FLE blaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 12

FLE blaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 12
12 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018 Tilefni þessa greinarstúfs er nýleg skýrsla á vegum starfshóps innan OECD sem ber heitið Task Force on Tax Crimes and Other Crimes (TFTC). Skattrannsóknarstjóri tekur þátt í þessari vinnu og á sæti í hópnum. Eru þar settar fram í fyrsta sinn 10 leiðbein- andi meginreglur til handa stjórnvöldum aðildarlanda sem gagnast geta í baráttu þeirra gegn skattsvikum. Skýrslan tekur á lagalegum, stofnanalegum og stjórnsýslulegum þáttum sem OECD telur þurfa vera fyrir hendi til þess að ná sem bestum árangri í þeirri baráttu, bæði gegn skattsvikum og öðrum fjár- munalegum afbrotum. Skýrslan byggir á innsýn og reynslu 31 ríkis, þ. á m. Íslands. Fróðlegt er að kynna sér umrædda skýrslu til samanburðar við skýrslur sem starfshópar á vegum Fjármála- og efnahagsráðu- neytisins gáfu út í júní sl., annarsvegar um umfang skattundan- skota og tillögur til aðgerða og hinsvegar um milliverðlagningu og faktúrufölsun. Í þessu samhengi má einnig benda á skýrslu starfshóps sama ráðuneytis um eignir Íslendinga á aflandssvæð- um, sem birt var í byrjun árs 2017. Sé tekið mið af umfjöllunarefnum og þeim niðurstöðum sem fram koma í framangreindum skýrslum má draga þá ályktun að staða Íslands viðvíkjandi laga-, stofnana- og stjórnsýslulegri umgjörð, sé jafnfætis því sem best þekkist í nágrannalöndum okkar og að aðgerðir stjórnvalda í þessum málaflokki hafi verið í samræmi við ráðleggingar sem komið hafa frá OECD á undan- förnum árum. Hér á landi hafa á síðustu misserum bæði verið lögfestar reglur og sett verklag með það fyrir augum að sporna gegn skattsvikum og til að koma í veg fyrir alþjóðlega skattasnið- göngu, s.s. undirritun samkomulags um að taka upp sameigin- lega OECD - staðla varðandi upplýsingaskipti milli ríkja um eignir einstaklinga og lögaðila í fjármálafyrirtækjum. Er hér að nefna reglur um svokallaða CFC- löggjöf og reglur um milliverðlagningu og reglur sem tengjast svokallaðri BEPS - áætlun (Base Erosion meginreglur og aðFerðir til Varnar skattsVikum Guðmundur Skúli Hartvigsson, lögfræðingur hjá Skattrannsóknarstjóra ríkisins Að framangreindu virtu er óhætt að fullyrða að íslensk stjórnvöld taki fullan þátt í alþjóðlegu samstarfi í þeirri viðleitni að draga úr skattundanskotum, en betur má ef duga skal.

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.