AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Page 69
Farangursflekkun
Miðað er við að nota sjálfvirkt farang-
ursflokkunarkerfi í Bláu tillögunni. Sér-
fræðingar telja minna rekstraröryggi
fylgja því. Ennfremur er stofnkostnaður
verulega hærri og ekki er nægjanlegur
sveigjanleiki í kerfi hvað varðar flokkun
farangurs á áfangastaði.
Innri starfsemi
Umferðarleiðir í Bláu tillögunni eru
mjög stuttar og er það kostur. Hins
vegar eru þær mjög þröngar og gætu
því hamlað flæði á háannatíma. Leiða
má líkur að því að stækka þurfi Bláu
tillöguna. í Gráu tillögunni eru umferðar-
leiðir góðar en lengri en í þeirri Bláu.
Fyrirkomulag vegabréfaskoðunar í
Bláu tillögunni hefur nokkra annmarka
að mati sérfræðinga. Erfitt getur verið
að mynda og hafa stjórn á biðröðum fyrir
framan skoðun. Sveigjanleiki rýmis þar
er takmarkaður. Biðsvæði fyrir farþega
eru í báðum tillögunum góð og ágæt-
lega staðsett. Gráa til- lagan gefur hins vegar
möguleika á því að innrita farþega í flugvélar inn á
biðsvæði. Þetta styttir afgreiðslutíma flugvéla. í
Bláu tillögunni er flæði utan-Schengen farþega
frá biðsvæði beint niður rúllustiga og/eða stiga að
útgöngum. Tefjist afgreiðsla við útgang veldur það
tregðu og vandræðum. Tenging núverandi út-
ganga 5 og 6 í báðum tillögunum er góð og fellur
vel að heildarlausn.
Útleigusvæði Bláu tillögunnar er mun minna en í
hinni Gráu. í fyrsta áfanga er svigrúm til stækkun-
ar á útleigusvæðum í Bláu tillögunni takmarkað.
SAMANBURÐUR A ÁÆTLUÐUN
KOSTNAÐI
Áætlaður stofnkostnaður við Gráu tillöguna
er því lægri sem nemur:
Miðað við áætlun höfunda: 316 m.kr.
Miðað við áætlun ráðgjafa: 578 m.kr.
Við þetta bætist að farangursflokkunarkerfi Bláu
tillögunnar kostar um 380 m.kr. meira en hinnar
gráu. Hér er miðað við áætlun tillöguhöfunda. Út-
leigurými í Gráu tillögunni er stærra og gefur tilla-
gan af sér meiri tekjur. Frumathuganir benda til
þess að ekki sé marktækur munur á rekstrarkostn-
aði tillagnanna og hefur hann því ekki áhrif á
samanburð. Ljóst er að báðar tillögurnar eru yfir
þeim kostnaðarmarkmiðum sem verkkaupi hefur
sett sér.
Við samanburð á áætluðum kostnaði var stuðst
við áætlanir tillöguhöfunda og kostnaðargreiningu
tveggja verkfræðiráðgjafa á vegum Framkvæmda-
sýslu ríkisins. Það lágu því þrjár áætlanir fyrir við
hverja tillögu þegar samanburðurinn var gerður.
Áætlunum þessum bar mjög vel saman. Innifalið í
áætlun er fullfrágengin bygging ásamt flughlöðum
og almennum kostnaði. Undanskilið í áætlun eru
aðgerðir í núverandi byggingu, búnaður, sérkerfi
og farangursflokkunarkerfi.
Áætlaður kostnaður m.kr. án vsk
blá grá
áætlun tillöguhöfunda 2.852 2.536
áætlun ráðgjafa 3.208 2.630
BREYTT ÚTFÆRSLA Á TILLÖGU
71154 (6RÁ)
Tillöguhöfundar Gráu tillögunnar lögðu fram
umbeðnar upplýsingar þann 19. mars 1999. Með
þeim upplýsingum fylgdi einnig tillaga um breytta
áfangaskiptingu og hugmyndir um hvernig gera
mætti útganga 1-4 á núverandi landgangi tvö-
falda, ásamt tillögum um breikkun hans. En sú
staðreynd hve þröngur hann er veldur erfiðleikum
í rekstri flugstöðvar.
Breyting á áfangaskiptingu felst í meginatriðum
í að uppsetningu tveggja landgöngubrúa er frest-
að til seinni áfanga. Við það styttast landgangar
og byggingarmagn minnkar um 1.000 m2. í stað
67