AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Page 31

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Page 31
byggingin skaöi ekki miðborgina. Einnig þurfa sam- göngur viö uppbyggingarsvæðið að vera tryggðar fyrir margvíslegar tegundir samgangna, ekki aðeins einka- bíl. Áhersla er lögð á að þangað sé greiður aðgangur fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur. Þessi áhersla landstjórnarinnar er mikill styrkur fyrir miðborgirnar. Verulegt fjármagn er einnig veitt til að endurgera og endurbæta miðborgir úr sérstökum sjóði sem fær fé úr landslottóinu. Þetta hefur gert mörgum borgum kleift að ráðast í endurbætur sem annars hefðu varla getað orðið að veruleika. Næstu skref Nú er verið að Ijúka deiliskipulagsvinnu fyrir miðborg- ina sem felur í sér veruleg sóknarfæri. í kjölfarið verður hægt að byggja upp og bæta það sem betur má fara t.d. við Laugaveg, aðalverslunargötu borgarinnar. Þær tillögur sem nú er ýmist búið að auglýsa eða eru á loka- stigi gera ráð fyrir a.m.k. 50-60 þúsund fermetra ný- byggingarmöguleikum. Til þess að slíkt verði mögulegt þurfa mörg hús að víkja fyrir nýjum. í miðborginni eru víða gömul og merkileg hús sem ástæða er til að varð- veita en um leið verður að vera hægt að breyta þeim og laga þannig að þau geti þjónað nútímanum. í sumum tilvikum getur verið nauðsynlegt að flytja hús á nýjan stað bæði til að það geti notið sín betur og til að eðlileg þróun geti átt sér stað í því umhverfi sem það er. Nauð- synlegt er að gera sér grein fyrir að verndun og upp- bygging verða að haldast í hendur. Til að stuðla að upp- byggingu í miðborginni hefur borgarráð nýlega sam- Þykkt að næstu fimm árin muni verða veittur verulegur afsláttur af ýmsum gjöldum sem húsbyggjendum er gert að greiða. Þannig mun 20% afsláttur verða veittur af gatnagerðargjöldum, bílastæðagjald í miðborginni verður aðeins 20% af því sem gerist annars staðar og bílastæðakröfur í atvinnuhúsnæði verður eitt bílastæði á hverja 50 fermetra í stað 35 annars staðar. í undirbúningi er bygging bílahúsa eða bílakjallara á fleiri en einum stað í miðborginni. Lengst eru komnar hugmyndir um bílakjallara undir botni Tjarnarinnar en einnig er verið að vinna að undirbúningi bílakjallara milli Laugavegar og Hverfisgötu við Barónsstíg. Auk þess er gert ráð fyrir bílakjallara undir tónlistar- og ráðstefnu- húsi við höfnina. Bílastæðaþörf nýbygginga í Skugga- hverfi verður að mestu mætt með bílastæðum undir byggingum. Þegar skipulagsvinnu í miðborginni lýkur á næstu vik- um og mánuðum ætti eigendum fasteigna í miðborg- inni, uppbyggingaraðilum og fjárfestum, í samvinnu við borgaryfirvöld, ekkert að vera að vanbúnaði að halda áfram við það mikilvæga verkefni að byggja upp og þróa miðborgina áfram til framtíðar. ■ CITY CENTRE DISTRICT COUNCIL- ROLE AND POSITION The City Centre District Council was established at the beginning of 1999, after the undertaking was proposed by the consulting firm of Bernard Engle Architects and Planners, who had been commissioned to work on a special development project in the area. A collaboration between interested parties from the City Centre District and City officials, the Mayor of Reykjavík chairs the Council, which consists of two representatives from the City of Reykjavík and three from the private sector. Initially set to function for two years, the Excecutive Committee of the City Council agreed in May 2000 to extend this period to the next local elections, or June 2002. A decision has not yet been reached as to whether the City Centre District Council will continue in its current structure or if changes will be made after the election. Role Until recently, the centre of Reykjavík has been hav- ing difficulties because of new shoppping centres developed in closer proximity to residential areas than the city centre. Many City Centre District shops closed and a general decline took place in the area. One of the most difficult periods was during the late 80's, when the Kringlan shopping mall opened. Although it is a small comfort, the midtown locations of many cities in Europe and America suf- fered from the same reasons as Reykjavík's city centre. It is the aim of the City Centre District Develop- ment Plan and the subsequent development to reverse this trend. It is intended that the City Center District Council and the City Centre District Manager 29

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.