Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Page 41

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Page 41
í öllum þeim íþróttagreinum sem hér á landi eru stundaðar. Þá þarf einnig að gera sér grein fyrir þróun íþrótta í afreksíþróttir og meta hvers konar mannvirki mest þörf er á. Iþróttanefnd ríkisins hefur í tillögum sínum leitast við að taka tillit til aðstæðna í landsfjórðungunum, en mestu hefur þó ráðið um ákvörðun bygginga íþróttamannvirkja áhugi, vilji og dugnaður heimamanna á hverjum stað. Fjárveitinganefnd Alþingis hefur einnig haft þá stefnu að leiðarljósi að reyna að bæta úr þar sem þörfin er mest, en oft hafa einstakir þingmenn lagt megináherslu á sitt kjördæmi. Einnig hefur reynst mjög erfitt að fá sveitarfélög til að sameinast um byggingu ípróttamannvirkja þó dæmi séu til um slíkt. Eru skíðamiðstöðvamar gott dæmi um slíka samvinnu. Vonandi mun þessi samvinna sveitarfélaga og áætlanagerð fram í tímann geta eflst í náinni framtíð þegar meginstefnan verður sú að stuðningur við byggingu íþróttamannvirkja verði í verkahring sveitarfélaganna fyrst og fremst. Því miður er full ástæða til að vara við of mikilli bjartsýni um snurðulausa framkvæmd áætlana fram í tímann og eigum við ýmis óþægileg dæmi um slíkt. A sjötta áratugnum var gerð áætlun um þörf íþróttamannvirkja í landinu en þegar hún hafði verið send til umsagnar viðkomandi aðila komu í ljós svo stórfelldar kröfur að áætlunin var bæði óraunhæf og óframkvæmanleg. Á sjöunda áratugnum voru uppi áætlanir um „miðsvæðishús“ í sýslum, en þær áætlanir brustu yfirleitt vegna ósamkomulags um staðsetningu þeirra. Ymsar tilraunir til þess að fá tvö eða fleiri sveitarfélög til þess að vinna saman að framkvæmdum hafa líka orðið að engu því sveitarfélögin eru svo sterkar einingar að þau hafa almennt viljað byggja hvert fyrir sig mannvirki eins og þessi. Þrátt fyrir það sem hér er sagt verður að láta reyna á hvort ekki verði unnt að horfa skipulega til framtíðar í þessum málum og verður það m.a. að teljast meðal verkefna nýskipaðrar ráðgjafanefndar jöfnunarsjóðs varðandi þessi mál og íþróttanefndar ríkisins vegna úthlutunar úr nýjuin íþróttasjóði. Hér að framan hef ég nær eingöngu fjallað um byggingu íþróttamannvirkja á vegum sveitarstjórna með stuðningi ríkisins. Einstök íþróttafélög og samtök hafa eins og alþjóð veit byggt og rekið íþróttamannvirki af miklum krafti og dugnaði. Fjárhagsleg staða margra íþróttafélaga virðist þó benda til þess að framkvæmdir þessar og rekstur verði þeim ofviða þegar fram í sækir. Er því full ástæða til þess að vara íþróttafélög við að reisa sér hurðarás um öxl í þessum efnum og það á einnig við um þau íþróttafélög sem nú að undanfömu hafa gert sérstaka samninga við sveitarfélög um byggingu og rekstur íþróttamannvirkja og þau félög sem eru með slíka samninga í undirbúningi. LOKAORÐ Danskur verkfræðingur sem starfaði hér á landi um tíma sagði eitt sinn að við byggingu íþróttamannvirkja þyrftum við eitt ár til ákvörðunar, tvö ár og stundum lengur til hönnunar og sex til sjö ár að byggja. Hann taldi að í heimalandi sínu væru menn tjögur til sex ár að undirbúa og taka ákvörðun um byggingu, eitt ár að hanna og eitt til tvö ár að byggja. I þessum hugleiðingum verkfræðingsins felst ákveðin gagnrýni og þó finna megi skýringar á ýmsum þessum atriðum eru bestu ráðleggingar til okkar um vinnubrögð og stefnu í þessum málum að vanda eins og unnt er allan undirbúning og gera okkur grein fyrir þörfum og ráðstöfun þeirra verðmæta sem framkvæmdimar krefjast. Sjá meðfylgjandi áætlun um ráðstöfun og notkun verðmæta við byggingu íþróttamannvirkja. ■ REYNIR KARLSSON. RÁÐSTÖFUN OG NOTKUN VERÐMÆTA NORRÆN SKIPULAGSRÁÐSTEFNA Norrœn skipulagsráöstefna, Nordisk Planmode, verður haldin nú í ár í 10. sinn. Skipulagsaðilar frá öllum Norðurlöndunum sœkja þessa ráðstefnu til þess að rœða þar skipulagsmál, skiptast á reynslu og hittast. Á ráðstefnuna koma einnig skjórnmálamenn, emþœttismenn, félagsráðgjafar, arkitektar og varkfrœðingar, til þess að taka þátt í umrœðunum. Ráðstefnan verður haldin í Þrándheimi dagana 13-16 júní, 1990. Auk fyrirlestra verður boöið up á áhugaverðar skoðunarferðir um nœsta nágrenni og auk þess gefst ráðstefnugestum tœkifœri til að skoða sýninguna „bygg for Alle '90“. Endanleg ráðstefnugögn verða tilbúin í mars, og er þátttökugjald áœttað 4.000 N.kr. 39

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.