AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Saqqummersitaq pingaarneq:

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Qupperneq 56

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Qupperneq 56
Einar Karl Haraldsson, ritstjóri Hringvegur um h öf u ð bo rg arsvæð i ð Brúum sund, borum göng 20.desember 2002 staðfesti umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, Aðalskipulag Reykjavíkur og Svæðisskipulag höfuðborgar- svæðisins 2001 - 2024. Að baki þessum plöggum liggur mikil vinna og þau eru tímamótaverk að tvennu leyti. Annars vegar vegna þess að aldrei áður hefur orðið jafn víðtæk og frjó umræða um borgar- skipulag og byggðaþróun í Reykjavík og á undirbúningsstigum þess, umræða með þátttöku jafnt lærðra sem leikra sem segja má að leitt hafi til stefnubreytingar. Hins vegar vegna þess að í fyrsta skipti var efnt til samstarfs Reykjavíkur og 7 nágrannasveitarfélaga um svæðisskipulagið, sem er viður- kenning á þeirri staðreynd að höfuðborgarsvæðið er eitt atvinnu- svæði og fyrirsjáanlegt er að byggð- in vex saman og verður að einni heild á næstu áratugum. Því er aukið samstarf sveitarfélaganna óhjákvæmilegt á æ fleiri sviðum, ekki síst skipulagssviðinu. Óútkljáð deilumál Staðfesting umhverfisráðherra á skipulagstillögunum þýðir þó ekki að öll mál séu til lykta leidd og mestum vanda veldur staða Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. Samgönguyfirvöld eru andvíg fyrirætlunum Reykvíkinga um að leggja flugvöllinn niður og reisa miðborgarbyggð á svæðinu, þrátt fyrir æ minni nýtingu vallarins og viðvarandi samdrátt í innanlands- flugi. Umhverfisráðherra hefur því skipað nefnd sem fær hið sérkenni- lega hlutverk að gera tillögu um landnotkun í Vatnsmýrinni sem Reykvíkingar hafa þegar komist að niðurstöðu um, m.a. í almennri atkvæðagreiðslu vorið 2001. Þar með hunsar ráðherrann meirihluta- vilja borgarbúa og borgarstjórn og ýtir undir nýjar deilur um mikil- vægasta byggingarland Reykjavíkur. Hitt málið sem enn er óútkljáð er lega Sundabrautar yfir Kleppsvík þar sem ríki og borg eru einnig á öndverðum meiði. Ríkið leitar að ódýrustu framkvæmdinni en borgin vill bestu lausn með framtíðar- skipulag Reykjavíkur í huga. Besta úrlausn fyrir höfuðborgina Reykjavík þjónar þeim markmiðum sem sett eru fram í Aðalskipulags- tillögunum nýstaðfestu. þar er Reykjavík ætlar að vera bæði vist- væn og alþjóðleg höfuðborg og til þess að svo megi verða er forgangsatriði að „efla meginkjarna borgarinnar sem kjarna höfuð- borgarsvæðisins og landsins alls.” þétting byggðar og endurreisn miðborga er lykilorð í framsæknustu skipulagsvísindum okkar daga. 50 ára yfirsýn En hefjum okkur nú til flugs yfir höfuðborgarsvæðið og reynum að sjá 25-50 ár fram í tímann því brúin yfir Kleppsvík verður að endast í það minnsta svo lengi. Henni er ekki ætlað það hlutverk að leysa einn umferðarhnút í borginni til bráðabirgða, hún er aðeins fyrsta brúin af mörgum sem eiga að greiða leið núverandi og væntan- legra borgarbúa í norðurkjör- dæminu og Mosfellsbæ, sem og Vest-lendinga og Norðlendinga að hjarta höfuðborgarinnar og miðju höfuð-borgarsvæðisins alls. En hvað um þá sem koma úr hinni áttinni? Og hvar er hin landfræði- lega miðja frá Kjalarnesi í norðri til Hafnarfjarðar í suðri? Hún er í reynd grunnsævið í Skerjafirði og í radíus út frá því Melarnir og gamli Miðbærinn, Öskjuhlíðin, Kársnesið og það sem mestu skiptir: tvö stór lítt byggð svæði, flugvallar-svæðið í Vatns-mýrinni og Álfta-nesið. Þarna eru kjörlendur fyrir framtíðarbyggð höfuðborgar-svæðisins, sem brosa hver við annarri yfir Skerjafjörðinn en nes og tanga þarf að tengja með landfyllingum, brúm og göngum alveg á sama hátt og menn sjá slíkar lausnir fyrir sér norðan Reykjavíkur. Með slíkri hringleið verða til greiðar götur inn að hjarta höfuðborgarinnar jafnt úr suðri sem austri og norðri. Miðja höfuðborg- arsvæðisins það er afar mikilvægt að fyrsti áfangi Sundabrautar verði lagður í samhengi við framtíðarmöguleika sem hér hefur verið lýst. Það hefur verið tekin sjálfsögð og stefnu- markandi ákvörðun um að efla miðborg Reykjavíkur sem miðju höfuðborgarsvæðisins og landsins alls og þangað verður að vera greiðfært úr öllum áttum. Það er beinlínis háskalegt að beina sífellt meiri umferð eftir einni meginæð vestur nesið sem Reykjvík liggur á og brýn nauðsyn út frá öryggi borgarbúa að henni sé dreift á fleiri stofnbrautir. Besta tenging Sunda- brautar við Sæbraut er því stórkostlegt hagsmunamál höfuð- borgarbúa, jafnt með umferðar- sem öryggissjónamið í huga. Og þar sem nesið þrengist og mjókkar verður að setja þjóðveginn í stokk. Það ætti ekki að vefjast fyrir þjóð, 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.