FLE blaðið - 01.01.2018, Side 10
10 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018
Þá eru ónefndir gríðarlega mikilvægir þættir hvað varðar
einingar tengdar almannahagsmunum eins og árafjöldi sem
endurskoðunarfyrirtæki er heimilt að sinna sama verkefninu,
þak á því hvað er heimilt að innheimta fyrir aðra þjónustu en
endurskoðun, svokallaður „black list“ yfir verkefni sem endur-
skoðanda félags verður óheimilt að inna af hendi og ýmislegt
annað. Það er því afskaplega mikilvægt að við gætum vel að
hagsmunum stéttarinnar við innleiðinguna.
unga Fólkið og endurnýjun stéttarinnar
Löggildingarpróf til endurskoðunar voru haldin eins og venja
er í október. Að þessu sinni þreyttu 11 aðilar prófin og er það
áhyggjuefni hve fáir það eru en fjöldinn er mun minni en verið
hefur undanfarin ár. Nefndar hafa verið til sögunnar ýmsar skýr-
ingar, svo sem að lítið hafi verið um ráðningar á fyrstu árunum
eftir hrun og einnig hefur verið nefnt sem hugsanleg skýring að
umræða um hugsanlega endurskoðun fyrirkomulags prófa hafi
haft áhrif til fækkunar. Nú eru þetta bara getgátur en það er samt
ljóst að það fyrirkomulag að hafa prófið aðeins eitt í stað fjög-
urra áður er mjög íþyngjandi og þá sérstaklega þegar taka þarf
ákvörðun um að þreyta prófið í annað sinn. Endurskoðendaráð
hefur boðað að prófnefnd muni endurskoða fyrirkomulag prófa í
heild sinni en sú vinna hefur ekki hafist.
Umræða hefur farið ört vaxandi um það hverjar séu ástæður
þess að áhugi ungs fólks fyrir því að afla sér menntunar sem
endurskoðendur hefur minnkað. Það er ýmislegt sem kemur til
og eitt af því er að starfið þarf að verða meira aðlaðandi í augum
unga fólksins og samkeppnishæfara um kjör og er hér ekki um
séríslenskt vandamál að ræða heldur glíma, að því er virðist, flest
Evrópulöndin við þennan vanda og við honum verður að bregð-
ast. Erlendar kannanir hafa sýnt að brottfall nýútskrifaðra endur-
skoðenda úr faginu hefur að meðaltali styst úr 5 árum niður í þrjú
ár, og þá sérstaklega á uppgangstímum í þjóðfélaginu. Það að
endurskoðendur hafa á undanförnum árum leitað í auknum mæli
út í atvinnulífið þarf þó ekki endilega að vera slæmt fyrir stéttina
heldur sýnir það að menntun okkar og starfsreynsla er mikils virði
og er eftirsóknarverð.
Þetta er eitt af þeim efnum sem rætt hefur verið á vettvangi
Accountancy Europe og ýmislegt nefnt til lausnar. Eitt af því sem
rætt var á seinasta fundi þar var mikilvægi þess að við værum
góðar fyrirmyndir fyrir unga fólkið. Hvernig getum við ætlast til
að ungu fólki finnist eftirsóknarvert að verða endurskoðendur ef
við göngum um, buguð af áhyggjum og vinnuálagi og málum allt
sem svartast. Við eigum þvert á móti að flagga því sem jákvætt
er við fagið sem er: endalaus spennandi verkefni, gríðarleg fjöl-
breytni, stöðug starfsþróun, tækifæri til að vinna með flottu fólki
og til að kynnast atvinnulífinu, sveigjanlegur vinnutími, góð frí á
milli álagstíma, starfsöryggi og svona mætti lengi telja.
skilaFrestir Framtala og ársreikninga
Eins og fram kom að ofan voru skilafrestir á framtölum og árs-
reikningum til Ríkisskattstjóra og Ársreikningaskrár ofarlega á
baugi á starfsárinu og hafa fulltrúar stjórnar auk framkvæmda-
stjóra mætt á nokkra fundi hjá embættinu til að ræða þau mál.
Á þeim fundum hafa fulltrúar félagsins ítrekað talað fyrir kerfis-
breytingum í þá átt að skil á framtölum dreifist sem jafnast yfir
árið en þegar þetta er skrifað er ekkert slíkt væntanlegt og er
þá kostnaði við innleiðingu á nýju kerfi um kennt. Ríkisskattstjóri
Haustráðstefna - allir að fylgjast með Morgunkorn um 4 iðnbyltinguna
Aðalfundur, núverandi og fráfarandi formaður og framkvæmdastjóri