisins, ráðningu íþróttafulltrúa og stofnun íþróttasjóðs. Þar
er ákveðið að íþróttir skuli iðka í öllum skólum landsins og að
öll böm í landinu skuli læra sund og hafa lokið því námi fyrir
14 ára aldur. Iþróttanefnd var falið samkvæmt lögunum og í
samráði við stjóm ÍSÍ og UMFÍ að skipta landinu niður í
íþróttahéruð eftir legu og aðstöðu til samvinnu um
íþróttaiðkanir og að ÍSI skuli vera æðsti aðili um frjálsa
íþróttastarfsemi áhugamanna í landinu og koma fram erlendis
af Islands hálfu, nema að því leyti, sem ríkisstjórnin kynni að
velja til þess fulltrúa sjálf.
Fyrir setningu íþróttalaga hafði ríkisvaldið nær
eingöngu látið sig varða íþróttir í skólum en með tilkomu
laganna myndaðist grundvöllur til verulega aukinnar
samvinnu opinberra aðila og íþróttahreyfingarinnar um
skipulag íþróttamála hér á landi. Urðu lögin þannig
tvímælalaust mikil upplyfting fyrir íþróttastarfið í landinu og
þó að nokkur ákvæði þeirra séu orðin úrelt og kaflinn um
íþróttasjóð felldur niður halda þau enn að ýmsu leyti gildi sínu
þó rétt væri að huga að endurskoðun þeirra sem fyrst.
STEFNA RÍKISINS í GERÐ ÍÞRÓTTAMANNVIRKJA
Þegar ritstjóri þessa ágæta rits fór fram á það við
undirritaðan að gera í stuttu máli grein fyrir stefnu ríkisins í
gerð íþróttamannvirkja benti ég honum á að þessi mál væru
meðal þeirra sem nú væru í gagngerri endurskoðun með tilliti
til samstarfs um þau með ríki, sveitarfélögum og
íþróttahreyfingunni. Taldi ég því erfitt að setja fram á þessu
stigi ákveðna stefnu opinberra aðila í þessum málum, en ég
gæti rakið nokkuð þróun þessara mála, greint frá helstu
atriðum er þau varða í nýrri lagasetningu og varpað fram
ýmsum hugmyndum og spurningum til framtíðarinnar um
uppbyggingu íþróttamannvirkja. Þetta verð ég að gera á eigin
ábyrgð og byggja á fenginni reynslu í starfi, ýmsum skýrslum
og tölfræðilegum upplýsingum. Þetta verða því engar
yfirlýsingar stjómvalda um tilhögun þessara mála í
framtíðinni. Jafnframt vil ég taka fram að í ýmsum öðrum
greinum í þessu sama hefti mun verða komið inn á þróun
aðstöðu til íþróttaiðkana fyrr á tímum og mun ég reyna að
forðast endurtekningar og fara ekki lengra aftur en til
íþróttalaga 1940.
I íþróttalögunum eru ákvæði sem áttu eftir að hafa
veruleg áhrif á gerð íþróttamannvirkja. Meðal þeirra mætti
nefna:
Iþróttasjóður skuli veita styrki til byggingar
íþróttamannvirkja á vegum bæjar- og sveitarfélaga (ekki
skóla) og viðurkenndra íþróttafélaga og samtaka þeirra að
uppfylltum skilyrðum um samþykkt íþróttanefndar og
menntamálaráðuneytisins. Iþróttanefnd er skylt að láta
ókeypis í té allar leiðbeiningar og sérfræðilega aðstoð um gerð
íþróttamannvirkja (ákvæði sem fellt var niður). Frá 1956 var
ákveðið að styrkur íþróttasjóðs gæti numið allt að 40% af
byggingarkostnaði íþróttamannvirkisins. Þarereinnigkveðið
á um að bæjar-, sveitar- og sýslufélögum sé skylt að leggja
endurgjaldslaust til hentug lönd og lóðir undir
íþróttamannvirki sem styrkt eru úr íþróttasjóði eða
íþróttanefnd viðurkennir. Heimilt er að taka land til þessa
eignamámi ef þörf krefur.
Viðurkenndum skólum og íþróttafélögum er veittur
forgangur að notkun íþróttamannvirkja á þeim tíma sem
eigendur nota þau ekki til íþróttaiðkana.
Óheimilt er að selja eða gefa íþróttamannvirki sem
styrk hefur hlotið úr íþróttasjóði nema með samþykki
íþróttanefndar enda endurgreiðist þá fenginn styrkur.
Bamaskólum í kaupstöðum og kauptúnum með 400
íbúum eða fleiri, öllum æðri skólum og heimavistarskólum
skal séð fyrir hæfu húsnæði með heitu og köldu vatni og
nauðsynlegum áhöldum til íþróttaiðkana. I bamaskólum í
sveitum og kauptúnum með færri en 400 íbúum skal kenna
nemendum þær íþróttir sem við verður komið í húsnæði
skólans enda sé eigi völ á öðru húsnæði betra.
Sérstök ákvæði eru um hæfilegt landsvæði eða
leikvang við skólana fyrir útiíþróttir.
Við gerð íþróttamannvirkja hefur það jafnan verið
stefna ríkisins að sem flestir geti nýtt mannvirkin, að tekið sé
tillit til sem flestra íþróttagreina og að samstarf sé um
byggingu þeirra við sveitarfélög og/eða íþróttafélög og
samtök.
Þó voru fyrstu íþróttasalimir fyrst og fremst
skólamannvirki og stærð þeirra og gerð miðuð við ákveðinn
hæfilegan fjölda nemenda með einum kennara. Eftir því sem
íþróttaiðkun varð almennari jukust kröfumar um stærð og
gerð mannvirkjanna og rekur Gísli Halldórsson arkitekt í grein
sinni í þessu hefti hvernig stærð íþróttahúsa þróaðist á þessu
tímabili.
Vegna hagkvæmni hefur sú stefna ráðið almennt við
gerð íþróttahúsa og sundlauga að byggja þessi mannvirki í
tengslum við skóla. íþróttahúsin hafa verið hönnuð sem eins
konar fjölíþróttahús þar sem iðka má sem flestar
íþróttagreinar. Afstaða ríkisvaldsins hefurþvíráðið miklu um
stærð og gerð húsanna þó að heimaaðilar hafi að jafnaði getað
haft síðasta orðið í þessum viðskiptum hafi þeir t.d. viljað
byggja á eigin kostnað stærri hús en viðmiðun við
skólakennslu leyfði.
Leikfimisalur Miðbæjarbarnaskóla í Reykjavík. Reistur 1898.
36
37