AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Síða 30

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Síða 30
JON SIGURÐSSON NÝMÆLI vlð fjármögnun framkvæmda í almannaþágu essi grein er skrifuð að frumkvæði tímaritsins, sem valdi og afmarkaði efnið, sem um skyldi fjallað. Efnistök, greiningar og skoðanir eru hins vegar höfundarins. FORSACA Alla þá áratugi, sem skrifari þessarar greinar hefur séð til atferlis stjórnmálamanna á íslandi frá ýmsum sjónarhornum, hefur í þeim hópi verið ríkj- andi tilhneiging til að efna til fjárhagslegra skuld- bindinga ríkisins verulega umfram það, sem þessir forystumenn í stjórnmálum voru tilbúnir til að skatt- leggja landslýðinn fyrir. Rifjast upp í því sambandi raunsæ athugasemd reynds alþingismanns við greinarhöfund á þeim árum, þegar hann var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti: „Ríkissjóður- inn á öngvan vin, nema kannski einn fjármála- ráðherra og fáeina kontorista í kringum hann“. Fyrst framan af þessum tíma, fram undir 1970, þóttust þingmenn að því er virtist þeim mun menn að meiri sem þeir komu í gang fleiri opinberum byggingum í kjördæmum sínum, undantekninga- laust með ónógum fjárveitingum til vitlegra vinnu- bragða við þá mannvirkjagerð. Þess voru æði tíð dæmi, að fjárveitingar hrukku rétt rúmlega til að "Ábyrgð almennings felst í þeirri lítilþægni að láta sér slíha Stjómmalaforystu duga. “ slá frá gluggatóftum hálfbyggðra húsa á vordögum og slá aftur fyrir þær að hausti. Landið var fullt af hálfköruðum opinberum byggingum og sóunin, sem í þessum vinnubrögðum fólst, var geigvæn- leg. Mannvirki, sem hagkvæmast hefði verið að Ijúka á einu ári eða ríflega það, voru áratug og jafnvel tvo í smíðum. Skuldasöfnun ríkisins á þessum árum var óveruleg. Þessi skelfilega sóun varð þannig eingöngu til þess að ríkið fékk færri fullgerð mannvirki fyrir þá fjármuni, sem notaðir voru, en þau voru nokkurn veginn greidd jafn- harðan því sem þau voru byggð. Hálfkláruð mannvirkin voru m.ö.o. látin bíða fjárveitinganna, en voru jafnframt sífelldur þrýst- ingur á þingið um aukið fé. Ljóst var, að til þess voru refirnir skornir af hálfu þingmannanna, sem í hlut áttu. Magnús heitinn Jónsson þáverandi fjármála- ráðherra tók þessari ósvinnu tak, þegar hann gekkst fyrir setningu laganna um skipan opinberra framkvæmda 1970. í þeirri stefnumörkun fólust merkar umbætur, sem fullvíst má telja, að sparað hafi ríkinu milljarða króna, sem enginn hefur opin- skátt metið neins eða fengist um fremur en sóun- ina áður. Lög þessi gilda enn, en allan tíma þeirra hafa margir þingmenn og ráðherrar keppst við að brjóta þau og smjúga fram hjá þeim eftir fremsta megni án tillits til kostnaðar. Eftir 1971 komst annar svipur á í þessum efnum. Lögin um opinberar framkvæmdir hafa gert heil- mikið gagn með því að draga úr sóun og með út- boðsaðferðum við mannvirkjagerð, en til sögunnar kom ný pólitík í ríkisfjármálum. Mannvirki á ríkisins vegum voru oftast reist fljótt og vel, en mikil, árleg skuldasöfnun ríkissjóðs varð ríkjandi. Sé með eðli- legum hætti litið á opinberar framkvæmdir sem jaðarútgjöld hvers tíma, má segja að mikill hluti opinberrar mannvirkjagerðar þessara áratuga hafi til þessa dags ekki verið greiddur, heldur safnað upp sem skuldum fyrir eftirkomendurna að bera af vaxtabyrði og endurgreiðslur. Hin síðari ár, þegar aðgangur sveitarfélaga að skuldasöfnun hefur aukist, hefur hið sama gerst hjá mörgum þeirra. Það verður að kalla dapurlegt umhugsunarefni, þegar mikil mannvirki eins og t.d. Þjóðarbók- hlaðan, Ráðhús Reykjavíkur eða Vestfjarðagöng eru skoðuð, að almenningur skuli í raun ekki hafa greitt krónu í neinu þeirra, en þurfi að bera vaxta- byrðar árlega, sem teljast í hundruðum milljóna króna, en afkomendunum ætlað að taka við þeirri byrði og að greiða mannvirkin, sem okkar kynslóð réðst í og hafði alla burði til að borga. Þessi þróun verður ekki metin sem neitt minna en algert ábyrgðarleysi þeirra stjórnmálamanna, sem í hlut hafa átt. Ábyrgð almennings felst í þeirri lítilþægni að láta sér slíka stjórnmálaforystu duga. Það er þegar stjórnmálamenn hafa jafnvel orðið vinsælir út á slíkt ábyrgðarleysi, sem efasemdir um lýðræðisþroskann vakna. En svo er 28
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.