Iðjuþjálfinn - 2022, Síða 49

Iðjuþjálfinn - 2022, Síða 49
1. tölublað 202249 barnaheimilinu og fékk stuðning við að breyta verklaginu þar. Ég fæ einnig tækifæri til að hjálpa við ráðningar inn á þessar stofnanir og það er hlustað af miklum áhuga á mitt sjónarhorn vegna menntunar minnar sem iðjuþjálfi. Við höfum farið af stað með að byggja upp teymi, ráðið inn sérfræðinga til að vinna með starfsfólki, aukið sjálfboðastarf og sótt um fleiri verkefni hjá Evrópusambandinu í samstarfi við Ísland og aðrar þjóðir þannig að við getum lært af góðri reynslu og þekkingu annars staðar. Ég tek einnig á móti sendiherrum og öðrum erlendum aðilum sem gætu tekið þátt í okkar fjárfestingar- stefnu. Ég er umsjónarmaður samstarfs við ellefu systurborgir Montana, þannig að ég fæ að ferðast þónokkuð, bæði innan Búlgaríu og til annarra landa. Þegar ég var í iðjuþjálfanáminu var mér alltaf sagt að iðju- þjálfar gætu unnið alls staðar og virkilega unnið að bættum lífsgæðum á öllum sviðum. Ég er þakklát fyrir mína menntun og fyrir þá innsýn sem hún hefur gefið mér í líf fólks á öllum stigum samfélagsins. Að vera iðjuþjálfi gefur mér einstaka sýn á lausnir sem ég get núna nýtt á stjórnunarstigi borgarinnar, en það er hægt vegna þess að það er einhver tilbúinn að hlusta og gefa mér þetta einstaka tækifæri sem ég mun alltaf vera þakklát fyrir! Í námskeiðinu Fræðileg skrif og gagnreynt starf, sem kennt er á þriðja námsári í iðjuþjálfunarfræði, unnu nemendur fræðilega samantekt um efni að eigin vali. Samantektin flokkaðist undir kortlagningaryfirlit og var unnið eftir vinnulagi Arksey og O‘Malley (2005). Til að kynna niðurstöður sínar útbjuggu nemendur síðan veggspjöld sem við deilum hér með ykkur. Viðfangsefni þeirra eru fjölbreytt og eiga án efa erindi til starfandi iðjuþjálfa. Hér á eftir koma kynningarspjöld nemanna frá námskeiðinu. Við vonum að þið hafið gagn og gaman af. Linda Björk Ólafsdóttir og Sigrún Kristín Jónasdóttir, umsjónarkennarar námskeiðsins Fræðileg skrif og gagnreynt starf vorið 2022. Verkefni nemenda í iðjuþjálfunarfræði:

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.