AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Page 17
Habila
markað auk fjarkennslu á upplýsinganetum mun valda því
að:
A. Harðna mun til muna alþjóðleg samkeppni um nemendur.
Þeir kennarar og þær kennslustofnanir sem ekki aðlaga sig
þessum nýju möguleikum og nýta þá munu á komandi árum
missa marga spæni úr öskum sínum. Líklega munu þessi áhrif
koma hægt þegar á heildina er litið því að í öllum
menntakerfum og viðhorfum nemenda til náms og tak-
mörkuðum hæfileikum þeirra til sjálfsnáms er fólgin mikil
tregða.
Þannig mun fólk sem ekki getur lært án þess að hafa yfir sér
persónulegan stjórnanda, það er kennara, ekki geta nýtt sér
hina nýju möguleika nema að takmörkuðu leyti. Þennan hóp
fylla flestir enn sem komið er.
B. Fjöldi nýrra tækifæra mun opnast fyrir þá sem ná tökum á
tækninni og beita henni sér til framdráttar, til dæmis í
viðskiptum.
C. Framleiðni í fræðslu mun aukast mjög þar sem unnt reynist
að beita tækninni. Reynslan sýnir að gera má ráð fyrir
tvöföldun til þreföldunar hennar.
NÚVERANDI STAÐA
Enn er langt í land. Veraldarvefurinn frægi sem margir virðast
halda að innihaldi mestalla þekkingu og upplýsingar
mannkyns er enn sem komið fremur tómlegt fyrirbæri miðað
við það sem framtíðin mun bera í skauti sér. í nýlegum leiðara
ítímaritinu INTERNET WORLD segir ritstjóri þess að „vefurinn
innihaldi einkum hálftómar heimasíður sem vísi á aðrar
heimasíðursem einnig eru hálftómar!" Annar INTERNET-spek-
ingur hefur nýlega sagt að mikið af þeim umræðum sem fara
fram í þúsundum umræðuhópa netsins séu að mestu
innantómt skvaldur (e. vacuous chatter). Þetta veit hver og
einn sem gefið hefur sér tíma til að skoða það sem í boði er.
INNIHALDIÐ SKIPTIR ÖLLU
Það sem mestu skiptir á komandi árum er því að auka til
mikilla muna framleiðslu á hágæðaefni og hugbúnaði sem
gerir það einhvers virði að nýta fjarskipti eða tölvur til að afla
upplýsinga og þekkingar. Einn fyrrgreindra spekinga orðaði
þetta svo nýlega að „innihaldið verði ríkjandi þáttur" (e.“The
content will be the king“).Þetta er langtum meira og dýrara
verk en að koma upp tækjum og fjarskiptabúnaði.Og þetta er
endalaust verkefni sem Ijóst er að menntastofnanir og
fræðsluaóilar munu sinna í sívaxandi mæli á komandi árum.
Þannig verða háskólar og jafnvel framhaldsskólar að
„upplýsingaverksmiðjum“sem framleióa gagnabanka með
hagnýtu námsefni og hverskyns öðrum gögnu. Þetta nýja
hlutverk menntastofnananna mun gera þeim kleift að taka
kröftuglega til hendinni við hið gríðarlega símennta verkefni
sem við blasir. ■
Færanlegir
veggir
Felliveggir
Glerveggir
Glereiningar
Rennihurðir
Sérsmíöaöar
huröir
Hljóöeinangrun,
hönnun og gæöi
í brennidepli
Leitiö uppl.hjá
Ide\
Sundaborg 7-9
104 Reykjavik
Tel: 91 68 81 04
Fax: 91 68 86 72