Iðjuþjálfinn - 2022, Page 16

Iðjuþjálfinn - 2022, Page 16
1. tölublað 202216 nefna hefti um öldrun, um helftarlömun og um gigt. Tímaritið fékk svo nýjan titil árið 1993 þegar „Iðjuþjálfinn“ kom út í fyrsta sinn. Íslenskum iðjuþjálfum fjölgaði hægt og ör umskipti félagsfólks erlendis frá gerði starfsemi félagsins að sumu leyti erfiðari en ella. Í mars 1978 voru 15 iðjuþjálfar búsettir á Íslandi, en aðeins 11 þeirra voru í starfi. Tveir íslenskir iðjuþjálfar voru þá búsettir erlendis og íslenskir nemar voru 10 talsins, níu á Norðurlöndunum og einn í Englandi. Samkvæmt aðalfundargerð 1979 voru haldnir sjö félagsfundir, sex fræðslufundir og ellefu stjórnarfundir auk ótal nefndarfunda það ár (sjá töflu 4 um nefndir). Efling samstöðu og félagsanda var ekki heldur látin sitja á hakanum og áhersla lögð á að hrista fólk saman og hlúa að fagfólki erlendis frá. Því voru einnig ýmsir félagslegir atburðir á dagskrá, s.s. árshátíðir að ógleymdri fjölskyldu útilegu sumarið 1979 (Margrét Sigurðardóttir, 1979). Þessi sterka samstaða varð einkenni stéttarinnar og hún skipti sköpum þegar á reyndi við að efla faglega stöðu hennar. Fagsjálf og fagleg ímynd Allt frá upphafi iðjuþjálfunar á Íslandi var rík áhersla lögð á að styrkja fagmennsku stéttarinnar og faglega ímynd hennar út á við og um leið að mæta þörf iðjuþjálfa fyrir aukna þekkingu og skilning á sérstöðu iðjuþjálfunar sem fags og fræðigreinar. Mikil áhersla var lögð á endur- og símenntun félaga sem deildu fúslega reynslu sinni, þekkingu og starfsaðferðum og efldu þannig kunnáttu og færni hver annars. Þá sá félagið einnig um að kaupa inn nýjustu fræðibækur um fagið auk þess sem fylgst var grannt með námi erlendis og íslenskum nemendum þar. Þegar líða tók á níunda tug aldarinnar fór að bera á óvissu innan fagsins er laut að fræðilegum bakgrunni og hlutverki iðjuþjálfa. Þá vildi brenna við að iðjuþjálfar ættu erfitt með að útskýra fyrir öðrum hvað iðjuþjálfun stæði fyrir og hver væri hugmyndafræðilegur grunnur hennar. Til að bregðast við þessu bauð félagið upp á ýmis metnaðarfull námskeið þar sem fengið var þekkt fræðafólk erlendis frá. Sem dæmi má nefna námskeið um íhlutunarkenningar árið 1987, MOHO-námskeið og námskeið um gæðatryggingu 1993, námskeið um faglega rökleiðslu 1995, um iðjumiðaða nálgun 1997 og um AMPS 1998. Hope Knútsson, sem var formaður félagsins fyrstu tvo áratugina, fékk oft fræðimenn til að stoppa á Íslandi á leið sinni milli Ameríku og Evrópu og kynna það nýjasta í faginu fyrir íslenskum iðjuþjálfum. Höfundar þessarar greinar gerðu einnig tilraun til að bregðast við þessum vanda með skrifum TAFLA 3. Stofnendur Iðjuþjálfafélags Íslands. NAFN NÁMSLAND/BORG HÓFU STÖRF Á ÍSLANDI Jóna Kristófersdóttir Danmörk, Kaupmannahöfn 1945 Kristín Tómasdóttir Danmörk, Kaupmannahöfn 1963 Hope Knútsson Bandaríkin, New York 1974 Sigríður Loftsdóttir Danmörk, Holstebro 1974 Anne Grethe Hansen Danmörk, Árósar 1974 Guðrún Pálmadóttir Danmörk, Árósar 1974 Hildegard Demleitner Þýskaland 1974 Margaret Demleitner Þýskaland 1974 Ingibjörg Ásgeirsdóttir Danmörk, Kaupmannahöfn 1975 Emelita O. Nocon Filippseyjar 1975 Heimild: Guðrún Pálmadóttir og Lilja Ingvarsson (2011) TAFLA 4. Nefndir á vegum IÞÍ stofnaðar á árunum 1976–1985. NEFNDIR ÁRTAL Stjórn 1976 Kynningarnefnd 1976 Hjálpartækja- og vörunefnd 1976 Launanefnd/kjaranefnd 1977 Trygginganefnd 1978 Nefnd um leiðarvísi um liðvernd 1978 Nefnd um leiðarvísi um starfstellingar og vinnutækni 1978 Nefnd um próf á vitrænni færni 1978 Bókasafnsnefnd 1978 Nefnd um iðjuþjálfun í heimahúsum 1979 Skólanefnd 1981 Ritnefnd 1982 Fræðslunefnd 1985 Úrklippunefnd fyrir 10 ára afmæli IÞÍ 1986

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.