AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Page 46
Dr. Halldóra Arnardóttir, listfræðingur
Ljósameðferðarmiðstöð, 63,3° N
Er hér komin ný bygginga-
gerð baðhúsa?
Lokaverkefni Pablo Sáiz Sánchez frá arkitektaskólanum í Madrid.
Baðlaugar eru hluti af lífsháttum
íslendinga hvort sem þær eru heitt
hveravatn úr iðrum jarðar í náttúru-
legu umhverfi eða heitu pottarnir í
sundlaugunum. Staðreyndin er sú
að vatnið hjálpar mönnum að slaka
á, að taka streituna úr öxlunum og
að endurnæra líkamann. Baðhús
þurfa ekki að vera sýndarmennska
duttlungafullrar tísku með alls kyns
tækjabúnað fyrir vatnaveislur. þau
eiga rætur sínar að rekja til frum-
þarfar mannsins - að þvo sér og að
slaka á í vatninu. Snertingin við vatn-
ið er nokkurs konar helgi-athöfn,
kyrrlát og hljóð. Samtímis
byggist andleg upplifun á endur-
speglun Ijóssins í vatninu, birtunni
sem flæðir inn um móðukennt loftið
og gjálfur vatnsins. Andleg af-
slöppun er afleiðing heilsubaðsins.
það er kjarni málsins, heit böð eru
fyrst og fremst hugsuð fyrir
líkamann. Gert er ráð fyrir að eigin-
leikar vatnsins hafi jákvæð líkamleg
áhrif og með vellíðan líkamans
skapist andlegt jafnvægi. Meðferð
gegn þunglyndi og depurð,
vanheilsu sem ber hvað mest á í
svörtu skammdeginu, er vandmeð-
farin. Helsta ráðið fyrir marga er að
fara upp í flugvél beint á hlýja
sólarströnd. En ef til vill er hægt að
taka undir að þegar neyðin er
stærst er hjálpin næst?! Eftir að
hafa heillast af landinu og spjallað
við landann, fannst Pablo Sáiz
Sánchez(Netfang:psaizOO@wanado
o.es) að þörf væri fyrir nýja gerð
baðlauga. Út frá þeirri hugsun
þróaði hann lokaverkefni sitt frá
arkitektaskólanum í Madrid og
fjallaði um hvernig Ijósið og birtan
væru óhjákvæmilegur hluti að
efnivið baðlauganna gagnvart því
að hrekja burt þunglyndi vetrarins.
Lækníngarmáttur birtunnar Ljósa-
meðferðarstöðin 63,3° N, við jaðar
Skeiðarársands sunnan Skaftafells
við lón Ingólfshöfða, var
lokaverkefni Pablos árið 1999 frá
arkitektaskólanum í Madrid.
Verkefnið fæddist á námsferðalagi
til íslands frá Bartlett arkitekta-
skólanum í London árið 1995 en
Pablo var þá einn þeirra nemenda
sem kom til landsins með algjörlega
frjálsar hendur um val á viðfangs-
efni. Hann heillaðist af lágri birtu
vetrarsólarinnar sem myndaði
óendanlega skugga sem loddu við
landið eins og þykkur vökvi. Hann
uppgötvaði líka hvernig þungi
vetrarmánaðanna lagðist á fólk og
hvernig heita vatnið var ómissandi
þáttur lífsviðhorfs þess. Hann hafði
líka lesið vísindagreinar um mátt
Ijóssins gagnvart sálarástandi fólks
og fékk fljótlega þá hugmynd að
gera tillögu að meðferðarmiðstöð
þar sem fólk kæmi til þess að baða
sig í Ijósi. Allt hugsað sem fyrir-
byggjandi vörn og meðferð gegn
kvillum árstíðabundins þunglyndis
vetrarins. Grunnhugmynd
verkefnisins var að vinna með eigin-
leika landsins og birtuskilyrði þess,
að athuga sambandið milli Ijóss og
rýmis, rýmis sem grundvallast af
flæði Ijóssins. Margar spurningar
komu upp í hugann um það
hvernig maðurinn skynjar Ijósið og
hverjar breytingarnar verða á rýminu
eftir ferli sólarljóssins. Til þess að fá
svar við þeim spurningum var það
grundvallaratriði að skapa umhverfi
hlaðið birtu. Pablo ákvað að stað-
setja miðstöðina þar sem birtu-
skilyrði væru ákjósanleg, við ósa
Skeiðarársands niður af Vatnajökli.
Hún myndi opnast til suðurs, á
móts við lón sem fengi það hlutverk
að endurspegla og fanga Ijósið. Á
þessum stað breiðir uppspretta
birtunnar úr sér: suðrið, lónið og
himinninn hjálpa til við að opna
gáttir Ijóssins. Breitt er yfir skugga-
myndir landslagsins, norður-
áttarinnar og biksvarts sandsins.
Ljósameðferðarmiðstöðin stendur á
sjálfstæðum palli sem hvílir á háum
burðarstoðum þannig að vatnið
getur runnið óhindrað undir henni
og landið liggur ósnortið undir
pallinum, sem klæddur er upp-
hleyptum glerflísum. Ofan á honum
er tveimur gerðum sundlauga
fyrirkomið, annars vegar sund-
laugum sem lýstar eru bæði með
náttúru-/rafmagnsljósí og hins vegar
sundlaugum sem einvörðungu eru
lýstar með rafmagnsljósi og gestir
njóta heita vatnsins undir berum
himni. Pallurinn sjálfur fangar Ijósið.
Hlutföll og hönnun hans stuðla að
því að yfírborðið nái hámarksafköst-
um á þeim degi þegar sólin er
lægst á lofti, á vetrarsólstöðum.
Þetta kemur jafnvel fram í lögun
pallsins sem fær form sitt af
skugga skermanna sem endurkasta
Ijósinu og verður þar með and-
skuggi þeirra. Hlutí Ijóssins er
leiddur að skermunum sem stað-
settir eru á norðurhluta pallsins.
44