AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Síða 33

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Síða 33
BREYTINGATIMAR i Bergarfirði Sterkar líkur benda til að at- vinnuhættir og búseta í Borg- arfjarðarhéraði muni á næstu árum taka verulegum breyt- ingum. Nægir að benda á ýmsar ytri aðstæður héraðsins sem fyrirboða þessara breytinga. At- vinnugreinar héraðsins eru að verulegu leyti í uppnámi og breytingar á grunngerð, ekki síst samgöngum, koma til með að hafa veruleg áhrif. Stærsta einstaka breytingin er þegar komin til framkvæmda: Göngin undir Hvalfjörð. Þegar frá líður munu Hvalfjarð- argöngin hafa gagnger áhrif á líf og störf fólks í Borgarfirði. Hið nýja nábýli við höf- uðborgarsvæðið (vegalengdin frá Reykja- vík til Borgarness hefur styst um 40%; flestir staðir í Borgarfirði verða í frá 30 til 70 mínútna ökufjarlægð frá höfuðborg- inni) skapar nýjar aðstæður, ný búsetu- skilyrði, nýja atvinnumöguleika fólks, nýtt markaðssvæði og nýja möguleika fyrir ferðalög og ferðaþjónustu. Að vísu mun tiltölulega hátt veggjald draga úr áhrifum ganganna í Borgarfirði. Hafa ýmsir talið þetta háa veggjald skaða sérstaklega hagsmuni Vesturlands. Veggjaldið dregur úr því að almenn- ingur í nágrenni ganganna, beggja vegna, breyti hegðun sinni með tilkomu þeirra. Veggjaldið vegur minna gagnvart fyrirtækjum, sem t.d. flytja vörur á milli staða, en gagnvart einstaklingum. Nú hefur verið boðuð lækkun veggjaldsins með vorinu en of snemmt er að segja til um hvort lækkunin verði nægilega mikil til að um hana muni. ÁHRIF HVALFJAROARGANGA Ætla má að áhrif ganganna komi fram á nokkrum árum. Reikna má með að fólk breyti ekki hegðun sinni skyndilega vegna tilkomu þeirra, heldur þurfi það að fá reynslu af göngunum til að gera sér fulla grein fyrir þeim nýju möguleikum sem þau skapa. En hver verða þessi áhrif? í nokkrum fyrirliggjandi skýrslum hafa verið leidd rök að áhrifum Hvalfjarðarganganna á Vesturlandi. Er þar m.a. stuðst við reynslu af nýjum samgöngu- mannvirkjum í öðrum löndum. Bent hefur verið á eftirfarandi: I Markaðssvæðin á Suðvesturlandi og Vestur- landi munu færast mjög saman. Þetta kemurfram- leiðslufyrirtækjum á Vesturlandi til góða þar sem þau eiga styttra á aðalmarkaðssvæðið í og við höfuðborgina. Reikna má með að almenningur á Vesturlandi muni í ríkara mæli en áður versla í höfuðborginni þar sem úrvalið er meira, sérstak- lega af ýmisskonar sérvöru. I Atvinnusvæðin á Suðvesturlandi og Vest- urlandi munu tengjast. Dæmum um að fólk búi á öðru svæðinu en sæki vinnu á hinu mun fjölga. I Möguleikar höfuðborgarbúa til að eignast annað heimili í Borgarfirði munu batna. Þeir sem sækjast eftir þessu munu vilja búa við aðstæður mjög ólíkar þeim sem þeir búa við í borginni, t.d. mun meira rými. I Þjónustugreinar á Vesturlandi geta átt frekar undir högg að sækja, þar sem auðveldara verður en áður fyrir íbúa á svæðinu að sækja þjónustu á höfuðborgarsvæðið og fyrirtækin þar að þjóna Vesturlandi. Þessi áhrif verða án efa meiri en hin gagnstæðu. Þetta getur jafnt átt við þjónustu einkaaðila sem opinberra aðila. Sérstaklega á þetta við um sérhæfða þjónustu. I Ferðum fólks í sumarhús í Borgarfirði mun án efa fjölga töluvert með tilkomu ganganna. I Gera má ráð fyrir aukinni eftirspurn eftir landi í Borgarfirði, m.a. undir sumarhús og til beitar hrossa. I Ferðalög fólks til Borgarfjarðar verða auðveld- ari. Sérstaklega gæti sumarferðalögum innlendra og erlendra ferðamanna fjölgað, ef svæðið býður ferðafólki spennandi ferðamöguleika. Möguleikar ættu að opnast fyrir þróun dagsferða frá höfuð- borgarsvæðinu og um héraðið. 31 JÓNAS GUÐMUNDSSON, REKTOR SAMVINNUHÁSKÓLANS Á BIFRÖST
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.