Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 3

Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 3
Ritstjóraspjall Nú eru undarlegir tímar. Það ríkir nánast eitt allsherjar samkomubann á landinu bláa. Við harmonikuunnendur erum vanir að þeysa um landið þvert og endilangt í leit að harmonikumótum öll sumur. Þau hafa flest orðið sjö eitt sumarið og ég minnist þess ekki að hafa heyrt kvartað um að þau hafi verið of mörg. Það er ekki aðeins að landsmóti hafi verið frestað, heldur flestum hinna mótanna sem til stóð að halda. Fyrir nokkur félög eru þetta fjáraflanir, sem nú tapast úr fjárhagsáætluninni. Hvað gera bændur þá? Ekki neitt? Nei það er ekki á dagskránni. Að sjálfsögðu munu harmonikuunnendur halda áfram að hittast í sumar sem endranær. Það eru þeirra ær og kýr að hitttast, spila og spjalla, fylgjast með veðrinu og ákveða næsta stað. Þetta verður aðeins meira í ætt við gömlu mótin, þegar engin voru húsin og grasbalinn notaður til skemmtanahalds. Við sem stundum útilegur á sumrin förum áfram á staði þar sem okkur líður vel. Harmonikumót er ekki nauðsynlegt, til að sé ástæða til að fara að Steinsstöðum í Skagafirði. Þar er aðstaða upp á það besta og hægt að eyða góðum tíma þar í göngur og skoðunarferðir. Þá er nú ekkert slor að vera í Miðfirðinum á góðum degi. Nágrenni Ydala er síðan eitthvað sem enginn má missa af. Ekki er aðstaða fyrir útilegufólk að öllu jöfnu í Ydölum, en þá má benda fólki á mjög gott tjaldsvæði í Heiðarbæ í Reykjahverfi. Þar er öll aðstaða til fyrirmyndar. Þaðan er skottúr í Asbyrgi auk margra annarra perla sem gaman er að heimsækja. Enginn þarf að efast um nágrenni Borgar í Grímsnesi. Þar er hver náttúruperlan af annarri, auk þess sem aðstæður á tjaldsvæðinu á Borg eru mjög góðar. Ekki er langt síðan Héraðsbúar héldu harmonikumót í Svartaskógi í Jökulsárhlíð. Þar er ennþá hægt að koma sér fyrir og njóta austfirskrar veðurblíðu. Þá er ekki úr vegi að benda fólki á hið stórkostlega tjaldsvæði í Stykkishólmi, en á þeim slóðum er hægt að gleyma sér dögum saman og væri reyndar ágætis æfing fyrir næsta landsmót. Mesta breytingin er sú að í stað þess að eltast við harmonikumót mun fólkið eltast við góða veðrið. Við erum ekki bundin af dansleik eða tónleikum í húsi. Reyndar er það nú svo að undanfarin 20 ár eða svo eru þau mót teljandi, sem hafa orðið illa úti vegna veðurs. Yfirleitt hafa harmonikuunnendur verið sólarmegin. I sumar verða harmonikuunnendur á faraldsfæti sem áður og munu hittast og skemmta sér í hæfilegri fjarlægð hver frá öðrum. í fréttum var þetta helst Harmonikublaðið ISSN 1670-200X Abyrgðarmaður: Friðjón Hallgrímsson Espigerði 2, 108 Reykjavík Sími 696 6422, fridjonoggudnj@internet.is wj/// Prentvinnsla: Héraðsprent, Egilsstöðum, ívwm heradsprent. is Prentgripur Forsíða: Sigurður Harðarson tók forsíðumyndina af Mœlifellshnjúk frá Steinsstóðum í Skagafirði um Jóns- messuna 2019. Meðal efnis: - Af Vestfirðingum -1 fréttum var þetta helst - Vetrarstarf hjá hljómsveit og stjórn FHUR - Vetrarstarfið hjá FHUR - Villi Valli - níræður harmonikusnillingur - Fréttir úr Skagafirði - Frosti Gunnarsson sjötugur - Kveðja frá fráfarandi stjórn FHS - Harmonikusveit Suðurlands - Viðtalið - Elsa Dóra & áhugamálin - Saga harmonikumóta á Islandi - 2. hluti - Minning - Messíana Marzellíusdóttir - Minning - Bragi Gunnarsson - Lag blaðsins - Strákarnir á Borginni - Vísur í Harmonikublaðið - Fréttir af Harmonikufélagi Þingeyinga - Vorpistill úr Dölum - Frostpinnar að Vestan Auglýsingaverð: Baksíða 1/1síða kr. 28.000 1 /2 síða kr. 18.000 Innsíður 1 /1 síða kr. 22.500 1/2 síða kr. 14.000 1/4 síða kr. 8.500 1/8 síða kr. 5.500 Smáaugjýsingar kr. 5.500 Skilafrestur efnis fyrir næsta blað er 25. ágúst 2020. v_______________________________________________y Stjórn S.f .H.U. nöfn, netföng, heimilisföng og símanúmer: Formaður: Filippía Sigurjónsdóttir 8208834@internet.is Hólatúni 16, 600 Akureyri S: 462 5534 / 820 8834 Varaformaður: Haraldur Konráðsson budarholl@simnet.is Sólbakka 15, 861 Hvolsvöllur S: 487-8578 / 893-4578 Rjtari: Sigrún B. Halldórsdóttir sigrunogvilli@gmail.com Breiðabólstað, 371 Búðardalur. S: 434-1207/861-5998 Gjaldkeri: Anna Guðrún Vigfúsdóttir smarabr3@simnet.is Smárabraut 3, 540 Blönduós S:452 4266 / 862 4266 Meðstjórnandi: Pétur Bjarnason peturbjarna@internet.is Geitlandi 8, 108 Reykjavík S: 456-4684 / 892-0855 Varamaður: Sigurður Ólafsson sandur2@simnet.is Sandi 2, 641 Húsavík S: 464-3539 / 847-5406 Varamaður: Sólveig Inga Friðriksdóttir bolstadarhlid2@gmail.com Bólstaðarhlíð 2, 541 Blönduós S: 452-7107/856-1187 Kt. SÍHU: 611103-4170 Aðalfundur SÍHU verður haldinn í Hótel Laugarbakka í Miðfirði 12. september. Það eru Félag harmonikuunnenda í Húnavatnssýslum og Nikkólína í Dölum sem sjá um aðalfundinn að þessu sinni. Ekki er vitað til þess að aðalfundur SÍHU hafi verið haldinn áður svo snemma. Asta Soffía Þorgeirsdóttir er að ljúka við Mastergráðu í harmonikuleik 6. júlí. Að því loknu stefnir hún heim á leið og vonast til að verða hér í framtíðinni, þó með annan fótinn í Noregi. Þetta eru góðar fréttir fyrir okkur. Þær stöllur í Storm duo starfa mikið með Ronny Kjösen, sem er meðal þekktustu harmonikuleikara Noregs, þegar kemur að þjóðlaga- og danstónlist. Hann er að semja verk fyrir Storm Duo sem heitir Northsea stories sem er innblásið af þjóðlagatónlist á svæðunum við Norðursjó. Storm duo stefnir á tónleika á íslandi á komandi vetri. Jónas Asgeir Asgeirsson og félagar í KIMI tríóinu stefna á tónleikahald hér á landi í sumar. Þau munu leika í Skálhold 10. júlí sem hluti af sumartónleikaröðinni þar. Þá verður haldið norður til að taka þátt í Listasumri á Akureyri og loks á Dalvík 16. júlí. Ferðinni lýkur með tónleikum í Reykjavík. Aðrir í tríóinu eru Katerina slagverksleikari, eiginkona Jónasar og söngkonan Þórgunnur Anna Ornólfsdóttir. Hljóðfæranna sætur sónn, sjatnaði ekki í viku. Þegar gamall grammófónn, giftist harmoniku. Á dansi lifað Gudda gat, það getur ekki fjöldinn. Hún hafði vals í morgunmat, en marzúrka á kvöldin. Isleifur Gíslason, Sauðárkróki J \ Heiðursfélagar SÍHU Aðalsteinn Isfjörð, Baldur Geirmundsson og Reynir Jónasson. V______________________________J 3

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.