FLE blaðið - 01.01.2020, Síða 6

FLE blaðið - 01.01.2020, Síða 6
6 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2020 félagsmanna. Félagið verður 85 ára á þessu ári en skylduaðildin að því hefur bara verið í 11 ár og ég tel það hagsmuni allra að það sé til hagsmunafélag endurskoðenda. En það eru félagsmenn sem þurfa að móta félagið og að það er stjórnarinnar að þjónusta félagsmenn. Ég tel að félagið sé mikilvægt í hagsmunagæslu fyrir félagsmenn og til að hafa áhrif til góðs á þá umgjörð endurskoðunar, reikningsskila og skattamála sem fyrirtæki og einstaklingar búa við og við vinnum eftir. En ég tel einnig að innra starf félagsins og félagsmanna sé mjög mikilvægt. Hlutverk félagsins er ekki síst að stuðla að faglegum og siðferðislegum gildum innan stéttarinnar. Þá er félagið vettvangur félagslegra og faglegra samskipta meðal félagsmanna, til dæmis með því að halda ýmsa viðburði og ráðstefnur. Einnig hefur félagið það hlutverk að stuðla að jákvæðri ímynd og trúverðugleika stéttarinnar. Ég tel að það eigi að vera gæðastimpill að vera aðili að Félagi löggiltra endurskoðenda. Einnig tel ég að erlent samstarf sé mikilvægt, Ísland er hluti af hringiðu heimsins og erlend samskipti eru sífellt að verða mikilvægari fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Þó við séum lítil höfum við rödd í alþjóðasamfélaginu og mitt mat er að við eigum að nýta okkur það. Hvað sérðu framundan hjá endurskoðendum? Fyrir endurskoðendastéttina er mikilvægt að vera vakandi fyrir þörfum markaðsins og hafa frumkvæði að jákvæðum breytingum. Ég held að það verði vaxandi þörf fyrir staðfestingar annarra upplýsinga en hefðbundinna reikningsskila, svo sem ýmissa ófjárhagslegra upplýsinga og mögulega einnig samtímaupplýsinga. Ég tel að endurskoðendur séu best til þess fallnir að vinna slík verkefni fyrir markaðinn, þeir hafa þekkingu á staðfestingarvinnu og hafa alþjóðlega staðla um slíka vinnu til að styðjast Veiðiklóin Bryndís. Fjallakona og ferðalangur. við og vinna eftir. Jafnframt eru endurskoðendur undir reglubundnu opinberu eftirliti með störfum sínum ásamt því að endurmenntunarkröfur eru gerðar á endurskoðendur. Mér er ekki kunnugt um að aðrar stéttir séu undir slíkum kröfum. Ég er einnig á þeirri skoðun að ný tækni muni hafa áhrif á vinnu endurskoðenda. Með þeim breytingum sem eru að verða vegna þróunar í upplýsingatækni þurfa endurskoðendur að einhverju leyti að hafa annan bakgrunn en núna. Mikilvægt sé að taka upplýsingatækni meira inn í menntun endurskoðenda og einnig þurfa endurskoðunarfyrirtæki að fá til sín sérþekkingu t r ygg ingars tærð f ræð inga , ve rk f ræð inga , tölvunarfræðinga og fleiri fagstétta í meira mæli en nú er. Lokaorðin Ég tel að sé mikilvægt að halda góðum samskipum við alla aðila sem tengjast störfum endurskoðenda, þar með talið hið opinbera, varðandi lagasetningar um endurskoðendur og störf þeirra en ekki síður við aðila markaðarins. Með því verða tryggð opin og heiðarleg samskipti með það sameiginlega markmið okkar allra að tryggja réttmæti og áreiðanleika upplýsinga fyrir markaðinn. Viðtal Herbert Baldursson

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.