FLE blaðið - 01.01.2020, Qupperneq 25

FLE blaðið - 01.01.2020, Qupperneq 25
Í annað sinn á árinu afhendir Atvinnuvega- og nýsköpunar ráðuneytið löggildingarskírteini til tíu manna hóps löggiltra endurskoðenda. Þessi hópur þreytti próf til löggildingar í endurskoðun í október 2019. Þetta er einnig í síðasta sinn sem ráðuneytið hefur með þessi leyfismál að gera því með nýjum lögum sem tóku gildi um áramót þá færist umsýslan yfir til nýskipaðs Endurskoðunarráðs. Útskriftin fór fram 18. desember. Sextán manns þreyttu prófið og tíu stóðust það, þar af þrjár konur. Við óskum hópnum til hamingju með áfangann og bjóðum velkomin í félagið. Á árinu 2019 hafa því bæst við í hóp löggiltra endurskoðenda 14 karlar og 6 konur. NÝIR LÖGGILTIR ENDURSKOÐENDUR Á myndinni frá vinstri eru: Elías Þór Sigfússon Deloitte, Arnar Freyr Gíslason Deloitte, Anna Guðrún Gunnlaugsdóttir KPMG, Andri Elvar Guðmundsson EY, Stefán Ingi Þórisson PwC, Elín Pálmadóttir PwC, Þór Reynir Jóhannsson PwC, Fríða Hrönn Elmarsdóttir BDO, Pétur Örn Björnsson KPMG. Andri Elvar Guðmundsson EY Anna Guðrún Gunnlaugsdóttir KPMG Arnar Freyr Gíslason Deloitte Elías Þór Sigfússon Deloitte Elín Pálmadóttir PwC Fríða Hrönn Elmarsdóttir BDO Guðmundur Óli Magnússon GT, UK Pétur Örn Björnsson KPMG Stefán Ingi Þórisson PwC Þór Reynir Jóhannsson PwC gervigreindar eða vélvits sem við endurskoðendur þurfum og munum tileinka okkur í náinni framtíð þá mun hún ekki koma í staðinn fyrir hinn mannlega þátt. Traust og siðferðileg gildi eru því afar mikilvæg í störfum endurskoðenda og það á ekki síður við aukna tæknivæðingu í störfum okkar. Höfum það í huga að almenningur vill geta borið fullt traust til okkar sem sérfræðinga á okkar sviði og geta leitað til okkar með sín mál í fullum trúnaði. Við ættum því að reyna að temja okkur þá hugsun að þeir sem við störfum fyrir, hvort heldur það eru fyrirtæki eða einstaklingar, séu skjólstæðingar okkar frekar en viðskiptavinir. Hér hefur því félag eins og okkar mikilvægu hlutverki að gegna fyrir alla sína félagsmenn, sama hvaða störfum þeir gegna út í þjóðfélaginu, á hinum almenna vinnumarkaði eða hjá endur skoðunar- fyrirtækjum og það alveg burt séð frá stærð þeirra. Að lokum ber að þakka fráfarandi stjórn og nefndum fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári og ykkur öllum félagsmenn góðir fyrir að hafa tekið þátt í þeim atburðum sem félagið hefur staðið fyrir á liðnu ári. Sigurður B. Arnþórsson 25FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2020

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.