Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Síða 86
Alls staðar þar sem þéttbýliskjamar
hafa myndast, hafa myndastyttur og
margháttuð minningarmörk leikið
mikilvægt hlutverk. Upprunalega
reistu menn guðamyndir á torgum,
síðan hlóðu höfðingjar sjálfum sér
minnisvarða á almannafæri. Með
lýðræðislegri stjómarháttum urðu til
styttur í minningu andans manna eða
sögulegra atburða, reistar til að
innræta borgarbúum góða siði eða
magna með þeim ást til lands og
þjóðar.
Einkaaðilar fóru snemma að
koma styttum fyrir umhverfis hús sín,
sér til einskærrar ánægju og augnaynd-
is, þó í orði kveðnu ættu þessar styttur
að ítreka dyggðir og siðareglur sem
samfélagið hélt í heiðri. Með tímanum
bámst styttur af því tagi líka út á torg
og stræti og á endanum fór svo að
menn gleymdu hvað þær áttu að
fyrirstilla og lærðu að njóta fegurðar
þeirra. Þar með er ekki sagt að
skurðgoð eða höfðingjamyndir geti
ekki verið bæði fögur verk og áhrifa-
mikil, eins og mörg dæmi sanna.
I nokkrum Asíulöndum eru
guðamyndir enn reistar á torgum, og
þar sem einræðisherrar fara með völd
rísa hetjuleg líkneski þeirra um borg
og bý. En í nútíma lýðræðisríkjum
reisa menn nú aðallega tvenns konar
útiverk í borgum, annarsvegar
minnisvarða um merka menn, góð
málefni og minnisverða atburði, hins-
vegar listaverk sem einvörðungu er
ætlað að prýða umhverfi sitt. Þessi
tvö markmið geta hæglega skarast. Til
að mynda er minnismerki um Nínu
Tryggvadóttur við Kjarvalsstaði eftir
Sigurjón Olafsson (uppsett 1974)
hugsað sem sjálfstætt listaverk frá
höfundarins hendi.
Frá öndverðu hafa menn gert
sér grein fyrir nauðsyn þess að
staðsetja útiverk rétt í borgarmynd-
inni, bæði með tilliti til útlits þeirra,
það er formgerðar og stærðar, og
inntaks. Höfðingjar létu ekki reisa af
sér styttur einhvers staðar í fáfömum
úthverfum, heldur nálægt helstu
valdastofnunum. Þeir sáu einnig til
þess að nálægar byggingar bæru ekki
stytturnar ofurliði, til dæmis með því
að rýma torg í kringum þær og hækka
stalla. Seinni tíma menn hafa einnig
kappkostað að gæta samræmis í
staðsetningu líkneskja. Líkneskjur
andans manna eru reistar í námunda
við menntastofnanir, minnismerkjum
skálda er komið fyrir í grænum lund-
um og mannvina er minnst við
líknarstofnanir.
A þessari öld hafa menn einnig
þurft að huga sérstaklega að
formrænum eiginleikum afstrakt úti-
verka, gæta þess að staðsetja lítil verk
og fíngerð ekki úti á víðavangi og
finna opnum útiverkum einhvern
bakhjarl svo þau hverfi ekki í tómið.
A að staðsetja afstrakt verk við
gamla byggingu, og öfugt? Taka þarf
tillit til æði margra þátta við
staðsetningu útilistaverka, og þá er
ótalinn „mannlegi þátturinn“, það er,
hvort íbúar sætta sig við útimyndir
sem opinberir aðilar reisa við
garðvegginn hjá þeim. Oánægja með
útilistaverk getur leitt til örþrifaráða,
eins og þegar einhverjir Reykvíkingar
sprengdu Tjamarmær Nínu
Sæmundsson í loft upp.
Grásteinsmynd Sigurjóns Olafssonar
af sjómanni (reist 1951), sem nú
stendur við Dvalarheimili aldraðra
sjómanna, er hið ágætasta listaverk,
en hæpið er að aldraðir sjómenn
kunni að meta djarflega ummyndun
Sigurjóns á mannslíkamanum.
A Reykjavíkursvæðinu er nú að
finna hátt í hundrað útimyndir, og eru
þá lágmyndir á byggingum ekki taldar
með. Sjálfsmynd Thorvaldsens í
Tjamargarði er fyrsta útilistaverkið
sem Reykvíkingar eignuðust, en það
var sett upp árið 1875.
Eðlilega hafa mönnum verið
mislagðar hendur við staðsetningu
útimynda í borginni, enda er borg-
armenning okkar ekki ýkja gömul.
Hægt er að sjá mörg dæmi
bæði um frábærlega vel staðsettar
útimyndir, svo og raunaleg mistök.
Líkneskjur eru yfirleitt nokkuð vei í
sveit settar, bæði hvað hlutföll og
inntak snertir. Hér nefni ég
sérstaklega líkneskju Jóns
Sigurðssonar á Austurvelli, sem er
mátulega há á stalli sínum, fær gott
rými og horfir til löggjafarsamkundu
þjóðarinnar. Tæplega er hægt að
hugsa sér þessa líkneskju á öðrum stað
í borginni.
Lfkneskja Ingólfs Amarsonar
er ef til vill ekki nógu stór fyrir það
rými sem henni er ætlað, en hún er
óneitanlega á hárréttum stað. Líknes-
kja Leifs heppna á Skólavörðuholti
fær líka mikið rými, þar sem hún
stendur og horfir í vesturátt, en
voldugur stallur hennar og Hall- (
grímskirkja í baksýn styrkja hana til
muna á staðnum.
Önnur hetja, Þorfinnur karls-
efni, stóð til skamms tíma á fremur
óheppilegum stað, íTjamargarðinum,
þar sem hún fylgdist með öndunum.
Sem betur fer var líkneskjan síðar flutt
að Dvalarheimili aldraðra sjómanna,
þar sem hún hefur hafsýn og návist við
aðrar hetjur hafsins.
84