Iðjuþjálfinn - 2022, Page 40

Iðjuþjálfinn - 2022, Page 40
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa40 Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi Þorkatla Elín Sigurðardóttir sálfræðingur Skynvitund - að skilja eigin skynjun Nýtt fræðslunámskeið fyrir börn og foreldra þeirra Við heyrum oftast talað um skynfærin fimm í daglegu tali. Það er sjón, heyrn, lykt, bragð og snertingu en sjaldan er talað um innri skynfæri líkamans sem eru þrjú og hvernig skynáreiti getur haft áhrif á líðan og hegðun barna og full- orðinna. Stundum verður skynáreitið á skynfærin það yfir- þyrmandi að það dregur fram ótta, vanlíðan og kvíða og þá reynist öllum erfitt að ætla sér að einbeita sér við ýmsa iðju eins og lærdóm, leika við vini eða festa svefn að kvöldi. Einnig getur sumt skynáreiti ekki náð athygli skynfæra svo börnum hættir til að ná ekki á salernið í tæka tíð, finna ekki fyrir hungurtilfinningu eða seddu, skynja ekki sársauka eða gera sér ekki grein fyrir hitastigi umhverfis og klæða sig ekki í samræmi við það. Börn og fullorðnir sem upplifa að þeirra skynjun á skynáreiti valdi þeim vanlíðan, kvíða, pirringi eða óöryggi eru mörg hver í þörf fyrir aukna vitund á eigin skynfærum. Það að skilja og átta sig á hvað er að gerast í líkamanum getur dregið úr neikvæðri upplifun. Það getur hjálpað þeim að vernda sig gegn óþarfa skynáreiti og að móta gagnlegar aðferðir til að takast betur á við þær áskoranir sem þeirra skynjun er að valda í ólíkum aðstæðum. Þegar við þekkjum aðferðir og hjálpartæki sem henta í aðstæðum stuðlar það að meiri vellíðan, ró, jafnvægi og þátttöku á eigin forsendum. Guðrún Hallgríms iðjuþjálfi og Þorkatla Elín sálfræðingur hafa mikla reynslu af því að vinna með börnum, ungmennum og fullorðnum sem hafa verið að upplifa ýmsar áskoranir tengt skynáreiti. Aukin skynvitund hefur reynst mörgum gagnleg aðferð til að ná að vera við stjórnvölinn í aðstæðum sem áður reyndust mjög krefjandi og óþægilegar. Þær munu bjóða upp á námskeiðið Skynvitund á þriðjudögum í vetur í Lífsgæðasetrinu St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Hægt er að nýta frístundastyrk upp í námskeiðsgjaldið og einnig bjóða mörg stéttarfélög upp á styrki tengt heilbrigðis- þjónustu. Námskeiðið hefst 20. september og enn er hægt að skrá þátttöku barns og foreldris á námskeiðið. Nánari upplýsingar má finna á heimastyrkur.is og hloduloftid.is Kynning:

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.