AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Side 52
PÉTUR JÓNSSON LANDSLAGSARKITEKT
Sneiðing í hljóðmön í Reykjavík. Hér var hljóðstigið mælt áður en jarðvegsmön var sett upp og síðar var mælt aftur eftir að
framkvæmdum var lokið. Mönin lækkaði hljóðstigið um 11 dB.
HLJÓÐMANIR í ÞÉTTBÝLI
Hávaði frá umferð bifreiða eða atvinnu-
starfsemi fylgir því að búa í þéttbýli.
Þessi hávaði er þegar orðinn vanda-
mál hér á landi. í þessari grein verður
fjallað stuttlega um umferðarhávaða og hvernig
bregðast megi við honum.
í lögum og reglugerð um byggingar og skipulagsmál
er gerð grein fyrir markgildum fyrir umferðarhávaða.
Það eru í raun þau viðmiðunarmörk sem við sættum
okkur við, en þau eru um 55 dB. Þegar umferðarhá-
vaði fer upp fyrir þessi mörk þarf að gera ráðstafanir
til þess að ná þessum gildum niður fyrir viðmiðunar-
mörkin. Gildi þessi eru skilgreind samkvæmt grein
7.4.9. í byggingarlögum.
Þegar hávaði fer yfir visst stig finnum við fyrir óþæg-
indum. Það er mjög einstaklingsbundið hvernig há-
vaði truflar fólk og fer það mjög eftir gerð hávaðans,
t.d. högghljóð eða jafn og stöðugur niður. Tiltölulega
lítill hávaði, 30-40 dB, getur valdið svefntruflunum.
Hávaði yfir 55 dB truflar venjulegar samræður, en
við 70 dB verður að kallast á.Til viðmiðunar ætti há-
vaði ekki að fara upp fyrir þau mörk sem eru á eftir-
farandi töflu:
Útivistarsvæði fjær byggð á opnum svæðum
hámark 50 dB (A)
Sumarhúsabyggð
Útivistarsvæði
Tjaldsvæði
Útivistarsvæði nær byggð hámark 55 dB
Skrúðgarðar, almenningsgarðar
Almenn byggð hámark 55 dB
íbúðarhverfi
Skólar
Spítalar
Verslanir, hótel og skrifstofuhúsnæði hámark 60
nægjanlegri fjarlægð frá vegi þannig að viðunandi
hljóðvist fáist. í eldri hverfum er þetta víða vandamál.
í nýjum hverfum og hverfum á skipulagsstigi ætti að
vera auðvelt að leysa þessi mál. Áður en kröfurnar
voru settar í byggingarreglugerð var miðað við 30
metra lágmarksfjarlægð frá götukanti tengibrautar
að lóðarmörkum, t.d. í nýjum hverfum í Grafarvogi
og Borgarholti. Þegar umferð er orðin mikil eða um
10.000 bílar á sólarhring er vafasamt að þessi fjar-
lægð dugi án frekari aðgerða. Til þess að draga úr
umferðarhávaða má gera eftirfarandi ráðstafanir:
1. Endurskipuleggja umferðarkerfið
2. Byggja hljóðvarnir
3. Bæta einangrun bygginga
4. Bæta einangrun bifreiða eða rafmagnsbílar
Áhrifaríkast við að draga úr umferðarhávaða er að
draga úr hljóðinu sem næst hávaðavaldinum (bíium),
að byggja vörn þar, eða byggja vörnina sem næst
því sem við erum að verja (bygging).
Bygging hljóðvarna er oft neyðarlausn. Hljóðvarnir
eru mannvirki sem eru áberandi, eiga jafnvel ekki
heima í umhverfinu, eru varanleg og dýr í byggingu.
Því ber að vanda sig við hönnun þeirra og taka mið
af staðháttum á hverjum stað. Að leiðarljósi við hönn-
un slíkra mannvirkja mætti hafa eftirfarandi í huga:
1. Leitast við að vörnin verði sem hluti af náttúrunni.
2. Að hljóðvörn falli inn í arkitektúr byggðarinnar,
eða hverfisins, t.d. í efnisvali.
3. Hljóðvörnin standi sem sjálfstætt mannvirki (jafn-
vel listrænt).
Hljóðvörn má byggja á ýmsan hátt. Hverju sinni
verður að meta hvaða lausn hæfi hverjum stað. Hljóð-
varnir má byggja úr jarðvegi sem jarðvegsmanir eða
úr jarðefnum eins og torfi. Efni sem hafa mikla þyngd,
mikinn massa draga verulega úr hljóði.
Hljóðmön við Reykjanesbraut.
Reglulega þarf að slá grasið.
í þessari mön hafa verið gerð beð
þar sem gróðursettar voru nokkrar
tegundir trjáa og runna. Ef sú
tilraun tekst vel má ætla að stór
hluti manarinnar verði gróðursettur.
Blanda gróðrar og grasmanar ber góðan árangur með tilliti til hljóðdempunar og útlits.
Timburveggir gera líka gagn og kostur við þá er að
þeir taka lítið pláss. Gallinn við timburveggina er að
þeir eru ekki nógu efnismiklir tii þess að góð hljóð-
dempun fáist. Steinsteyptir veggir eða forsteyptir
veggir gefa góða hljóðdempun auk þess að með-
höndla má yfirborð steinsteyptra flata með tilliti til
þess að draga sem mest úr hljóði. Bæði timbrið og
steypuna má litameðhöndla og hafa þannig áhrif á
heildarútlitið. Víða erlendis má sjá notkun á áli, plasti,
einangrandi plastplötum og öðrum álíka efnum í
þessum tilgangi. Innan þéttbýlis á viðkvæmari stöð-
um og þar sem ekki má skerða útsýn hefur notkun
glers aukist.
Margir líta á gróður og gróðurbelti sem góða og ó-
dýra aðferð við að draga úr hljóði, en gróður hefur
ekki mikil áhrif til þess að draga úr umferðarhávaða
einn og sér. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru
og sagt frá í dönsku tímariti þarf gróðurbeltið að vera
20-50 metrar til þess að minnka hávaða um 10 dB
miðað við opið land. Ef gróðurbeltið er sérstaklega
skipulagt með það í huga að draga sem mest úr
hávaða væri eflaust hægt að ná meiri árangri.
Gróðurbelti sem er þétt blanda af runnum og trjám
sem hafa breið, stór heil blöð hefur mest áhrif. í slíku
belti þarf að vera sígrænn gróður til þess aó auka
áhrifin að vetri til. Gróðurbelti hafa annan kost en
hann er sá að hávaðavaldurinn sést ekki, en það er
talið mjög mikilvægt sálrænt.
Bestu hljóðvarnirnar eru eflaust blanda af þessum
aðferðum, eins og t.d. hljóðmön með vegg ofan á,
síðan gróður til þess að milda mannvirkið eða draga
úr áhrifum þess í umhverfinu. ■
dB
Þess má geta að mörgum finnst mörkin 55 dB of há,
að þau ættu að vera nær 50 dB.
I skipulagi skal þess gætt að íbúðarhverfi séu í
Sneiðing í hljóðmön. Hér er
beltið það breitt að stígur liggur á
milli hljóðmana. Þeir sem ferðast
um stíginn njóta einnig verndar
hljóðmanar og verður stígurinn
þar með meira aðlaðandi.
50
51