Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 7

Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 7
Stjörnupolkinn alltaf vinsall Unga fólkið lét sig ekki vanta sungu við mjög góðar undirtektir, en Linda hefur yfir að búa fágætri söngrödd, þar til Svenni Sigurjóns vatt sér á sviðið við almenn fagnaðarlæti og tók við keflinu. Það kom svo í hlut Erlings Helgasonar að ljúka þorrablótinu klukkan eitt. Fróði, Hreinn og Eggert sáu að vanda um gítar, bassa og trommur. Tveir aðrir dansleikir voru fyrihugaðir í vetur auk skemmtifundar og harmonikudagsins, sem til stóð að halda í Hörpunni. Allt þetta fór fyrir bí af ástæðum sem öllum eru kunnar. Stjórn og skemmtinefnd FHUR eru ekki búin að afskrifa „Nú er lag á Borg“ um verslunar- mannahelgina, en það verður trúlega eitthvað fyrirferðarminna en undanfarin ár. Friðjón Hallgrímsson Ljósmyndir: Siggi Harðar „Nú er jrost d Fróni, jrýs í eeium bló3“ „Villi Valli“ Níræður harmonikusnillingur Vilberg Valdal Vilbergsson, Villi Valli, heiðurs- borgari Isaíjarðarbæjar og harmonikusnill- ingur, er níræður um þessar mundir. Því myndi enginn trúa sem rækist á þetta unglamb hjólandi um götur Isafjarðar. Harmonikan hefur fylgt honum frá barnsaldri þegar hann var strákur á Flateyri og lífsgleðin og spuninn verið allsráðandi í hans músík. Hann er bæði skapandi og túlkandi listamaður og tónlistin hefur haft forgang í lífi hans. Þær eru fjöl- margar danshljómsveitirnar sem hann stofnaði og stjórnaði, útsetti og samdi fyrir. Hann hefur m.a. stjórnað Lúðrasveit Isafjarðar og hljómsveit Harmonikufélags Vestfjarða. Hann hefur samið fjölda laga, sem náð hafa eyrum almennings og tveir diskar hafa komið út: Villi Valli árið 2000 og / tímans rás árið 2008, sem tilnefndur var til íslensku tónlistar- verðlaunanna sem einn af bestu djass diskum það árið. Þá hefur hann spilað með fjölda landsfrægra hljóðfæraleikara við hin ýmsu tækifæri, t.d. í tengslum við árlegar saltfisk- veislur í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á Isafirði. En Villi Valli er fjöllistamaður, eins og kona hans, Guðný Magnúsdóttir, sem nú er látin. Þau voru bæði myndlistamenn og héldu sýningar, auk þess sem Villi er þekktur fyrir marga skemmtilega skúlptúra. Lengst af sinni ævi hefur Villi búið á Isafirði og sem hárskeri haft hendur í hári ungra og eldri og nánast allir bæjarbúar „þekktu þennan mann“. Isafjarðarbær útnefndi Villa bæjarlista- mann árið 2001 og í apríl 2018 samþykkd bæjarstjórn ísafjarðar að gera hann að heiðurs- borgara bæjarins. Hann er sannkallaður heiðursborgari. mrg

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.