AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Blaðsíða 25
tekur að sér að annast þjónustu sem að hluta til er
greidd af ríkinu en að hluta með sjálfsaflafé. For-
ræði verkefnisins er að öllu leyti hjá seljanda. Með
þessu formi er hægt að tryggja nauðsynlega
þjónustu sem er ekki að fullu markaðshæf. Dæmi:
íþróttamannvirki þar sem hið opinbera leigir hluta
af tímunum en hinn hlutinn er leigður á frjálsum
markaði.
Ef vel tekst til eiga allir hlutaðeigandi að geta
hagnast á einkaframkvæmd eða með öðrum
aðferðum þar sem rekstrarleg ábyrgð er færð frá
hinu opinbera til einkaaðila. Samningur um einka-
framkvæmd felur í sér hvata fyrir einkaaðilann til
að veita góða þjónustu í samræmi við verklýsingu
yfir allan samningstímann. Fyrir opinbera aðila, og
raunar allan almenning, eru áhrifin þau að hægt er
að auka þjónustuna fyrir sama fé eða veita sömu
þjónustu fyrir minni kostnað en ef henni væri sinnt
af hinu opinbera. Þá dregur þetta úr fjárbindingu
hins opinbera og skapar ný tækifæri fyrir atvinnu-
lífið til vaxtar.
Hagkvæmni af þvi að bcita einka-
framhvæmd liggur m.a. í eftirfar-
andi þáttum:
I Hvati er til hámarkshagræðis með því að teng-
ja saman hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis.
I Tengsl milli hönnunar og nýtingar tryggja að
notagildi er meira en ella.
I Flægt er að njóta hagræðis af samrekstri með
annarri starfsemi verktakans.
I Nýjungar koma fram í hönnun, skipulagi verk-
efna, rekstri og fjármögnun.
I Skýr greinarmunur er gerður á milli hlutverks
seljenda og kaupenda. Hið opinbera þarf einungis
að sjá til þess að þjónustan mæti væntingum
notenda en ekki bera ábyrgð á rekstri.
Sem dæmi um sparnað má nefna skólamann-
virki sem byggt er í einkaframkvæmd og leigt hinu
opinbera í 25 ár. Hver fermetri sem einkaaðilinn
sparar í byggingunni kostar a.m.k. 100 þús. kr. í
fjárfestingu og 4 þús. kr. á ári í rekstri (viðhald,
orka, þrif o.fl.), en það eru 200 þús. kr. á fermetra
í sparnað yfir allan samningstímann. Ef skólahús-
næðið er áætlað 5.000 fermetrar en það tekst að
minnka það um 5% með góðri hönnun, útsjónar-
semi og bættri nýtingu lækkar samningsverðið um
50 m.kr.
Vandamá! og ókostir geta einnig fylgt einka-
framkvæmd. Þannig getur sveigjanleiki verið minni
til að mæta breyttum kröfum um tilhögun þjónustu
en í hefðbundnum opinberum rekstri. Seljandi
hefur tekið að sér að veita tiltekna vel skilgreinda
þjónustu en stendur svo frammi fyrir því að þeir
sem þjónustunnar njóta vilja hafa hana með
öðrum hætti. Ókostum og vandamálum þessum er
mætt með ákvæðum sem heimila endurskoðun og
breytingar á samningi aðila. Slíkar heimildir verða
þó að vera innan þeirra marka að skapa ekki of
mikla óvissu hjá samningsaðila.
UNDIRBÚNINGUR VERKEFNA
Þegar verkefni er valið til einkaframkvæmdar
verður að meta hagkvæmni þess í samanburði við
aðrar leiðir og við kostnað af núverandi tilhögun ef
hún er til staðar. Hægt er að ná fram vísbending-
um með slíkum athugunum en raunverulegur
sparnaður næst ekki fram fyrr en verkefnið hefur
verið skilgreint og tilboð metin. Samkeppni er oft
besta trygging fyrir sparnaði og lægra verði. Því er
mikilvægt að ná út úr bókhaldi ríkis og sveitarféla-
ga upplýsingum sem gefa samanburðarhæfar
kostnaðartölur við það sem gerist á markaði,
þannig að þegar ákvörðun er tekin, sé byggt á
hlutlægum forsendum.
Þýðingarmikið er að hið opinbera nýti sér kosti
einkaframkvæmdar með vönduðum undirbúningi,
því annars geta komið upp vandamál og ávinn-
ingur verður kannski enginn þegar upp er staðið.
Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög haldi námskeið
fyrir yfirmenn sína um helstu þætti einkafram-
kvæmdar svo þeir skilji hugmyndafræðina vel áður
en þeir fara af stað með verkefni. í því sambandi
gegna útboðsgögn lykilhlutverki. Einungis á að
skilgreina rammann utan um verkefnið og gefa
leiðbeinandi forsagnir, en alls ekki gefa nákvæm
fyrirmæli um fermetrastærðir, byggingarefni, inn-
réttingar, húsbúnað, kaffistofu, vinnufyrirkomulag
o.þ.h. Nákvæmar forsagnir koma í veg fyrir að
útsjónarsemi bjóðenda fái að njóta sín í nýjum og
hagkvæmum lausnum. Þær leiða líka til eilífra
klögumála eftir á um að útboðsgögnum hafi ekki
verið fylgt. Útboð undir formerkjum einkafram-
kvæmdar eiga að vera hugmyndasamkeppni, þar
sem tiltekin lausn er boðin á föstu verði. Ef hið
opinbera vill ekki nýjar lausnir og útfærslur á frekar
að beita verktakaútboðum með gamla laginu og
síðan má eftir atvikum bjóða reksturinn út sérstak-
lega.
Góð lýsing á þeirri þjónustu sem seljandi á að
veita er kjarni innkaupaferils einkaframkvæmdar.
Greina verður á milli aðal- og aukaatriða við skrif á
23