AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Page 27
múrsteini, þakkantar og skyggni yfir
aðalinngangi eru klædd kopar.
Úthorn eru rúnnuð og lúta innveggir
á stöku stað sömu lögmálum.
Þessir taktar eru endurteknir við
endurgerð innandyra og um leið
gengið út frá því efnisvali og
litavali sem er ríkjandi. Þar sem allur
viður í hurðum var úr dökku tekki
var ákveðið að nota dökkan við
áfram. Ný viðargólf eru úr dökkum
merbau-viði og spónlagðir veggfletir
og innréttingar spónlagðir með
tekki. Annars eru allir aðrir fletir Ijósir
þ.e. veggir og loft máluð í Ijósum
litum og Ijósar flísar á baðher-
bergjum.
Ákveðið var að húsgögn og inn-
réttingar innandyra skyldu hönnuð
og smíðuð á fslandi. Skrifstofu-
húsgögn, hillur og skápar eru spón-
lögð með tekki, borðfætur og hillu-
berar eru úr ryðfríu stáli. Sama
gegnir um húsgögn og innréttingar
á móttökuhæð. Þar eru borðstofu-
húsgögn og stofuhúsgögn í sama
stíl.
Á þaki eru víðarpallar og sóltjöld til
varnar sólinni á heitum dögum. Þar
eru einnig trjápottar sem skapa
vistlegt og hlýlegt yfirbragð.
Það sem haft var að markmiði í
upphafi var að íslensk hönnun fengi
notið sín í meira mæli en verið hefur
fram að þessu í íslenskum sendi-
ráðum erlendis, ef frá er talið
sendiráð íslands í Berlín, sem
nýverið var reist. Á Norðurlöndum
hafa lengi verið í gildi ákveðnar
vinnureglur við hönnun sendiráða
þar sem eitt meginmarkmiðið er að
húsakynni sendiráða endirspegli
sérstöðu landsins og undirstriki þar-
lenda hönnun, hvort sem það er á
sviði arkitektúrs, húsgagna-, eða
iðnhönnunar. Segja má að íslendin-
gar séu þessa dagana að fara inn á
þessa jákvæðu braut. ■
25