Harmonikublaðið - 15.05.2020, Síða 10

Harmonikublaðið - 15.05.2020, Síða 10
Harmonikusveit Suðurlands - árið er 2019 Stefán, Grétar, Hjördís, Doddi og Birgir í Skyrgerðinni á Selfossi Draumur í dós, stilltsaman í sumarblíðu í MiSsetbergi Starfsemin hófst á nokkuð hefðbundinn hátt eða með spilamennsku á þorrablótum á Hellu og Selfossi en þar sá hljómsveitin „Rófu- stappan“ um tónlistarflutninginn. Eftir þorra- törnina hófust reglulegar æfingar og að venju æft til skipds á áðurnefndum stöðum. Þann 10. mars var spilað á dvalarheimilum aldraðra, Lundi á Hellu og Kirkjuhvoli Hvolsvelli við góðar undirtektir heimilisfólks og er alltaf sérstaklega ánægjulegt að heimsækja þessa staði báða. Þegar kom að degi harmonikunnar þann 4. maí var troðið upp í Skyrgerðinni í Hveragerði ásamt góðum gestum þeim Birgi Hartmanns, Stefáni Armanni, Hildi Petru og Sveitaballadrottningu Suðurlands Hjördísi Geirs. Daginn eftir höfðum við framhald á degi harmonikunnar en þá var spilað í Hvoli Hvolsvelli á handverkssýningu eldri borgara og var það vel til fundið og einnig var komið við á Kirkjuhvoli og Lundi. Nokkuð annasöm helgi en mjög vel heppnuð og skemmdleg. Þann 31. maí var blásið til skemmtunar í Hvoli á Hvolsvelli. Að þessu sinni voru gestir okkar hljómsveitirnar Vinir Jenna og Sir Sigfús og svo að sjálfsögðu Hjördís Geirs en hún er í sérstöku uppáhaldi hjá okkur enda bæði hress og skemmtileg eins og allir vita. Kaffi og nýbakaðar kleinur voru í boði og öllu gerð góð skil enda vel heppnað kvöld og allir fórum kátir heim. A Kirkjuhvoli á Hvolsvelli er árlega haldinn svokallaður aðstandendadagur og bar hann að þessu sinni upp á 2. júní og vorum við beðin um að spila fýrir heimilismenn og gesti þeirra og gerðum við það með glöðu geði. Hin margfræga útihátíð okkar á Borg í Grímsnesi var svo haldin 7.-9. júní í blíðskaparveðri og bullandi gleði harmo- nikufólks sem reyndar allir þekkja. Hin árlega harmonikumessa í Arbæjarkirkju var haldin 16. júní að þessu sinni og var þokkaleg mæting og kirkjukaffi að gömlum og góðum sið á eftir. Nú var sumum farið að lengja eftir sumarfríi og allt var með kyrrum 10 kjörum til 20. júlí en þá var ákveðið að spilarar myndu hittast á Þjórsárbökkum, nánar tiltekið á Miðsetbergi í Holta og Landsveit en þar á einn félagi sumarbústað og dvöldum við þar náttlangt og var spilað bæði á túninu heima og í tjaldi við varðeld í kvöldrökkrinu enda veður frábærlega gott og staðurinn ekki síðri. Hyggja menn á aðra slíka samkomu síðar. Troðið var upp á Töðugjöldunum á Hellu og spilað við morgunverðarhlaðborðið þar. Hauststarfið hófst svo með spilamennsku á Kirkjuhvoli þann fyrsta september og þann tuttugasta spiluðu þeir Doddi og Grétar með Hjördísi Geirs í Salnum í Kópavogi. Haustfundur S.I.H.U. var að þessu sinni haldinn á Egilsstöðum 27.- 29. sept og þangað brunuðu fulltrúar Rangæinga þau Haraldur og Auður Friðgerður. Eftir haustfund hófust svo reglubundnar æfingar aftur og nú var stefnan sett á dagskrá fyrir væntanlegt landsmót S.I.H.U. í Stykkishólmi en það fór nú á annan veg eins og öllum er kunnugt. Þann 17. nóvember stóð harmonikusveitin að harmonikumessa í Krosskirkju í Austur-Landeyjum og tókst vel til en „fleiri komust þó að en vildu“ eins og formaður sóknarnefndar orðaði það svo skemmtilega og 28. nóv tókum við þátt í svokölluðum húsaleigutónleikum í Menn- ingarsal Oddasóknar á Hellu þar sem við höfum æfingaaðstöðu ásamt mörgum fleirum en á þessum tónleikum troða allir þessir hópar upp og afraksturinn er not- aður til endurbóta á húsnæðinu sem er vel. Einnig var spilað fyrir eldri borgara á Ljósheimum og Foss- heimum á Selfossi í þó nokkur skipti og Doddi og Birgir fylgdu að venju jólasveinunum til byggða enda falla báðir vel í hópinn að sögn Dodda. Einnig er hefð fyrir því að fara á Lund á Hellu á aðventunni með Lionsmönnum sem halda utan um þessa stund þar. Ekki má svo gleyma 1. desember en þá var að frumkvæði staðarhaldara á Hótel Selfossi slegið upp stuttu og snörpu harmonikuballi og var það vel heppnað og mikið stuð á staðnum enda gestir okkar títtnefnd Hjördís Geirs og snillingurinn Hildur Petra. Var það mál manna að þetta yrði endurtekið síðar. Það var afráðið af formönnum Harmonikufélags Rangæinga og Harmonikufélags Selfoss að skila sameiginlegri starfsskýrslu til birtingar í harmonikublaðinu undir nafninu „Harmo- nikusveit Suðurlands“ enda myndu skýrslur þessara tveggja félaga keimlíkar mjög verða. Þetta nafn mun verða notað hér eftir á hljóm- sveitina okkar og teljum við það vel við hæfi. Við getum ekki annað en verið ánægð með samvinnu þessara tveggja félaga og standa þau bæði sterkari fyrir vikið. F.h. Harmonikufélags Rangœinga og Harmonikufélags Selfoss Haraldur Konráðsson og Þórður Þorsteinsson Sunnlendingar (Rangfyssingar) á Borg í Grímsnesi

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.