Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 46

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 46
við miðbæ bæjarins og því í góðu vegasambandi og liggur þar að auki að óbyggðu útivistarsvæði. Fleiri kostir fylgja stækkun íþrótta- mannvirkja, svo sem betri samnýting húsnæðis, tækja og starfsfólks. Því var ákveðið að hanna og byggja sundlaug og nýtt íþróttahús, fast tengt því gamla. I nýja húsinu skyldi vera m.a. löggiltur hand- boltavöllur fyrir alþjóðaleiki, aðstaða fyrir ca. 1100 áhorf- endur og gæðakröfur eins og best gerist hérlendis um íþróttamannvirki. Með þetta veganesti hófst hönnun íþróttamiðstöðvarinnar árið 1987. Að fella stóra nýbyggingu að eldra húsi, þannig að hvort tveggja haldi sjálfstæði sínu, er ekki vandalaust. Fyrir arkitekt er þetta krefjandi, en jafnframt skemmtilegt verkefni. Eg kaus að skilja að gamla íþróttahúsið og það nýja með tengibyggingu, nokkurs konar „stuðpúða“. Til frekari áherslu á sjálfstæði þess gamla og þess nýja er samfellt gluggaband á mörkum húsanna, einnig er sterkur liturátengibyggingu. Með þessum lit er jafnframt lögð áhersla á inngang eða fordyri íþróttamiðstöðvar- innar. Til þess að draga úr stærð nýja íþróttahússins, þannig að það kúri sem best í landinu, er það grafið niður um 3 metra, þakform þess bogadregið og litur dökkur. Tengibyggingin er þrjár hæðir alls 1298 m2 að gólfflatarmáli. I kjallara er þreksalur, tveir búnings- klefar ásamt sturtuklefa, sjúkraklefio.fl. Þaraðaukier sérstök búningsaðstaða fyrir útiíþróttamenn með sérinn- gangifráútivöllum. Á l.hæð eru fordyri, afgreiðsla og búnings- og baðklefar fyrir sundlaugargesti. Gluggaveggur skilur að fordyri og nýja íþróttasalinn, 44

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.