AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Saqqummersitaq pingaarneq:

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Qupperneq 70

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Qupperneq 70
Guðjón Bjarnason arkitekt og myncllístaimaður New húsið íbúðaformið endur-skil- greint Fyrirhugað byggingarverkefni að Mýrargötu 26 sækir innblástur sinn til þess samfélagsforms er tíðkast í stórborgum s.s. London og New York þar sem iðnðarrýmum hefur um langt skeið með ágætum árangri verið breytt í vinnustofur listamanna og síðan í íbúðir. Heil hverfi hafa byggzt upp með þessu móti, t. a.m Soho og Chelsea í New York. Svæði þessi og byggingar hafa undantekninga- laust orðið eftirsótt með tímanum enda fágætt að íbúðir séu allt í senn rúmgóðar og með mikilli lofthæð og stórum gluggum innan miðsvæða menningarborga. Einnig hafa slíkar byggingar oftar en ekki jákvætt yfir- bragð lista og menningar enda hafa listamenn og frumkvöðlar fyrri tíma skapað vöruhúsum tíðum ríkulega sögu. Verkefni þetta er HUGSMÍÐ teiknistofa og Guðjón Bjarnason aðalhönnuður hafa haft umsjón sem vísar til menningar- sögu og reynslu af breytingum á vöruhúsum er liggja við hafnarsvæði víða um lönd. Hönnuðir kusu að kalla það New York húsið, eða NY til hagræðis og hefur nafngiftin festst víð húsið en gamalgróin lenska er fyrir því hérlendis að kenna býli manna við erlendar stór- borgir. í NY húsinu, sem er tæpir 8000 m2 að stærð, verða á fyrsta stigi framkvæmda útfærðar u.þ.b. 40 Tillaga að nýju útliti. Proposed new exterior vinnustofur. Er hver eining frá 75- 160 m2 og eru vinnustofuíbúðir annarrar hæðar með 4.0 m lofthæð og þriðju hæðar með 5.70 m loft- hæð. Þær 18 vinnustofuíbúðir er hafa tæpa 6 metra lofthæð eru hver um sig aukreitis með 35 m2 milliofti er hefur stóran glugga tengdan innrýminu. í framhúsi við aðalinngang Mýrargötu verða u.þ.b. 13 smærri vinnustofur og skrifstofur auk fyrirhugaðrar kaffiteríu í suð- vesturhorni í tengslum við anddyri hússins. Framhúsið er teiknað árið 1971 af Sigvalda Thordarsyni arkitekt og honum til heiðurs endur- fært í hans stíl nema hvað karrýgult litavörumerki hans er fært í pönkaðra appelsínu-gulara litróf. Við suðausturhorn byggingar er 300 m2 salarrými með 8 m lofthæð og 6 metra háum gluggum. Yrði sá salur í tengslum við alla 2000 m2 jarðhæð hússins tilvalinn sem verslun eða safn af einhverju tagi en unnt væri að skapa þar fjölbreytta rýmis- tilfinningu er söfnum hæfir best. Vinnustofuíverurnar eru hafðar svo einfaldar sem unnt er í sniðum, höfuðáhersla er lögð á að láta lofthæð, útsýni og rýmiskennd njóta sín og láta notendur sjálfa um afganginn. Eru gluggafletir mjög stórir, 16-20 m2 og með svo fáum póstum sem unnt er. Útstæðar „franskar svalir” verða við glugga í framhaldi af inndregnum svölum og eru þær búnar innfelldri lýsingu er gefur skin inn í íbúðirnar í skammdeginu. Teiknistofan hefur leitast við að nýta nýjustu byggingaraðferðir og tærustu einföldun til að skapa sem mest rými á sem hagkvæmastan hátt en engu síður gefa nútímalegum inn- viðunum líflegt, bjart og kraftmikið yfirbragð. í vinnustofuíbúðunum eru einföld lítil eldhús en snyrtingar í yfirstærð. Eru vinnustofuíverurnar einstakar að þvi leyti hér á landi að gefið hefur verið vilyrði fyrir umsnúning á hefðbundinni útfærslu þjónustu- rýma; snyrting snýr að göngustræti sameignar en eldhús að aðalrými og skapast við það aukið athafnasvæði innan hverrar einingar og til móts við þann hóp fólks sem vinnur í sífellt ríkara mæli skapandi störf heima við. í húsinu verður netþjónn þannig að hægt er að 68
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.