Iðjuþjálfinn - 2022, Síða 43
1. tölublað 202243
Training (þjálfun í félagsfærni, sjálfstjórn og siðferðisþroska)
fyrir leikskóla- og grunnskólanemendur. Við fórum í heilsuefl-
andi heimsóknir til aldraðra í sveitarfélaginu og margt fleira.
Nú starfa ég sem framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar
Austurlands og hef gert síðan 2013 þegar ég flutti aftur á
heimaslóðir, Egilsstaði. Ég hef alltaf verið stolt af því að vera
iðjuþjálfi og ég elska starfið mitt.
Ég á eina dóttur, tvo syni, einn ömmustrák og tengdason sem
ég er ákaflega stolt af. Ég á kærasta sem deilir útivistaráhug-
anum með mér en ég sæki næringu og orku í náttúruna allan
ársins hring. Fer mikið til fjalla í gönguferðir, fjallaskíðaferðir og
finnst fátt betra en að tjalda á fjallstoppum. Hef einnig gaman af
náttúruhlaupum, fjallahjóli og gönguskíðum, ásamt lestri góðra
bóka, tónlist og samverustundum með fjölskyldu og vinum.
Ég hef alltaf haft gaman af að takast á við nýjar áskoranir og
ögra sjálfi mér. Sem dæmi hjólaði ég Jakobsstíginn 2017, 900
km með vinum mínum á 13 dögum. Árið 2018 kláraði ég land-
vættinn í góðra vina hópi. Ég tók markþjálfunarnám hjá Pro-
fectus sem nýtist vel í mínu starfi sl. ár og um þessar mundir
er ég í fjallamennskunámi við Framhaldsskólann á Höfn (FAS).
Starfsendurhæfing Austurlands (StarfA)
StarfA var formlega stofnuð 14. nóvember 2007 af 18 stofnað-
ilum á Austurlandi.
Hlutverk StarfA er að veita starfsendurhæfingu einstaklingum
með heilsubrest sem standa utan vinnumarkaðar og eru að
leita sér leiða inn á hann aftur.
Hugmyndin er sú að þátttakandinn komi með virkum hætti að
sinni endurhæfingu strax í byrjun og beri þar með frá upphafi
ábyrgð á sinni endurhæfingu.
Við erum með þjónustusamning við Virk Starfsendurhæf-
ingarsjóð. Virk ráðgjafar á Austurlandi vísa einstaklingum í
endurhæfingu til okkar. Við erum einnig með samstarfssamn-
ing við VMST í markvissri atvinnuleit – virkni og vellíðan. Eins
getur félagsþjónusta sveitarfélaga vísað til okkar.
Mín helstu verkefni eru að bera ábyrgð á rekstri, rekstrar-
áætlun, ársskýrslu og daglegri starfsemi, ásamt að skipuleggja
dagskrá og úrræði. Stöðug endurskoðun þjónustuúrræða
í samræmi við þarfir, væntingar og upplifanir þátttakenda
hverju sinni, er afar mikilvæg.
Ráða starfsfólk, verktaka og gera verktakasamninga.
Vera í tengslum við fagfólk, stofnanir og atvinnurekendur.
Teymisfundir, læknafundir, rýnifundir með Virk ráðgjöfum o.fl.
Sinna ráðgjöf/samtölum við þátttakendur, stuðningi og
eftirfylgd. Samtölin fara gjarnan fram utandyra í náttúrunni
þegar við á.
Gera endurhæfingaráætlanir.
Sinni einnig sjálfseflingarnámskeiðum, s.s. í vinnuvistfræði,
félagsfærni og náttúrumeðferð.
Við nýtum ýmis matstæki, s.s. mat á starfshlutverki (WRI),
mat á starfsumhverfi (WEIS), mat á framkvæmd vinnu (AWP),
COPM, iðjuhjólið, hlutverka- og áhugalistann.