Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 15

Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 15
frábærum félögum víðs vegar af landinu. Frásögn af ferðinni er í jólablaði Harmoniku- blaðsins 2014. Pétur Bjarnason hefur stýrt hljómsveit, Stórsveit SIBS, um árabil en hún leikur eingöngu á jólaböllum fyrir þá sem minna mega sín. Hann bauð mér að koma til liðs við Stórsveitina sem söngkona. Eg þáði það og þarna komum við bara saman 12-14 hvert sinn og spilum á jólaböllum, yfirleitt án þess að æfa fyrst og þetta finnst mér skemmtilegt og gefandi enda góðir félagar og fínir gestir. Landsmót og formennska á ný Eg haíði hugsað mér að njóta þess að spila með hljómsveit FHUR, kvennasveitinni og með Gyðu víða um bæinn einkum á hjúkrunarheimilum og draga úr félagsstörf- unum. Eg taldi mig hafa unnið félaginu vel sem þyrfti að gera og hef verið í góðu upplýsingasambandi við Karitas Pálsdóttur fyrrverandi formann Harmonikufélags Vestfjarða. I marsmánuði 2019 fórum við Friðjón ásamt mökum okkar til Stykkishólms og hittum alla málsmetandi menn þar, bæjarstjórann og fleiri, fengum byr í seglin og pöntuðum íþróttahúsið og hótelið. Mikil jákvæðni einkenndi heimamenn svo við vorum í skýjunum með viðtökurnar. Upphaflega var landsmótsstjórnin skipuð okkur Friðjóni ásamt Hauki Ingibergssyni gjaldkera. Haukur vildi Iosna úr embættinu um áramótin 2019-20 og fengum við þá Helga Jensson í hans stað, einnig hafa Gyða Guðmundsdóttir og Sigurður Harðarson unnið vel með okkur að mótsundirbúningi. Nú á vordögum 2020 var nánast öllum undirbúningi lokið og fátt eftir annað en halda Fjölbreytt áhugamál Aðaláhugamál mín fyrir utan harmonikuna hafa verið söngur, dans, fjallgöngur, ferðalög innanlands og til annarra landa og tungumálanám. Auk dönsku- ensku- og þýskukunnáttu hef ég sótt námskeið í spænsku og japönsku og lærði aðeins á píanó og bjástra stundum við eina diatóniska þriggja raða hnappanikku. Áhugamál eins og harmonikan og tilheyrandi félagsstarf krefst töluverðs stuðnings maka ef hann er til staðar og hef ég sem betur fer orðið þess aðnjótandi, því Reynir hefur ætíð staðið eins og klettur við bakið á mér í öllu þessu amstri. An hans hefði þetta ekki getað gengið. Við njótum þess saman að sækja harmonikumót víðs vegar um landið. Harmonikumótin á íslandi eru líkt og ættarmót. Þar hittir maður góða félaga úr stórfjölskyldu harmonikunar Vaddútí hópurinn dferð Með skemmtilegum Italíufórum með stjórnarsetu, sem skemmtinefndarmaður, meðstjórnandi, varamaður, gjaldkeri, ritari og formennsku og að komið væri nóg. Þá var skorað á Reykjavíkurfélögin að taka að sér næsta landsmót SIHU 2020 og halda það utan Reykjavíkur. Þáverandi stjórn FHUR ræddi málið vandlega og komst meirihluti stjórnarinnar að þeirri niðurstöðu að félaginu væri um megn að taka þetta að sér. Þetta olli titringi meðal almennra félagsmanna og niðurstaðan varð sú að á aðalfundi vorið 2019 bauð ég mig fram á móti sitjandi formanni, að höfðu samráði við eiginmanninn og reyndar mikinn fjölda félagsmanna FHUR, þar sem okkur þótti ótækt að elsta og fjölmennasta félagið gæti ekki framkvæmt það sem mörg smærri félög á landsbyggðinni hefðu séð um með góðum árangri á liðnum árum. Aðalfundurinn var algjörlega sammála þessu. Að loknu sumarmótinu á Borg 2019 hófu stjórn FHUR og Friðjón Hallgrímsson formaður skemmtinefndar að vinna að undirbúningi landsmótsins enda þekkjum við Friðjón landsmótin vel og höfðum ýmsar hugmyndir um framkvæmdina. Eg fékk í upphafi minnisblað sem gengið hefur milli landsmótshaldara til stuðnings við það mótið sjálft. Þá kom kórónaveiran til sögunnar og breytti ýmsu. I apríl ákváðum við að höfðu samráði við SÍHU að fresta mótinu um eitt ár og þegar var haft samband við alla sem að þessu höfðu komið. Það er skemmst frá að segja, viðtökurnar við þessu erindi voru jafn frábærar og hið fyrra sinnið. Allir höfðu skilning á aðstæðunum og voru sem fyrr boðnir og búnir að hjálpa og hliðra til. Allir samningar sem gerðir voru fyrir Landsmót 2020 halda gildi sínu fyrir landsmótið sem vonandi verður haldið á tilsettum tíma 1.-4. júlí 2021. Sérstakar þakkir fyrir góðar móttökur og fyrirgreiðslu, fá bæjarstjórinn í Stykkishólmi, Jakob Björgvin Jakobsson, Hjördís Pálsdóttir forstöðu- maður Norska hússins og hótelstjórinn á Fosshótel Stykkishólmi. Að lokum vil ég nefna sér- staklega eitt varðandi undir- búning, frestun og annað sem hefur þurft að gera: „Guði sé lof fyrir tölvur og síma!“ þar sem við spilum, spjöllum, dönsum og syngjum saman. Margar góðar minningar lifa. Ég er þakklát fyrir að eiga góða félagsmenn að sem ég get leitað til og á engan er hallað þó ég nefni Friðjón Hallgrímsson sérstaklega. Ég vil að lokum óska öllum harmonikufélögum landsins gæfu og gengis. Viðtal: Pétur Bjarnason Með barnabörnum i sumarbústaðnum 15

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.