Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 76

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 76
SKIPULAG og húsbyggingar lúta sömu öflum. Því getur verið for- vitnilegt að skyggnast eftir því hvort samhengi megi sjá þar í milli. Tökum dæmi af Reykjavík frá 1920 til 1980. Ein af mælistikum skipulags er þéttleiki byggðarinnar. I Reykjavík hefur þéttleiki byggðarinnar þróast frá því að vera um 200 íbúar á hektara, 1920, niður í að vera um 60 íbúar á hektara nú, eða 1980 ( mynd fyrir ofan). Fram að 1930 ríktu í Reykjavík sérstæð 2ja til 3ja hæða hús, eins og við sjáum enn í Þingholtunum og víða í Skuggahverfi. Upp úr 1930 byrjar mynstrið að breytast með tilkomu fjölbýlishúsa, sem verða eftir það æ meira áber- andi í bæjarmyndinni, en í þeim er í dag yfir helmingur þess húsnæðis, sem almenn- ingi stendur til boða. Það hlýtur því einnig að vera for- vitnilegt, hvort gæði fjölbýlishúsa hafi fylgt eftir kröfum okkar til lífsgæða almennt. Samanburður á dýpt húsa getur gefíð upplýsingar um eina tegund gæða, þ.e. hversu vel birtu nýtur í þeim. Við þá lofthæð, 2,5 m, sem hér tíðkast nú, er hæpið að dagsbirtu frá skýjuðum himni gæti mikið yfir 4 m inn í hús. Það er því nærtækt að flokka þann hluta húsnæðis, sem nær er útvegg en 4,5 m, í I. flokk, en það húsnæði sem fjær er í II. flokk. Á grunnmyndum, er sá hluti 74

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.