AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Side 45

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Side 45
ú nýlega er komin út seinni skýrslan af tveim um stöðu og möguleika í byggingu sjálf- bærra húsbygg- inga hér á landi. Svo og til að breyta þeim sem fyrir eru í átt til meiri sjálfbærni. Skýrslurnar eru unnar á árunum 1996 til 1999 með styrk frá Sjóði vegna tækninýjunga og annarra umbóta í byggingar- iðnaði - hjá Húsnæðisstofnun/ íbúðalánasjóði. Skýrslurnar eru unnar af Einari Þorsteini Ásgeirssyni hönnuði og arkitekt hjá Tilraunastofu burðar- forma, en hann hefur starfað á sviði vistrænna/sjálfbærra hús- bygginga í Danmörku og Þýska- SJÁLFBÆRNI (SLENSKRA HÚSBYGGINGA mögulelhar eg staea landi. Einar hefur einnig þróað byggingarkerfi hér á landi sem er lagað að sömu sjónarmiðum og að auki unnið fyrsta vistræna deiliskipulagið sem samþykkt var hér árið 1995. Fyrri skýrslan ber nafnið: í átt að sjálfbærum húsbyggingum I. Hluti; og var henni lokið í desem- ber 1997. Hún kynnir það sem unnið hefur verið hér á landi á þessu sviði, og þá hver er grunnur sjálfbærrar þróunar/sjálfbærni og hvaða megin- atriði snerta byggingar á þessu sviði. Ennfremur er ýtarlega fjallað um stöðu mála í Evrópu árið 1997 hvað þetta mál áhrærir. Og þá hver raunveruleg staða íslands er í þessari öru þróun í samanburðinum. Þá eru settar á blað hug- myndir um vinnslufyrirkomlag þessa málaflokks. - Heimildalisti og fleiri upplýsingar fylgja með. Seinni skýrslan heitir: Sjálfbærni íslenskra hús- bygginga; II. Hluti; og var henni lokið nú í mars 1999. Hér eru rifjaðar upp meginforsendur sjálfbærrar þróunar. Komið er inn á framtíðarsýn íslensks byggingar- iðnaðar árin 1998 -2005. Nýtt skilgreiningarlíkan fyrir sjálfbærnismat bygginga: Umferðarmiðstöðin er kynnt. Möguleg framkvæmdaáæltun á árunum 1999 - 2014 í átt til meiri sjálfbærni íslenskra bygginga er sett fram. Spurningalisti um viðhorf byggingariðnaðarins til þessarar áætlunar er í skýrslunni og niðurstöðu þeirrar skoðanakönnunar kynntar. Heimildalisti og fleiri upplýsingar fylgja með. Unnt er að nálgast skýrslurnar hjá Tilraunstofu burðarforma, P.O.Box 1464 - IS 121 Reykjavík - fax 566 8333 - eða tölvupóstfang: kingdome@mmedia.- is Frá og með 5. maí 1999 verða skýrslunar tilbún- ar til sendingar - og verða þá einnig til á ensku. Verð á hverri skýrslu með sendingarkostnaði er 1.710,- (á íslensku) og 2.490.- (á ensku). ■ 43

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.