Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 49
/
0«\V>ePPni um nýtin
%
URDRATTUR UR GREINARGERÐ HÖFUNDA 1.
VERÐLAUNA:
Segja má að í Viðey endurspeglist saga lands og
þjóðar, allt frá landnámi Ingólfs Arnarsonar fram á 20.
öldina. Sagan er skráð sem fornminjar, í handritum, sem
minningar um merka menn, í rústum mannvirkja og í
byggingum sem enn eru notaðar. Eyjan er því einstök, vegna
þess að á tiltölulega afmörkuðu svæði má kynnast „
spjöldum sögunnar Það er álit höfunda tillögunnar að
nauðsynlegt sé, að eyjan haldist sem mest ósnortin, en verði
samt gerð aðgengileg vegfarendum til skoðunar. Þar sem ný
mannvirki rísa skulu þau falla vel að umhverfi, en verða
jafnframt til þess að auka á fjölbreytni eyjarinnar og notagildi.
Lagt er til að Viðeyjarstofa, kirkjan og allt næsta
umhverfi verði áfram þungamiðja eyjunnar. Haldið verði
áfram uppbyggingu þar og umhverfið unnið áfram.
Sjóminjasafn.
V -6V
Götugögnum verði komið fyrir og hleðslur úr
grjóti afmarki rústir í næsta nágrenni. Yfir
rústir norðan megin við Viðeyjarstofu þar
sem mest hefur verið grafið eftir forn-
leifum komi yfirbygging úr torfi,
■ grjóti og gleri. Þannig er hægt að
' sýna almenningi dæmi um
s fomleifauppgröft. Lagt er
til að bústaður staðar-
haldara verði færður
fjær Viðeyjarstofu. I
dag liggur gamall
vegarslóði fráViðeyjar-
stofuaðgömlum hafnar
mannvirkjum á austur
hluta eyjarinnar.
Lagt er til að
~ hann verði steinlagður,
upplýstur og fram-
lengdur að vesturenda
eyjunnar. Þar kæmi
útsýnisviti. Ekki ergert
ráð fyrir vélknúnum
ökutækjum nema til
þjónustuflutnina. Allir
fólksflutningar fari
fram með hestvögnum. Hægt verður að aka þannig eftir allri
eyjunni. Út frá þessari aðalgtöu liggja malargöngustígar og
traðir sem lögð verða í landið eftir aðstæðum á hverjum stað.
Þessir stígar liggja að áhugaverðum stöðum á eyjunni. Við
hvem stað eru tilhöggnir steinar sem á verður letruð saga
viðkomandi staðar.
Á austurhluta Viðeyjar þar sem áður var útgerðarþorp
komi nýr hafnargarður sem verður aðalaðkoma til eyjarinnar.
Einungis verður fært út í hana sjóleiðina. I tengslum við
væntanlega byggð í Geldinganesi sigli ferja reglubundið með
viðkomu í Viðey og endastöð í Sundahöfn eða
Reykjavíkurhöfn.
Við höfnina í Viðey rísi Sjóminjasafn borgarinnar, þar
sem saga útgerðar og siglinga er rakin. Húsin verði felld að
hluta inn í landið og snúi stöfnum að sjó. Sumir hinna gömlu
húsgrunna fengju nýtt gildi með því að nota þá sem hluta af
torgi framan við safnahúsin. Þar verði einnig upplýsinga-
miðstöð og biðskýli vegna ferjunnar.
Með slíku markvissu skipulagi í Viðey, þar sem núver-
andi staðhættir eru styrktir og eyjunni raunar lítið breytt, telja
höfundar, að þessi náttúruperla verði best varðveitt. Eyjan
verður um leið gerð aðgengileg og áhugaverð fyrir almenn-
ing, sem útivistarstaður við sjóinn, líkt og Heiðmörk og
Bláfjöll eru inn til landsins. ■
Þ. Þ. B.Ó.S . E.G.
47