Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Qupperneq 47
og er því frá fordyri hægt að
fylgjast með fimleika- og
íþróttafólki. Á 2. hæð verður
lítill leikfimisalur, gufubað
og aðstaða fyrir starfsfólk.
Dagsbirta berst inn
um áður nefnt gluggáband á
1. og 2. hæð tengibyggingar.
Ur fordyri tengibyggingar er
á neðra stigapalli gengið í
búningsklefa gamla hússins
og á efri stigapalli í þreksal
gamla hússins, sem jafn-
framt notast til veitinga-
reksturs á fjölmennum
íþróttaleikjum. Salargólf nýja
íþróttahússins er um 29 x 48
m að grunnfleti, en húsið allt
1705 m2 að gólfflatarmáli.
Gólfið er í sama fleti og kjall-
ari tengibyggingar.
Gönguleiðir kepp-
enda og áhorfenda eru
aðskildar, þar sem gestir
ganga í sal beint úr fordyri. I
íþróttasalnum eru útdrag-
anlegir áhorfendabekkir og
fréttamannastúka. Á gólfi er
fjaðrandi parketgólf.
Raflýsing er allt að 1000 lux
og þá hæst við mörkin.
Salurinn er jafnframt með
góða loftræstingu og
hljóðdeyfingu.
Eftirtaldir íþróttavellir
eru merktir: handboltavöllur
(1), körfuboltavöllur (1),
blakvellir (3), badminton-
vellir (5), tennisvöllur (1).
Þar að auki eru 2 æfingavellir
merktir fyrir handbolta og 2
fyrir körfubolta.
I salnum er gryfja
ætluðfimleikafólki. Þaðbest
ég veit er slík gryfja aðeins í
einu öðru húsi hérlendis.
Sundlaug er í krika
milli tengibyggingar og nýja
íþróttahússins og liggur þar
vel við sólu. Auk sundlaugar
og bamalaugar eru þar tveir
heitir pottar, útisturtur og
ýmis búnaður, sem gleður
bömin. Utibúningsklefar eru
einnig fyrir sundlaugargesti.
Hiti er í öllum stéttum
kringum sundlaug og í öllum
gólfum tengibyggingar.
Þessi mannvirki eru
hönnuð ímjöggóðri samvinnu
við byggingamefnd íþrótta-
miðstöðvar og ráðamenn
Garðabæjar og veldur það
miklu hvernig til tekst.
Við hönnun og mótun
andrýmis (miljö) hefur það
verið haft að leiðarljósi, að
menn mættu fara frá leikjum
og líkamsþjálfun glaðir og
hvfldir á sál og líkama. ■
MANFREÐ VILHJÁLMSSON.
Ljósmyndir eru frá
ÁSGARÐI og voru teknar af
Guðmundi Ingólfssyni.
Hönnuðir
arkitekt: Manfreð
Vilhjálmsson,
aðstoðarmaðurlngi Gunnar
Þórðarson,
burðarvirki og
lagnir:Almenna
verkfræðistofan
raflagnir: Rafhönnun hf.
verktaki:
S.H. verktakar
45