Iðjuþjálfinn - 2022, Page 48

Iðjuþjálfinn - 2022, Page 48
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa48 Sigríður Ósk Kamenova Þorbjarnardóttir iðjuþjálfi Til að gefa innsýn í líf mitt sem iðjuþjálfi þarf ég að byrja á að segja frá síðastliðnum þremur árum. Ég hef búið í Montana í Búlgaríu í 14 ár. Hér er akurinn fyrir iðjuþjálfun að miklu leyti óplægður en ekki alltaf auðvelt að fá aðgang að þessum akri, þó svo að margt hafi breyst síðustu ár. Eftir mikla leit að vinnu sem iðjuþjálfi byrjaði ég að vinna sem fóstra á barna- heimili fyrir börn með skerðingar. Skerðingarnar eru margs konar, frá börnum með Downs-heilkenni yfir í börn með svo miklar líkamlegar skerðingar að þau geta ekkert hreyft sig. Margar af líkamlegu skerðingunum eru vegna þess að þau ólust upp á barnaheimilum sem ekki eru leyfð lengur. Þar bjuggu um 200 börn á einu heimili og voru aldrei tekin fram úr. Aðstæður í Búlgaríu núna eru mjög góðar en viðhorfið er enn frá steinöld. Það var erfitt að komast framhjá stöðlum sem unnið var eftir og mér gekk erfiðlega að vinna með börnunum þá átta mánuði sem ég var á barnaheimilinu. Ég var lögð í einelti af sumu starfsfólki því ég var hvorki sammála ofbeldi gagnvart börnum né svelti sem leið til að refsa. Það var erfitt að horfa upp á aðstæðurnar en trúið mér þegar ég segi að ég gerði allt sem í mínu valdi stóð til að vera börnunum stuðningur og hjálp. Hendur mínar voru hins vegar að miklu leyti bundnar þar sem börnunum var refsað fyrir þá athygli sem ég veitti þeim. Ég hef haldið áfram að heimsækja heimilið síðan ég hætti og þessi börn munu alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Ég fékk hringingu frá sjálfum borgarstjóra Montana þar sem hann bað mig um að starfa í forvörnum gegn fíkniefnum og öðrum ávanabindandi efnum. Ég var upp með mér, orðin mjög andlega niðurbrotin eftir vinnuna á barnaheimilinu og tók því boði. Hér fékk ég tækifæri að fara inn í alla skóla í okkar héraði og kynntist börnum og unglingum í ýmiss konar vandræðum. Þar gafst tækifæri til að vera stuðningur fyrir þau sem höfðu ekki stuðning heima fyrir og beina þeim á rétta braut í lífinu. Ég vann með sjálfboðaliðum og fékk að kynnast skólastarfi frá öðru sjónarhorni. Krakkarnir voru hreinskilnir og opnir varðandi líf sitt svo ég fékk góða innsýn í hvernig það er að vera barn og unglingur í Montana. Á þessum tíma hjálpaði ég borginni að sækja um Evrópusamstarf í samvinnu við Hringsjá á Íslandi um að stofna æskulýðsmiðstöð í Montana. Þegar ég var búin að vinna í ár í forvörnum byrjaði samvinnan við Hringsjá formlega og borgarstjórinn bauð mér að vera í teyminu sem æskulýðsleiðtogi. Þetta hljómaði skemmtilega og ég tók því sem enn öðru tækifæri. Borgarstjórinn kom með í heimsókn til Íslands, fékk innsýn í annan og einstakan hugs- unarhátt Hringsjár og sá ýmislegt sem er ábótavant hjá okkur í Montana. Heimsóknin gekk vonum framar, samstarfið er enn í fullum gangi og við hlökkum mikið til að halda því áfram. Ég stoppaði hins vegar stutt á æskulýðsmiðstöðinni því fimm dögum eftir að ég byrjaði þar boðaði borgarstjórinn mig enn og aftur á fund og sagði mér að það hefði losnað pláss í stjórn- sýslunni. Hann bað mig um að taka við starfi sem sérfræðingur í fjárfestingarstefnu og félagssamtökum í Montana. Ég bjóst alls ekki við þessu tilboði og var tvístígandi því mig langar helst til að vinna á gólfinu, sérstaklega með börnum, og var ekki viss hvort þetta væri eitthvað fyrir mig. Hann var þó alveg sannfærður um að starfið myndi henta mér og að reynsla mín myndi nýtast mér vel. Smátt og smátt sá ég að hann hafði rétt fyrir sér. Ég var búin að kynnast nær öllum stofnunum Montana og ég vissi hvað var gott og hvað vantaði. Ég gat komið með hugmyndir að verkefnum sem borgin ætti að fjárfesta í, gat sótt um námskeið fyrir starfsfólk skóla og annarra stofnana eins og barnaheimilisins. Ég vinn mjög náið með varaborgar- stjóra Montana og er hann yfir allri samfélagsþjónustu borgar- innar. Þessi samvinna þýddi að hendur mínar voru ekki lengur bundnar hvað varðaði ofbeldið og fleira á barnaheimilinu. Með tímanum gat ég deilt með honum hver staðan er inn á Starfið mitt: Iðjuþjálfun í Búlgaríu

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.