FLE blaðið - 01.01.2018, Page 23
23FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018
Nú þegar við nokkrir félagar stöndum frammi fyrir því eftir ára-
tugi við endurskoðunarstörf að fara í svokallað frjálst sætaval á
okkar vinnustað, sem þýðir að við göngum ekki lengur að fastri
vinnustöð, þá datt okkur í hug að setja saman greinarkorn um
það hvernig vinnustaður endurskoðunarskrifstofa var þegar við
hófum þar störf fyrir um 40 árum. Jafnframt langar okkur til að
koma að nokkrum skemmtilegum sögum tengdum starfinu og
starfsferlinum.
Við byrjuðum allir á 20 ára afmælisárinu okkar á
Endurskoðunarskrifstofu Björns E. Árnasonar en sú skrifstofa
hafði þá aðsetur á 3 hæð að Tjarnargötu 16 með gott útsýni yfir
Tjörnina. Að sjálfsögðu fengum við allir að heyra brandarann
um að starf okkar fælist í því að skoða endur.
Starfsviðtal á þessum tíma fólst meðal annars í því að viðkom-
andi var spurður hvort hann hefði unnið í fiski og ef svarið var
já, þá var hann í framhaldinu spurður hvað hann hefði verið
með í bónus. Ef bónusinn hafði verið góður þá var viðkomandi
ráðinn.
Húsnæðið var gömul íbúð og var okkur komið fyrir í mis stórum
herbergjum, sumir voru í eldhúsinu, aðrir í svefnherbergjunum
og enn aðrir í stofunni. Stjórarnir, endurskoðendurnir Valur
Frjálst sætaVal eFtir 40 ár
Benóní Torfi Eggertsson, Halldór Arason, Stefán D. Franklín og Sigurður
Pálmi Sigurðsson eru endurskoðendur og góðir félagar
Ástandið á bókhaldinu er eins og að þú kæmir
á sveitabæ til að gelda hest og spyrðir. Hvar er
hesturinn sem ég á að gelda? og fengir svarið, hann
er upp á heiði þú verður að ná í hann sjálfur.
Dýralæknirinn náði það vel ábendingunni að
bókhaldið var mun betur frágengið árið eftir
Greinarhöfundar með gömul vinnuskjöl