Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 4

Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 4
4 Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa Þóra Leósdótttir formaður Þegar haustlægðirnar hrúgast yfir landið erum við flest í óða önn að koma okkur í þá rútínu sem fylgir rökkrinu. Þá er gott að fá Iðjuþjálfann 2022 upp á skjáinn. Ferða- fólkið er mætt til landsins, fyllir gangstéttir borgarinnar og vegi landsbyggðarinnar. Stríðsátök vegna innrásar Rússa í Úkraínu vara enn og ekki útséð með hvenær þeim lýkur. Afleiðingar innrásarinnar eru skelfilegar. Fyrir utan mannfall á vígvellinum og eyðileggingu í bæjum og borgum þá eru milljónir hraktar á flótta, að mestu konur og börn sem að auki eru í stöðugri hættu á að verða fyrir kynferðis ofbeldi og mansali því kvenfyrirlitningin er allt um kring. Hér á litla Íslandi er kjaravetur framundan og komandi viðræður verða óneitanlega litaðar af aðstæðum í efnahagsmálum hér á landi og í Evrópu. Má þar nefna afleiðingar orku- skorts, verðbólgu og óvissu með efnahagsástandið næstu misserin. Þótt við sem þjóð eigum næga orku til að hita okkar hús þá hefur kreppa á meginlandinu áhrif hér, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er því mikilvægara en nokkru sinni að tryggja kaupmátt launafólks á næsta kjara- samningstímabili. Þá er einnig brýnt að standa vörð um styttingu vinnuvikunnar. Í því sambandi þarf að hafa hug- fast að þar sem innleiðingin hefur gengið vel er styttingin augljós kjarabót fyrir launafólk. Á hinn bóginn er ljóst að enn þarf að sníða kerfið til og breytingaferlið heldur áfram, sérstaklega hvað varðar launafólk í vaktavinnu og mönnun í leikskóla og búsetuþjónustu. Kjaramálin Í ljósi nýrra laga IÞÍ hefur verið unnið að því að koma á lagg- irnar trúnaðarmannaráði. Í 18. grein segir: „Trúnaðarmannaráð er skipað trúnaðarmönnum og stjórn félagsins. Trúnaðar- mannaráð kýs samninganefnd úr sínum röðum sem ásamt formanni og varaformanni félagsins fer með forsvar við undir- búning og gerð kjarasamninga. Formaður IÞÍ skal alla jafna vera formaður samninganefndar félagsins.“ Í 14. grein segir jafnframt: „Stjórn skal beita sér fyrir því að trúnaðarmenn Kæra félagsfólk séu kjörnir á vinnustöðum. Heimilt er að kjósa trúnaðarmenn fyrir félagssvæði eða hluta þess ef starfsfólk á vinnustöðum uppfyllir ekki skilyrði um fjölda.“ Til þess að stuðla að fjölgun trúnaðarmanna hafa verið haldnir félagsfundir þar sem hvatt er til þess að iðjuþjálfar á vinnustöðum og félagssvæðum kjósi sér trúnaðarmenn. Að auki hefur verið sent ákall til félagsfólks um að kjósa trúnaðarmenn á sínum vinnustöðum eða félags- svæðum. Í kjölfarið verður trúnaðarmannaráð kallað saman og samninganefnd formuð. Undirbúningur kjaraviðræðna er þegar hafinn á vettvangi BHM. Samningar flestra aðildarfélaga eru lausir í mars 2023. Haldnir hafa verið fundir formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga þar sem hugmyndum er safnað og fyrstu drög að sameiginlegri kröfugerð mótuð. Mjög vel er haldið utan um þessa mikilvægu vinnu af hálfu kjaranefndar BHM og sér- fræðinga bandalagsins. Formannaráð sem samanstendur af formönnum 27 aðildarfélaga bandalagsins hefur samþykkt til- lögu þess efnis að formaður BHM, Friðrik Jónsson, fái umboð til að leiða viðræður vegna komandi kjaraviðræðna. Þannig áréttar formannaráðið mikilvægi þess að aðildarfélögin vinni þétt saman að sameiginlegum baráttumálum og hagsmunum hvað varðar breiðu línurnar. Tryggja þarf verndun kaupmáttar, efndir hins gamla loforðs um jöfnun launa á milli markaða, sem samkomulag er um frá 2016, auk þess að taka markviss skref í átt að því að leiðrétta skakkt verðmætamat á störfum kvenna. Stofnaður hefur verið starfshópur um stöðu heilbrigðis stétta innan BHM sem mun beina sjónum að launasetningu félags- fólks innan aðildarfélaga í heilbrigðisgreinum og stöðunni í menntun og mönnun. Það er því óhjákvæmilegt að taka samtal um grunnröðun starfa í stofnanasamningum hjá heil- brigðisstofnunum ríkisins. Vísbendingar eru um að störfum sérfræðinga sem tilheyra heilbrigðisstéttum sé almennt lægra raðað en öðrum með sambærilega menntun að baki. Formannspistill:

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.