AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Síða 75

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Síða 75
iðnaðarþjóðfélögunum, þarsem ekki þýðir annað en að hugsa fram í tímann. Hér er rétt að staldra við, því það er með skipulag eins og önnur „verkfæri" að það fer eftir því hvernig þeim er beitt hvort þau verða til gagns eða skaða. Þrátt fyrir geysilegan og margvíslegan ávinning af skipulögðum vinnubrögðum á þessari öld hefur ofnotkun á miðstýrðu skipulagi í Austur-Evrópu og illa gerðar áætlanir hér á landi, sem tóku t.d. ekki mið af ytri þróun í refa- og laxarækt, komið slíku óorði áþettaöflugatæki: skipulag, að stjórnmálamenn vilja nota skipulag sem minnst og virðast jafnvel telja að best sé að skipta sér sem minnst af, því uppbygging þjóðfélags og atvinnugreina muni rata á réttu leiðirnar af sjálfu sér. Á því óorði sem komið er á skipulag eigum við fræði- menn og skipulagsfræðingar nokkra sök. Við höfum margir tilhneigingu til að gera mál flókin í staðinn fyrir einföld, oft líkast til í þeim tilgangi að gera lögkjörnum aðilum erfiðara fyrir, en með þeim hætti aukast áhrif okkar á ákvarðanatöku. Hlutverk skipulagsmanna á, gagnstætt þessu, að vera hlutverk þess sem skýrir valkostina og gerir stjórnmálamönnunum þannig, að fenginni heildar- mynd, auðveldara aðtaka ákvarðanir um skynsam- legar leiðir til framtíðar. Hér er það höfuðnauðsyn að gengist sé við því að leiðirnar til framtíðar eru margar sem og því að mat á skynsamleika hverrar leiðar breytist stöðugt eftir breytingum á ytra umhverfinu. Ein mesta meinsemd í framtíðarumræðu er sú, að taka ekki mið af þessu og túlka aðeins eina leið. Þetta gerist oft í stjórnmálum þegar menn láta stjórnast af hugmyndafræðilegum öfgum. Þá er aðeins ein leið oft talin sú eina rétta og keyrð áfram á öfgafullan hátt. Á öllum slíkum öfgastefnum, hvort sem það er á sviði markaðs-, umhverfis- eða félagsmála.verðum við að vara okkur. Sú leið í mótun framtíðarinnar að kanna margar leiðir og vega og meta kosti og ókosti hverrar fyrir sig þarf að verða að viðtekinni vinnuaðferð í stjórnmálum, líkt og þegar er orðið t.d. í uppbyggingu fyrirtækja. í vinnu sem þessari verður stöðugt að hafa í huga, að matið á leiðunum er bráðabirgðamat sem stöðugt verður að endurskoða, sérstaklega á tímum eins og núna þegar svo miklar breytingar eru að gerast á grundvallarforsendum í heiminum. í Ijósi þess, sem nú hefur verið rakið, er fróðlegt að velta fyrir sér að hve miklu leyti sé rétt að reyna að svara spurningunni: „Hvernig verður ísland árið 2020“ Niðurstaða undirritaðs er, að það sé að mörgu leyti rangt að ætlast til þess, að til sé skynsamlegt svar við þessari spurningu. Þetta byggir hann á tveimur meginatriðum. Fyrra atriðið er að við lifum núna á slíkum umrótstímum að við verðum að stilla framtíðarhorfum í heiminum upp sem nokkrum möguleikum. Ein slík framtíðarmynd myndi t.d. byggja á varðveislu friðar í Evrópu og áframhaldandi samrunaþróun, á meðan önnur reikn- aði t.d. með verulegum ófriði í Austur-Evrópu.í fyrra tilfellinu er sterk tenging íslands við Evrópu vænleg, en f því síðara gætu góð tengsl okkar við Ameríku skipt sköpum, eins og var bæói í fyrri og seinni heims- styrjöldinni. Seinna atriðið, sem undirritaður vill benda á til var- úðar, þegar spurning um ísland árið 2020 er sett fram, er að hér er ekki hægt að líta í neina kristalkúlu, einfaldlega vegna þess að sú framtíð sem bíður okkar, bæði sem einstaklinga og þjóðar, mótast af því hve vel við vinnum og hve réttar ákvarðanir við tökum. Okkar bíður sem sagt ekki einhver góð eða slæm framtíð, heldur sú framtíð sem við megnum að búa til. Til að geta tekið réttar ákvarðanir, hvort sem er um þjóðfélagsþróun eða önnur atriði, þarf fyrst að útbúa góð leiðsögugögn. í þeirri vinnu er nytsamlegt að líkja ferð okkar inn í framtíðina við ferð inn á óþekkt landssvæði þar sem bæði leynast hættur og spenn- andi möguleikar. Það er hlutverk okkar sérfræðinganna að kortleggja þetta land og útbúa ýmis önnur leiðsögugögn. í þessari myndlíkingu um ferð okkar íslendinga um lendur framtíðarinnar er það stjórnmálamaðurinn sem er leiðsögumaðurinn. Góður stjórnmálamaður, líkt og góður fararstjóri, undirbýr ferðina með því að safna sem bestum leiðsögugögnum. Fararstjóri í útsýnis- ferðum getur gengið að slíkum gögnum vísum í söfn- um og bókabúðum, en stjórnmálamaðurinn verður að sjá til þess.að slík gögn um ferðina til framtíðar séu gerð, til þess að hann geti við undirbúning ferð- arinnar áttað sig á „landslaginu"og þannig orðið fær- ari til að verða góður leiðsögumaður og leiðtogi. ■ 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.