FLE blaðið - 01.01.2018, Qupperneq 35

FLE blaðið - 01.01.2018, Qupperneq 35
35FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018 inguna selur. Annað húsnæði getur verið íbúðarhúsnæði eða frístundahúsnæði. Skilyrði er að annað húsnæði til heimagist- ingar sé í eigu þess er heimagistinguna selur og sé að öðru leyti nýtt af honum sjálfum. Ef einstaklingar eru með fleiri en tvær eignir til útleigu telst starfssemin atvinnustarfsemi. heimagisting – takmarkanir Stærðartakmörkun - í reglugerð kemur fram að ef leigð eru út fleiri en fimm herbergi eða rými fyrir fleiri en 10 einstaklinga í heimagistingu telst vera um gistiheimili að ræða, þrátt fyrir að önnur skilyrði um heimagistingu séu uppfyllt. Hámarksfjöldi daga - heimagisting takmarkast við samtals 90 daga á almanaksári. Ef seld er gisting í tveimur eignum má samanlagður gistidagafjöldi ekki fara yfir 90 á ári. Í skilgreining- unni er miðað við almanaksár, en samkvæmt lögum um virðis- aukaskatt er viðmiðið 12 mánaða tímabil. Hámark tekna - heimagisting takmarkast við tiltekna hámarks- fjárhæð, sem er sú sama og mælt er fyrir um í lögum um virð- isaukaskatt. Samkvæmt því ákvæði eru undanþegnir virðis- aukaskatti þeir sem selja virðisaukaskattsskylda þjónustu fyrir lægri fjárhæð en hina tilteknu, á 12 mánaða tímabili sem í dag er 2.000.000 kr. skráningarskylda Í stað rekstrarleyFis Sá sem hyggst bjóða upp á heimagistingu er skráningarskyldur og skal tilkynna starfsemina til sýslumannsins á höfuðborgar- svæðinu eða á miðlægu vefsvæði sé það fyrir hendi. Í tilkynningu til sýslumanns ber tilkynnanda að staðfesta að húsnæðið uppfylli kröfur um brunavarnir og hollustuhætti og að starfsleyfi heilbrigðisnefndar sé til staðar. Gististarfsemi, þ.m.t. heimagisting, lýtur reglum laga nr. 7/1988, um hollustuhætti og mengunarvarnir, og reglugerðar nr. 941/2002, um hollustu- hætti. Þeir sem hyggjast sækja um skráningu heimagistingar sækja um starfsleyfi til heilbrigðiseftirlits í því umdæmi þar sem eignin er skráð. Við skráningu skal sýslumaður úthluta sérstöku númeri sem tilgreina ber í allri markaðssetningu heimagistingarinnar. Skráningu heimagistingar þarf að endurnýja árlega. Við lok hvers almanaksárs skal skila til sýslumanns yfirliti um daga heimagistingar og tekjur af henni og er sýslumanni heim- ilt að óska eftir frekari gögnum og staðfestingum ef þurfa þykir s.s. nýtingaryfirlit frá bókunarvefjum. Sýslumanni er heimilt að senda þær upplýsingar til skattyfirvalda. Sýslumaður skal hafa eftirlit með að skilyrði heimagistingar séu haldin og getur fellt niður skráningu ef útaf er brugðið og beitt stjórnvaldsekt. Jafnframt getur sýslumaður lagt stjórnvaldssekt á þann sem stundar heimagistingu án skráningar eða fer ekki eftir þeim reglum sem um hana gildir. Gildir þá einu hvort leigu- sali beri við vankunnáttu eða hvort um ásetning hafi verið að ræða. Til að sinna eftirlitinu hefur starfsmönnum sýslumanns verið fjölgað og starfa nú sex starfsmenn eingöngu við þennan málaflokk samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanni. Á þriðja hundrað tilfella ólöglegrar heimagistingar hafa verið rannsökuð og bíða ákvörðunar um viðurlög og einnig hafa á fimmta tug leyfislausra aðila verið tilkynntir til lögreglu. Samkvæmt Hagstofu Íslands er áætlað að á árinu 2016 hafi tæplega 3600 herbergi/íbúðir verið reglulega til leigu í gegnum vefsíðu Airbnb og því ljóst að eftirlitsstarf sýslumanns og skattyfirvalda er ærið. Ef sýslumaður fellir niður skráningu eða heimilar ekki skráningu þar sem skilyrði eru ekki uppfyllt er litið á starfsemina sem atvinnustarfsemi og þarf þá að sækja um rekstrarleyfi fyrir starfseminni. Starfsemin myndi þá vera skilgreind sem gisti- staður án veitinga sbr. flokkun skv. lögum nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. tekjuskattur Með lögum nr. 59/2017 voru breytingar gerðar er varða skatt- lagningu á útleigu manna á húsnæði. Meginreglan er að tekjur manna af útleigu húsnæðis skuli skattlagðar sem tekjur af atvinnuhúsnæði. Á það við um hvers konar húsnæði, þ.m.t. íbúðarhúsnæði og frístundahúsnæði. Meginreglan á jafnt við um langtímaleigu, sem fellur undir húsaleigulög og skamm- tímaleigu, sem fellur undir lög um gististaði o.fl.. Ákvæðið tekur eingöngu til tekna manna, en breytir engu um skattlagn- ingu tekna lögaðila. Frá meginreglunni um atvinnurekstrartekjur eru gerðar tvær viðamiklar undantekningar, sem annars vegar taka til húsaleigu- tekna af íbúðarhúsnæði og hins vegar til tekna af heimagist- ingu. Samkvæmt undantekningunni þá teljast ekki til atvinnurekstrar- tekna tekjur af heimagistingu, skv. lögum um gististarfsemi o.fl. Skilyrði er að heimagistingin hafi verið tilkynnt sýslumanni og fengið skráningarnúmer. Leigutekjur af heimagistingu geta að hámarki numið 2.000.000 kr. á ári. Heimagisting getur tekið til lögheimilis leigusala og einnar annarrar eignar í hans eigu til persónulegra nota hans. Samanlagður fjöldi daga í útleigu getur að hámarki verið 90. Ef leigutekjur fara yfir 2.000.000 kr.

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.01.2018)
https://timarit.is/issue/429359

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.01.2018)

Iliuutsit: