FLE blaðið - 01.01.2020, Qupperneq 8

FLE blaðið - 01.01.2020, Qupperneq 8
8 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2020 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, „einstaklingur, einn eða fleiri, sem í raun á starfsemina eða stýrir þeim viðskiptamanni, lögaðila eða einstaklingi, í hvers nafni viðskipta eða starfsemi er stunduð eða framkvæmd“. Til raunverulegra eigenda teljast þeir: • einstaklingar sem í raun eiga eða stjórna lögaðila í gegnum beina eða óbeina eignaraðild að meira en 25% hlut; eða • ráða meira en 25% atkvæðisréttar með beinum eða óbeinum hætti; eða • teljast á annan hátt hafa yfirráð. Til grundvallar raunverulegu eignarhaldi getur því verið beinn eignarhlutur, óbeinn eignarhlutur, aukið atkvæðavægi á grundvelli samninga eða yfirráð með öðrum hætti, sama í hvaða formi þau yfirráð koma. Það getur því þurft að rýna hvert tilvik fyrir sig til að meta hverjir teljast vera raunverulegir eigendur, sé málið ekki svo einfalt að hann Páll Pálsson á vélaverkstæði Páls, sé eini eigandi, stofnandi og framkvæmdastjóri. Dreift eignarhald er um að ræða, og ekki unnt að tilgreina raunverulegan eiganda samkvæmt framangreindu, þegar ekki er hægt að rekja eignarhald beint eða óbeint, til aðila með meira en 25% eignarhlut eða atkvæðavægi. Þegar um dreift eignarhald er að ræða, skal sá eða þeir sem stjórna starfsemi lögaðila teljast raunverulegir eigendur. Ekki hafa verið gefnar út leiðbeiningar um hverjir teljast stjórna starfsemi í slíkum tilvikum, en með vísan í lög um hlutafélög og einkahlutafélög, ætti í flestum tilvikum að vera óhætt að vísa til stjórnar félags. Þó ber þess að geta að mat þarf að leggja á hvert tilvik fyrir sig, þ.e. hvort annar aðili fari með raunverulega stjórnun lögaðila en stjórn þess. HVENÆR OG HVAÐ SKAL SKRÁ? Lögaðilum á Íslandi er þannig gert skylt að skrá raunverulegt eignarhald hjá fyrirtækjaskrá RSK. Frá og með ágúst 2019 skulu allir nýskráðir lögaðilar sem undir framangreinda skráningarskyldu falla, hafa skráð raunverulega eigendur við skráningu. En þegar skráðir lögaðilar, hafa frest til 1. mars 2020 til að ganga frá slíkri skráningu. Sérstaka athygli ber að vekja á síðari frestinum, en við setningu laganna var gert ráð fyrir að þeir lögaðilar sem voru þegar skráðir, hefðu til 1. júní 2020 til að skrá raunverulegt eignarhald. Þessi frestur var snarlega styttur til 1. mars 2020 undir lok árs 2019, með frekar þunnum skýringum. Þeir lögaðilar sem falla undir skráningarskyldu og eru ekki nýskráðir frá ágúst 2019, hafa því til 1. mars 2020 til að skrá raunverulegt eignarhald hjá fyrirtækjaskrá. Um nokkuð stuttan frest er að ræða og þá sérstaklega þegar litið er til umfangs skráningar og fjölda lögaðila sem undir gildissvið laganna fellur. Óljóst er hvernig fyrirtækjaskrá er í stakk búin til að vinna úr þeirri flóðbylgju skráninga sem vænta má að berist nú á fyrstu vikum ársins. Þessu til viðbótar skal tilkynna um allar breytingar á eignarhaldi eða skráðum upplýsingum innan tveggja vikna. Þetta felur í sér að allar breytingar sem eru gerðar á eignarhaldi og snerta raunverulega eigendur eða breytingar á stjórn eða stjórnanda sé um dreift eignarhald að ræða, skal skrá hjá fyrirtækjaskrá innan tveggja vikna frá breytingu. Rétt er þó að vekja athygli á því að frestur til að tilkynna um breytingar á stjórn og aðrar breytingar hjá fyrirtækjaskrá er almennt mánuður frá því ákvörðun er tekin, er því um helmingi styttri frest að ræða vegna breytinga á raunverulegum eigendum en almennt vegna tilkynninga til fyrirtækjaskrár. Með tilkynningu til fyrirtækjaskrár skal veita upplýsingar um raunverulega eigendur og skulu upplýsingar m.a. ná til nafns, lögheimilis, kennitölu, ríkisfangs og eignarhluta, auk gagna sem styðja við framangreindar upplýsingar. Nokkur vafi hefur leikið á um hvað geti talist gögn sem styðja við framangreindar upplýsingar og ekki eru skýrar verklagsreglur til að fylgja eftir enn sem komið er. Hingað til hefur t.d. verið hægt að styðjast við undirritaðar hlutaskrár eða undirritaða ársreikninga sem bera með sér upplýsingar um eignarhald. ÁBYRGÐ Á SKRÁNINGU Þá er ástæða til að vísa til þess að skráning um raunverulegt eignarhald er á ábyrgð viðkomandi lögaðila. Það felur í sér að hver og einn lögaðila skal hafa eftirlit með því hverjir teljast vera raunverulegir eigendur hverju sinni og skrá breytingar innan tveggja vikna. Í ansi mörgum tilfellum skapar þetta ekkert sérstakt vandamál, þar sem t.d. um er að ræða lítið fyrirtæki í eignarhaldi fárra tengdra aðila eins og fyrrgreint vélaverkstæði Páls. Hins vegar vandast málin aðeins í þessari kvöð þegar litið er til félaga sem er undir flóknu eignarhaldi og jafnvel eignarhaldi erlendra aðila í gegnum eignarhaldsfélög. Möguleikar skráningarskyldra lögaðila hér á landi til að fylgja breytingum á eignarhaldi eftir sem rekja má í gegnum eignarhaldsfélög og yfir landamæri, geta verið takmarkaðir. En á þeim hvílir samt sem áður skyldan og lúta þeir því viðurlögunum. Þau viðurlög eru ansi víðtæk og þung, svo að ekki er rétt að byrja nýtt ár á slíkum neikvæðum nótum, en vísa til viðurlagakafla laganna. ÁBYRGÐ ANNARRA AÐILA Í ljósi þess vettvangs sem þessi pistill er ritaður fyrir, er rétt að fjalla stuttlega um aðkomu annarra aðila að skráningu raunverulegra eigenda. Samkvæmt lögunum skulu tilkynningarskyldir aðilar og eftirlitsaðilar samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka innan tveggja vikna tilkynna ríkisskattstjóra verði þeir í störfum sínum varir við misræmi milli upplýsinga um raunverulega eigendur í fyrirtækjaskrá og upplýsinga sem þeir búa yfir. Meðal tilkynningarskyldra aðila eru t.d. endurskoðendur og lögmenn. Hér er um skyldu til að leggja sjálfstætt mat á gildi upplýsinga að ræða. Ekki bara verði þeir varir við misræmi, heldur er gengið lengra í greinargerð með þessu ákvæði og beint talað um

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.