FLE blaðið - 01.01.2020, Qupperneq 10

FLE blaðið - 01.01.2020, Qupperneq 10
10 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2020 Það hefur varla farið fram hjá félagsmönnum að lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka tóku nýverið gildi. Með þeim er þeim aðilum, sem stunda starfsemi sem mögulega getur verið misnotuð til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka, gert skylt að þekkja deili á viðskiptavinum sínum og starfsemi þeirra sem og að tilkynna til yfirvalda ef grunur vaknar um slíka ólögmæta starfsemi. Hér er ætlunin að tæpa aðeins á því hvað þessi nýju lög þýða fyrir endurskoðendur. Í lögunum falla endurskoðendur undir tilkynningarskylda aðila. Skyldum endurskoðenda samkvæmt nýju lögunum er hér skipt í fernt: a. Skylda til að gera áhættumat á rekstri sínum b. Skylda til að framkvæma áreiðanleikakönnun á viðskiptamönnum c. Tilkynningarskylda til yfirvalda d. Aðrar skyldur ÁHÆTTUMAT Í lögunum er fjallað um tvenns konar áhættumat; annars vegar áhættumat ríkislögreglustjóra (skv. 4. grein laganna) og hins vegar áhættumat sem hver og einn eftirlitsskyldur aðili skal framkvæma (skv. 5. grein laganna). Eftirlitsskyldir aðilar skulu hafa áhættumat ríkislögreglustjóra til hliðsjónar er þeir gera sitt áhættumat. Áhættuflokkar samkvæmt mati ríkislögreglustjóra eru fjórir: 1) lítil áhætta, 2) miðlungs áhætta, 3) verulega áhætta og 4) mikil áhætta. Samkvæmt mati ríkislögreglustjóra fellur starfsemi endurskoðenda í 3. flokkinn (verulega áhætta). Ekki er að finna nákvæmar leiðbeiningar í lögunum um hvernig áhættumat tilkynningarskyldra aðila skal líta út en hér er reynt að lista upp það helsta sem áhættumatið þarf að innihalda: 1. Áhættumat skal vera skriflegt. 2. Matið skal innihalda greiningu og mat á hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 3. Áhættumat skal taka mið af áhættuþáttum sem tengjast viðskiptamönnum, viðskiptalöndum eða svæðum, vörum, þjónustu, viðskiptum, tækni og dreifileiðum. AÐGERÐIR GEGN PENINGAÞVÆTTI LÖG UM AÐGERÐIR GEGN PENINGAÞVÆTTI OG FJÁRMÖGNUN HRYÐJUVERKA NR. 140/2018 Kjartan Arngrímsson, endurskoðandi hjá Invicta Ekki er að finna nákvæmar leiðbeiningar í lögunum um hvernig áhættumat tilkynningarskyldra aðila skal líta út

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.