FLE blaðið - 01.01.2018, Page 26
26 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018
urmatið reiknað miðað við kaupmánuð og verðbreytingarfærsl-
an reiknuð út frá peningalegri stöðu í ársbyrjun og árslok miðað
við verðbólgu innan ársins. Ef að rétt var reiknað, var hægt að
framreikna afkomu ársins skv. rekstarreikningi frá meðalverð-
lagi yfir á árslokaverðlag, bæta þeirri tölu við eigið fé 1.1. verð-
bætt frá ársbyrjun til ársloka og þá átti samanlögð tala að
stemma við eigið fé 31.12. Þessi aðferð var slík ánægjuupp-
spretta fyrir einn okkar að hann gat dundað sér við að reikna
þetta fram og baka og um hann fór sæluhrollur þegar ofan-
greind afkomuafstemming gekk upp. Frá þessum manni var
mikið tekið þegar verðbólgureikningsskilum var hætt frá og
með árinu 2003. Hann hélt persónulega að heimurinn myndi
hreinlega hrynja en ekkert slíkt gerðist, ekki frekar en tölvurnar
um aldamótin 2000.
Bæði Valur og Arnór voru góðar fyrirmyndir á sinn hátt og
stundum voru tilsvör Arnórs varðandi starfið ógleymanleg.
Eitt sinn vorum við að endurskoða bókhaldið hjá stórum við-
skiptavin á landsbyggðinni, sem fólst í því að við fórum yfir öll
fylgiskjölin og tékkuðum á því hvort þau væru rétt færð í bók-
haldinu, svokölluð fylgiskjalaendurskoðun. Starfsmaður við-
skiptavinarins kom í dyrnar á fundarherberginu þar sem við
vorum og spurði: Viljið þið ekki smakka kleinurnar á kaffistof-
unni. Nei takk, svaraði Arnór, það er nóg af þeim í bókhaldinu.
Starfsmaðurinn skildi strax hvað klukkan sló.
Dýralæknir sem var í viðskiptum hjá okkur kom með bókhalds-
gögnin í möppu til Arnórs og eftir að Arnór hafði flett möpp-
unni, þá spurði dýralæknirinn hvernig honum litist á. Arnór
svaraði: Ástandið á bókhaldinu er eins og að þú kæmir á
sveitabæ til að gelda hest og spyrðir. Hvar er hesturinn sem ég
á að gelda? og fengir svarið, hann er upp á heiði þú verður að
ná í hann sjálfur. Dýralæknirinn náði það vel ábendingunni að
bókhaldið var mun betur frágengið árið eftir.
Valur fékk líka sinn skammt af skemmtilegum uppákomum t.d.
kom eitt sinn viðskiptavinur sem rak verslun í öngum sínum til
hans og hafði meðferðis langt bréf frá skattstjóra þar sem
óskað var ítarlegra skýringa og gagna um hina ýmsu rekstarliði
sem höfðu verið færðir til frádráttar í skattframtali liðins árs.
Aumingja maðurinn bókstaflega skalf á beinunum og hafði
sennilega ekki alveg nógu góða samvisku yfir öllum tilfærðum
rekstarkostnaðinum. Valur reyndi að róa manninn og sagði
honum að þetta væri sennilega bara almennt tékk hjá skattin-
um og að hann hefði bara verið dreginn út þetta árið. Hrópaði
þá maðurinn upp yfir sig, gráti næst „og ég sem vinn aldrei í
neinum happdrættum !“
Önnur skemmtileg uppákoma var þegar fyrirtæki sem var í við-
skiptum við okkur lenti í lausafjárþörf og enginn skyldi af
hverju, þar sem viðskiptavinir þess greiddu yfirleitt á gjalddaga.
Eftir nokkra yfirlegu endurskoðandans kom i ljós að nýi reynslu-
lausi gjaldkerinn útbjó samviskusamlega innborgunarkvittun
sem hann fékk í bankanum, hefti síðan allar mótteknar ávísanir
sem tilheyrðu þessari innborgun við kvittunina, gataði síðan
allan bunkann og setti inn í möppu án þess að fara með þetta í
bankann. Í raun má segja að hin rafræna hugsun þessa gjald-
kera hafi verið langt á undan sinni samtíð.
Ávallt var mikil tilbreyting í því fyrir okkur að vinna úti á landi og
eftir því sem kauptúnin voru smærri fannst heimamönnum
meiri tilbreyting í að fá endurskoðandann í heimsókn. Eitt sinn
fór Benni vestur á firði þar sem hann vann fyrir tvo viðskipta-
vini. Benni fékk sér kaffi við vinnuna í mjólkursamlaginu og
ætlaði að fá sér mjólk út í kaffið en var þá tjáð af starfmanni að
því miður væri bara til léttmjólk. Benni sagði að það væri allt í
lagi og fékk sér léttmjólk út í kaffið. Daginn eftir var Benni kom-
inn út í fiskvinnslu að vinna og þegar hann var að fá sér kaffi
þar í matsalnum þá sagði starfsmaðurinn sem sá um kaffið: Ég
frétti að þú notaðir léttmjólk út í kaffið. Slík var nándin og fiski-
sagan fljót í förum á þeim góða stað þar sem Halldór Arason er
borinn og barnfæddur.
Tilbreyting fólst líka í því að fara til útlanda með kollegunum
það er félagsmönnum í FLE. Eitt sinn fórum við með því góða
félagi til Brussel með mökum og þar fannst starfsfólki hótels-
ins ekki ganga upp að fólk með mismunandi eftirnöfn væri
saman í herbergi. Hafði starfsfólkið því farið út í það áður en við
komum að endurraða fólki í herbergin eftir eins eða líkum eftir-
nöfnum. Benni var t.d. settur í herbergi með bróður sínum
Arnóri. Þarna varð auðvitað mikið uppistand sem tók langan
tíma að greiða úr en allt fór vel að lokum.
Í ársbyrjun 1982 fluttum við í alvöru skrifstofuhúsnæði að
Sætúni 8 þar sem við fengum flestir eigin skrifstofu og gátum
kófreykt í friði við vinnuna. Á svipuðum tíma komu til sögunnar
fyrstu tölvurnar. Í byrjun ein stór tölva sem gerði allt sem gera
þurfti við færslu bókhalds og síðan í kringum 1985 fengu
reyndari starfsmenn einkatölvu með frumstæðum töflureikni.
Eftir það hefur eiginlega ekkert merkilegt gerst í þeim málum
annað en að einkatölvan hefur orðið léttari, öflugri og töflureikn-
irinn flóknari.
Síðan tóku við nýir tímar og gamla endurskoðunarskrifstofan
okkar rann þá sitt skeið á enda og sameinaðist Deloitte&Touche
í ársbyrjun 2001 og fluttum við þá upp á Stórhöfða þar sem við
fengum allir litlar reyklausar sér skrifstofur. Það sem breyttist
síðar í opin rými í Turninum í Kópavogi í ársbyrjun 2008 og nú
síðast frjálst sætaval með engri fastri starfsstöð í sama turni í
árlok 2017. Engin föst starfstöð þýðir jafnframt að ekki má vera
neinn pappír á borðum og engar möppur þannig að skrifborð,
hlaðin pappír og möppum sem lýstu áður dugnaði starfs-
manns, eru úr sögunni.
Á okkar langa starfsferli höfum við á öllum tímum kynnst frá-
bæru samstarfsfólki og viðskiptavinum og ýmsu öðru sem of
langt mál væri að telja upp hér. Eftir 40 ár í endurskoðunarstarf-
inu erum við virkilega sáttir með þennan tíma og allar þær
breytingar sem orðið hafa í okkar starfsumhverfi og gætum við
alveg hugsað okkur að velja sama starfsvettvang ef við værum
ungir menn í dag. Að lokum viljum við segja að greinarkorn
þetta er sett saman til að minnast liðins tíma meira af gamni en
alvöru, en vonandi hafa þeir kollegar okkar sem eru á svipuðum
aldri gaman af og jafnvel þeir yngri líka a.m.k. fróðleiknum um
verðbreytingarfærsluna.
Benóní Torfi Eggertsson, Halldór Arason, Stefán D. Franklín og
Sigurður Pálmi Sigurðsson