FLE blaðið - 01.01.2018, Síða 8

FLE blaðið - 01.01.2018, Síða 8
8 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018 Í þessari grein er ætlunin að segja frá því helsta sem unnið hefur verið að á vettvangi félagsins síðastliðið starfsár. Efnið er byggt á skýrslum frá aðalfundi félagsins í nóvember síðast liðinn. Starfið hófst með árlegum stefnumótunarfundi sem haldinn var í sjöunda skipti en um er að ræða vinnufund þar sem mæta auk stjórnar, framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra nýkjörnir formenn allra nefnda. Auk þess komu til fundarins að þessu sinni meðlimir í ímyndanefnd stjórnar. Fundurinn gekk að venju vel og framlag félagsmanna til stefnumótunar á þessum fundi er ómetanlegt. Í þessu sambandi er afar ánægjulegt hve félagsmenn eru alltaf tilbúnir til að taka þátt í alls konar verk- efnum á vettvangi félagsins og ekki eingöngu það heldur er áberandi í öllum samræðum hve mjög félagsmenn eru áhuga- samir um þróun og viðgang stéttarinnar. Í framhaldi af fund- inum gekk stjórn frá starfsáætlun fyrir starfsárið framundan þar sem verkefnum var skipti niður á fundi ársins en stjórn hélt alls 11 fundi á starfsárinu. Fræðslan Félagið stóð fyrir samtals 22 atburðum á starfsárinu sem gáfu um 45 endurmenntunareiningar sem er örlítið minna en árið áður og munar þar mestu um að hádegisverðarfundum var fækkað. Heildarmæting á þessa atburði var rúmlega 1300 manns samanborið við tæplega 1500 árið áður. Á árinu voru haldin tvö námskeið í samvinnu við annars vegar Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og hins vegar við Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð. Fjölmennasta morgunkornið fjallaði um skilafresti Ríkisskattstjóra, fjölmennasta námskeiðið fjallaði um bundna eiginfjárreikninga og stærsta ráðstefnan var Reikningsskiladagurinn en þar mættu um 200 manns en svo margir hafa ekki mætt á einn viðburð síðast liðin 6 ár. neFndarstarF Að venju eru fastanefndir félagsins mikilvægur hlekkur í starfsemi þess og bera oft hitann og þungann af ákveðnum málefnum. Það má segja að aðalþungi nefndarstarfa hafi legið hjá Endurskoðunarnefndinni á liðnu starfsári þegar Reikningsskilanefndin var aftur á móti í aðalhlutverki á árinu þar á undan. Eftir mikil og stíf fundarhöld síðast liðið haust sendi nefndin frá sér fyrirmyndaráritanir undir lok árs byggðar á ISA stöðlum sem tóku gildi í árslok 2016 en þessar fyrirmyndir má finna á innri síðu félagsins. Fyrir utan hefðbundin störf Skattanefndarinnar þá má segja að frestir lögaðila og áherslubreytingar Ríkisskattstjóra í þeim efnum hafi tekið mestan tíma nefndarinnar. Má þar punktar Úr starFsemi Fle Sigurður B. Arnþórsson er framkvæmdastjóri FLE og Margrét Pétursdóttir er fráfarandi formaður félagsins Við eigum þvert á móti að flagga því sem jákvætt er við fagið sem er: endalaus spennandi verkefni, gríðar- leg fjölbreytni, stöðug starfsþróun, tækifæri til að vinna með flottu fólki og til að kynnast atvinnulífinu, sveigjanlegur vinnutími, góð frí á milli álagstíma, starfsöryggi og svona mætti lengi telja

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.