FLE blaðið - 01.01.2018, Síða 9
9FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018
nefna þá breytingu að hverfa frá hefðbundnum frestlistum
og taka upp skilalista sem og styttingu á framtalsfresti. Störf
Gæðanefndarinnar hafa verið í föstum skorðum undanfarin
ár og hafa aðallega tengst yfirferð gæðaeftirlitsskýrslna en
lögbundið gæðaeftirlit er með störfum okkar undir yfirstjórn
Endurskoðendaráðs. Þá var sett á laggirnar Ungliðanefnd
félagsins sem er stjórnskipuð nefnd og ætlað það megin hlut-
verk að fá unga fólkið í stéttinni til að starfa með félaginu.
Ímyndarnefnd skilaði tillögum til stjórnar á árinu um aðgerðir
til að efla ímynd endurskoðenda og er til taks á hliðarlínunni
ef þörf verður á frekari aðkomu síðar. Stjórn lét, eins og kunn-
ugt er, framkvæma könnun á viðhorfi til stéttarinnar á síðasta
starfsári og hefur síðan verið að vinna úr niðurstöðu hennar
með ýmsum hætti.
eVrópureglugerð og ný lög um endurskoðendur
Stjórn félagsins skipaði á sínum tíma svokallaðan innleiðinga-
hóp sem hefur það hlutverk að koma að stefnumótun varðandi
innleiðingu á Evrópureglum um endurskoðun. Eins og fundar-
mönnum er kunnugt hefur vinnan við innleiðinguna dregist
mjög á langinn og hafa ýmsir úr okkar röðum komið að mál-
inu. Síðustu mánuði ársins voru haldnir fundir aðra hverja viku
í ráðuneytinu og erum við þar með tvo fasta fulltrúa. Þar sem
Ísland er utan ESB og EES hefur ekki enn tekið reglurnar til
afgreiðslu hefur hægt á ferlinu hér á landi. Í ljósi þess og vegna
nýlegra stjórnarslita hvarf þrýstingur frá ráðherra um að drög
að lögum um endurskoðendur lægju fyrir núna í nóvember eins
og áður stóð til.
Það er afar slæmt hve vinnan hefur tafist og það er mikið hags-
munamál fyrir stéttina að innleiðingin verði sem mest í takti
við það hvernig reglurnar hafa verið innleiddar víðast í Evrópu
en það var einmitt markmið fyrri ríkisstjórnar. Afstaða þeirrar
ríkisstjórnar sem nú mun taka við mun hafa veruleg áhrif á
starfsemi stéttarinnar og vonum við að ekki verði um að ræða
séríslensk íþyngjandi ákvæði við innleiðinguna.
Innleiðing þessara reglna á eftir að hafa mikil áhrif á þróun
starfa okkar og munum við leggja okkur öll fram við að hún
verði sem vönduðust. Til upprifjunar þá er ekki bara verið að
innleiða reglurnar inn í núverandi lög heldur er verið að endur-
skrifa lög um endurskoðendur í heild sinni. Sem dæmi, er útlit
fyrir að gæðaeftirlitið fari frá félaginu. Allavega vegna eininga
tengdum almannahagsmunum og jafnvel alfarið hinna líka.
Hvar eftirlitinu verður fyrirkomið er ekki ljóst og hafa ýmsir
möguleikar verið ræddir í því sambandi, t.d. Fjármálaeftirlitið.
Gæðaeftirlit er nauðsynlegur þáttur í okkar störfum en það er
ekki laust við að við höfum áhyggjur af því að umfang og kostn-
aður muni aukast mjög við þessa breytingu. Annað sem er útlit
fyrir að breytist er að félagsaðildin að FLE verði valkvæð og
ekki er ljóst hvaða áhrif það mun hafa.
Gleðistund og bros af hverju andliti
Ungliðanefnd: Sara Henrý, Gunnar Þór, Heiðar þór og Sif