AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Page 13
GÓÐ MENNTUN ER MIKILVÆGARI
EN GLÆSILEG SKÓLAHÚS
Stefnur í menntamálum fylgja gjarnan
meginstraumum í þjóðfélaginu á hverjum
tíma. Undanfarin ár hefur áhersla á gæði
menntunar aukist og hefur meðal annars
falið í sér kröfur um að grunnskólar séu einsetnir,
UPPLÝSINGASTEFNA MÓTUÐ FYRIR
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Menntamálaráðuneytið hefur gert sér
grein fyrir þessari þróun og settar hafa
verið á laggirnar nefndir til að móta stefnu
ráðuneytisins með hliðsjón af nýrri
upplýsingatækni. Upplýsingasamfélagið
hefur í för með sér mikla kosti fyrir menn-
takerfið almennt, ekki síst til að auka
fjölbreytni náms og sérhæfingu. Með
stefnumótun sinni vill menntamálaráðu-
neytið vinna að því að menntakerfið geti
nýtt sé upplýsingabyltinguna sem best
og stuðla að því að íslenskir nemendur
hljóti betri menntun en ella. Þekking og
reynsla við upplýsingaöflun, sjálfsnám og
framtakssemi eru lykilatriði til að nemendur séu færir
um að nýta sér til fullnustu tækifæri upplýsinga-
byltingarinnar.
Það hlýtur líka að vera mikilvægt í strjálbýlu landi
eins og íslandi að lögð sé aukin áhersla á fjarkennslu
kennslustundum fjölgað og að ákveðin
hámarksviðmið séu höfð um fjölda
nemenda í bekkjum. Þetta hefur haft í
för með sér að skólabyggingum hefur
fjölgað og þeim á eftir að fjölga enn meira
á næstu árum, ekki síst vegna þeirra
markmiða sem ný grunnskólalög setja
um fjölgun kennslustunda í grunnskólum
fram til ársins 2000.
Heyrst hefur að þessi áhersla á skóla-
byggingar og á skólann sem stofnun séu
úreltar, mestu skipti sú menntun sem
þjóðinni sé veitt. Með þessum vanga-
veltum er vísað til hinnar öru tækni-
þróunar undanfarin ár en hún felur meðal
annars í sér að nemendur þurfi ekki að
sækja skóla til að hljóta sína menntun.
Þeir geti einfaldlega kveikt á tölvunni og
stundað fjarnám frá hvaða menntastofn-
un sem er, hvort sem hún er íslensk eða
erlend.
11
BJÖRN BJARNASON, MENNTAMÁLARÁÐHERRA