Iðjuþjálfinn - 2022, Side 11
1. tölublað 202211
rækta sitt eigið land og vera sjálfbær með matvæli að mestu.
Ég er með hænur hérna og fullt af dýrum og hér búum við á
þessari fallegu UNESCO Biosphere-eyju í Eystrasaltinu í húsi
með stráþaki frá árinu 1700 og mér hefur sjaldan liðið betur!“
Framsækin ráðgjafastörf í ýmsum löndum
Þegar Kristín var flutt til Manar hóf hún að sinna ráðgjöf til
sveitarfélaga og til að kenna við Professionalhöjskolen Absa-
lon námskeið sem heitir „Innovative health solutions“ og
er þverfaglegt framhaldsnám fyrir iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara,
hjúkrunarfræðinga og lækna sem vilja læra um framsækna
tækniþróun í heilbrigðismálum. „Sú ráðgjöf sem ég veitti innan
sveitarfélaga í Danmörku spannaði allt frá því að taka að mér
fræðslumál allra iðjuþjálfa í Guldborgsund Kommune yfir í að
veita ráðgjöf er vörðuðu einmanaleika karlmanna á aldrinum
65 og upp úr í Sorö Kommune. Ég var einnig í sérverkefnum
og prófunum á tækniúrlausnum inni í spítalakerfinu fyrir einka-
fyrirtæki,“ lýsir hún.
Núna starfar Kristín sem „innovative health consultant“ eða
ráðgjafi í nýsköpun í heilbrigðis- og velferðarþjónustu fyrir hið
íslenska fyrirtæki Kara Connect og sér um erlendan markað
fyrir þau, hingað til mest á Írlandi, að innleiða Köru inn í írska
heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið og þróa ný verkefni.
„Ég hef störf fyrir Kara Connect árið 2020 og átti það upp-
haflega að vera stutt verkefni til þriggja mánaða, þar sem ég
kæmi að ráðgjöf og innleiðingu Köru inn á írska markaðinn.
Það gekk svo glimrandi að ég er nú komin í fullt starf og þar
með er starfið hjá Kara orðið mitt aðalstarf.“
Fyrst og fremst iðjuþjálfi í hjartanu
Heimsfaraldurinn hafði víðtæk áhrif á ýmsum sviðum. „Breyttar
aðstæður hjálpuðu fyrirtækjum eins og Köru sem sérhæfa sig
í öruggum tæknilausnum fyrir starfsfólk í heilbrigðis- og vel-
ferðarþjónustu. Við erum mikið að vinna í innri miðlun eða vel-
ferðartorgum fyrir fyrirtæki og huga að heilsu og velferð starfs-
manna og það er eitthvað sem ég brenn mikið fyrir. Við vitum
nú t.d. að covid hefur haft veruleg áhrif á kulnun, álag í starfi,
áhuga, orku og hugræna þreytu og að ⅔ af þeim sem upplifa
kulnun eru konur með meðalaldur 45 ár,“ útskýrir Kristín.
„Hjá Köru erum við alltaf að vinna að því að einfalda aðgengi
að stuðningi og geðheilbrigðismeðferð. Hugtakið geðheil-
brigði vísar hér í fjölda áskorana í daglegu lífi hjá starfsfólki.
Rannsóknir sýna að 70% starfsfólks sem þarf á aðstoð að halda
þarf ekki stuðning heilbrigðisstarfsmanna heldur annars konar
stuðning eða hjálp og þar komum við inn í. Þessi verkefni erum
við að vinna bæði á Íslandi og á Írlandi þar sem við erum t.a.m.
að auðvelda aðgengi 260.000 írskra starfsmanna hinna ýmsu
stórfyrirtækja að þverfaglegum meðferðarúrræðum í gegnum
Kara Connect. Þetta er alveg stórkostlega flott verkefni sem
ég er stolt af að taka þátt í,“ segir Kristín.
Þrátt fyrir margt nýtt og framandi er iðjuþjálfunarhugsjónin
ávallt til staðar hjá Kristínu. „Ég upplifi að ég sé í raun að iðju-
þjálfast á hverjum degi vegna þess að lykilfókusinn er eftir
sem áður að auðvelda aðgengi að hjálp svo það geti stundað
sína iðju, hver svo sem hún er. Þetta er mjög sértækt auðvitað
en ég segi alltaf, fyrst og fremst er ég iðjuþjálfi í hjartanu, allt
sem ég geri er með það að leiðarljósi, að fólk geti stundað sína
iðju. Og það skiptir ekki máli hvað maður tekur mikla umfram-
menntun, ef þú ert einu sinni smitaður af þessari iðjuþjálfa-
bakteríu þá ertu bara þar. Og allur fókus, þú ert alltaf með
þessi gleraugu á þér.“