Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 13

Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 13
Fjölskylda, kórar og framhaldsmenntun A Laugarvatni kynndst ég manninum mínum, Reyni Elíeserssyni og nú eru orðin 50 ár frá því við kynntumst. Frumburðurinn fæddist 1971 og þá var tónlistin að mestu bundin við vögguvísur og síðan barnalög þegar fleiri börn bættust við. Við giftum okkur árið 1972 og eigum þrjú börn, tvö tengdabörn og sjö barnabörn, allt strákar. Þau eru búsett í Reykjavík, Borgarfirði og Japan. Eg var aðallega heimavinnandi þegar börnin voru lítil. Við fluttumst út á Seltjarnarnes 1975 og þar söng ég í Selkórnum undir stjórn frábærra stjórnenda, m.a. Helga R. Einarssonar sem var afar skemmtilegur stjórnandi og félagi. Við fórum í rútuferðalag eitt vorið norður í Mývatnssveit og það var hlátur og söngur allan tímann. I Selkórnum var ég þar til ég fór að Harmonikan og FHUR Svo var það veturinn 1980-1981 aðégbyrjaði að læra á harmoniku hjá Gretti Björnssyni, fyrst í Edduhúsinu og svo í Tónskóla Sigursveins og þar lærði ég líka tónheyrn og tónfræði. Ennþá á ég miða með tilsögn frá Gretti um belgnotkunina og margt fleira rifjast upp. Ég kynntist Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík, FHUR, fyrst árið 1984 en fór síðar að starfa með því, aðstoða við kaffið á skemmtifundum og fylgjast með starfinu. Það varð svo til að ég fór að æfa með hljómsveit félagsins 1987. Mér fannst þetta nokkuð þrekvirki en mér var vel tekið, sérstaklega af Elsu heitinni Kristjánsdóttur og Þorleifi Finnssyni og það er örugglega þeim að þakka að ég gafst ekki upp strax. Elsa var mín stoð og stytta frá upphafi. Hún lést haustið 2017 og Þóri trommara, á Saumastofudansleik, þorrablóti og landsmótinu á Laugalandi í Holtum ef ég man rétt. Ég hef leikið með hljómsveit FHUR nánast frá 1987 að undanskildum einum vetri þegar ég var í erfiðu diplómanámi í kennsluréttindum í Háskóla Islands. Þá tók ég mér líka hlé frá danstímum sem við Reynir höfðum stundað frá 1999 í Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar. Við erum þar enn og höfum yndi af því að dansa saman. Við höfum líka verið í gönguhópnum Vadd'út í frá árinu 2000 og förum í gönguferðir um Island á hverju sumri. Ég var formaður FHUR 2009-2011, fyrsta konan til að gegna því starfi. Ég var gerð að heiðursfélaga á 40 ára afmæli félagsins árið 2017 ásamt Þorleifi Finnssyni og Hilmari Hjartarsyni. Siguríur Alfonsson og Elísabet spila í leikskóla Systkinin söngglöSu spila með hljómsveit FHUR, því æfingalcvöld stönguðust þá á. Síðar söng ég líka með kór Guðríðarkirkju undir stjórn Hrannar, dóttur Helga, sem einnig er mjög góður stjórnandi og skemmtileg. Þá var ég á söngnámskeiði hjá Eddu Borg vorið 1992 þar sem lögð var áhersla á tónfræði og raddbeitingu. Það var afar góður hópur og gagnlegt nám fyrir mig. Ég fór í Iðnskólann 1983-84 og lærði þar tækniteiknun með söngelsku og skemmtilegu fólki. Þá tók við vinna í Iðnaðarbankanum, Islandsbanka og síðar Sparisjóði vélstjóra og þar spilaði ég oft í útilegum bæði á nikkuna og gítarinn. Ég lauk stúdentsprófi frá Oldungadeildinni í Hamrahlíð vorið 2000. Árin 2003-2006 sótti ég nám við Háskóla Islands og tók BA próf í íslensku og uppeldisfræði 2006. Lauk diplomaprófi í kennsluréttindum fyrir grunn- og framhalds- skóla 2007. Kenndi við Vesturbæjarskólann, íslensku fyrir útlendinga 2007-2008 og kenndi við Menntaskóla Kópavogs í afleysingum. Tók þátt í starfi Rauða krossins við heimanámsaðstoð fyrst í Gerðubergi og síðar í Grafarvogi ásamt Haraldi Finnssyni og ég starfaði sem stuðningsfulltrúi í Foldaskóla þar til ég hætti á vinnumarkaði. og ég sakna hennar alla tíð. Við vorum með kvennakvartett og spiluðum á skemmtifundum og spiluðum líka í hljómsveitinni. Á þessum tíma voru tvær hljómsveitir hjá FHUR. Stundum æfðum við saman og stundum sér. Þorvaldur Björnsson var með aðalhljómsveitina og Karl Adólfsson með þá sem voru styttra komnir og nokkrir vanir líka. Við spiluðum á Saumastofudansleikjum sem útvarpið stóð fyrir og Hermann Ragnar stjórnaði og þá söng ég líka stundum með hljómsveitinni. Svo fékk Karl Gretti Björnsson til liðs við okkur og þá var stofnuð hljómsveit sem kallaði sig Létta tóna. Við komum meira að segja í sænsku blaði Dagens Nyheter í viðtali og með mynd. Fyrir landsmótið á Egilsstöðum 1993 var Léttum tónum boðið að taka þátt, því að Karl hafði handskrifað nótur af ýmsum lögum fyrir harmonikufélögin, auk þess hann var Austfirðingur. Þá bættust þeir Reynir Jónasson og Sigurður Alfonsson í hópinn og ég fékk það hlutverk að kynna þessa kappa inn á sviðið á einu landsmótinu. Ég man þegar Karl var að skrifa nótur fyrir þá þrjá hafði hann þær oft ansi strembnar og skrautlegar og naut þess að sjá þá puða aðeins, en við hin vorum með léttari nótur. Ég söng líka í hljómsveit með Þorleifi Finnssyni, Þorsteini Þorsteinssyni Kvennasveitir FHUR frá 1988 Ég hef áður nefnt Kvennasveit FHUR 1988, en þar var ég með þeim Elsu Kristjánsdóttur, Elsu Haraldsdóttur og Kristínu Kalmanns- dóttur. Við komum m.a. fram á skemmtifundi félagsins íTemplarahöllinni. Sveinbjöm afi 13

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.