Iðjuþjálfinn - 2022, Síða 15

Iðjuþjálfinn - 2022, Síða 15
1. tölublað 202215 Faglegar áherslur og hugmyndafræðilegur grunnur Á upphafsárum iðjuþjálfunar hér á landi voru nokkuð skýr skil á milli þjónustu við fólk sem glímdi við geðrænar áskoranir og fólk með einkenni af líkamlegum toga. Nám á Norðurlöndunum var líka alla jafna tvískipt í takt við þetta og byggði fyrst og fremst á læknisfræðilega líkaninu. Náminu var auk þess víðast hvar skipt upp í bóklegt nám (líffærafræði, lífeðlisfræði, sjúk- dómafræði og iðjuþjálfunarfræði) og verklegt athafnanám (handverk og verkstæðisvinnu). Auk þessa var vettvangsnám á heilbrigðisstofnunum undir handleiðslu reyndra iðjuþjálfa. Íhlutun iðjuþjálfa snerist annars vegar um að kenna og þjálfa fólk í að nota breyttar aðferðir og hjálpartæki við athafnir dag- legs lífs og hins vegar um að styrkja undirliggjandi líkamlega og sálræna starfsemi með iðkun ýmissa athafna, sér í lagi hand- verks. Þá var skjólstæðingum einnig leiðbeint um fyrirbyggjandi aðferðir og breytingar á efnislegu og félagslegu umhverfi til að koma í veg fyrir eða draga úr einkennum sem fylgdu ákveðnum skerðingum. Þessar áherslur eru áberandi í umfjöllun um fagið á fyrstu árum þess hér á landi (Þuríður J. Árnadóttir, 1976). Er líða tók á áttunda áratuginn jókst áherslan á félagslegt sjón- arhorn og umhverfi víðast hvar í hinum vestræna heimi. Í kjölfarið varð einnig eins konar afturhvarf til iðju er iðjumiðuð þjónustu- líkön litu dagsins ljós (Canadian Association of Occupational Therapists, 1997; Fidler og Fidler, 1978; Kielhofner, 1985). Nokkru síðar voru iðjuvísindi (e. occupational science) viðurkennd sem sjálfstætt rannsóknar- og fræðasvið við háskólann í Suður-Kali- forníu (Clark o.fl., 1991). Iðjuvísindi snúast um manneskjuna sem iðjuveru og þá áhrifaþætti sem þar koma við sögu. Iðjuþjálfafélag Íslands Undirbúningur að stofnun félags hófst í febrúar 1975. Þá voru átta iðjuþjálfar starfandi á landinu en lágmarksfjöldi stofnfélaga var 10 manns samkvæmt íslenskum lögum. Það mark náðist ári síðar og Iðjuþjálfafélag Íslands (þá skamm- stafað IÍ) var formlega stofnað þann 4. mars 1976 og fyrstu lög þess samþykkt (Iðjuþjálfafélag Íslands, 1976). Af þessum 10 félögum (sjá töflu 3) voru sjö með varanlega búsetu hér á landi. Félagið varð strax aðili að Heimssambandi iðjuþjálfa (World Federation of Occupational Therapy, e.d.). Verkefni í hinu nýja félagi voru mýmörg og allir félagsmenn sátu í fleiri en einni nefnd. Eitt af fyrstu verkefnum félagsins var verndun starfsheitisins iðjuþjálfi, en það markmið náðist ári síðar er fyrstu lögin um iðjuþjálfun birtust opinberlega (lög um iðjuþjálfun nr. 75/1977). Þá var kynning á iðjuþjálfun og ýmis önnur fagleg hagsmunamál, s.s. íslensk menntun, einnig strax ofarlega á baugi. Þó félagið væri fámennt í byrjun var starfsemi þess samt einstaklega blómleg enda að mörgu að hyggja. Útgáfa félagsmiðils hófst strax eftir stofnun félagsins, fyrstu fimm árin í formi fréttabréfa og fréttablaða sem síðar urðu að tímaritinu Blað-Ið árið 1980. Ákveðin atriði fengu strax fastan sess í þessum miðlum, s.s. félaga- og vinnustaðalistar og listi yfir íslenska nemendur erlendis og stöðu þeirra í námi. Þá var einnig nokkuð nákvæm útlistun á störfum iðjuþjálfa hér á landi og vel haldið utan um lausar stöður. Á níunda áratugnum urðu fagleg málefni meira áberandi og um tíma voru gefin út þemahefti þar sem ákveðin svið voru tekin fyrir. Sem dæmi má TAFLA 1. Fjöldi Iðjuþjálfa eftir starfsvettvangi á árunum 1975–1997. VETTVANGUR 1975 1980 1985 1990 1995 1997 Almenn sjúkrahús – innlagðir 4 4 11 22 21 24 Endurhæfingarstöðvar – innlagðir og göngudeild 4 9 18 27 28 30 Skólar og vinnustaðir fatlaðra 2 4 2 1 Svæðisstjórnir og sveitarfélög 1 1 4 8 Hjálpartækjamiðstöðvar og fyrirtæki 1 2 5 5 Annað 2 1 1 3 3 Samtals starfandi 8 15 34 57 63 71 Heimild: Guðrún Pálmadóttir, (1997) TAFLA 2. Fjöldi iðjuþjálfa eftir aldurshópum skjólstæðinga á árunum 1975–1997. SKJÓLSTÆÐINGAHÓPUR 1975 1980 1985 1990 1995 1997 Börn 1 4 10 10 12 Fullorðnir með skerðingu af líkamlegum toga 5 9 16 24 30 30 Fullorðnir með skerðingu af geðrænum toga 2 5 7 12 11 10 Aldraðir 1 5 7 7 10 Blandaður aldur 2 4 5 9 Samtals starfandi 8 15 34 57 63 71 Heimild: Guðrún Pálmadóttir, (1997)

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.