Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 5

Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 5
Vetrarstarf hjá hljómsveit og stjórn FHUR vorið 2020 Við styrkveitinguna í Fannahlíð vegna landsmótsins. Elísabet formaður, Gyða varaformaður, Helgi gjaldkeri og Friðjón landsmótsnefndarmaður Engum hefur dulist að við lifum núna á undarlegum tímum. En árið byrjaði ágætlega. Við héldum okkar fyrsta dansleik í janúar, með góðum hljóðfæraleikurum og skemmti fólk sér vel að vonum. Þorrablótið var þrusugott að vanda, með nóg af skemmtilegu fólki og frábærum mat. Danstónlistin var fín og hélt fólk nokkuð lengi út og hefði sjálfsagt dansað lengur ef það hefði vitað hvað yrði framundan. Skemmtinefndarformaðurinn Friðjón, greinir nánar frá þessum atburðum annars staðar í blaðinu. Hljómsveitaræfmgar hófust um miðjan janúar og útlit var fyrir að æfingar myndu standa fram í lok júní eða fram að komandi landsmóti. Við gerðum ráð fyrir að halda skemmtifund í Breiðfirðingabúð 14. mars og dansleiki í mars og apríl sem við þurftum að aflýsa. Hljómsveitar- æfingar voru stundaðar fram í miðjan mars af miklum krafti en svo tóku við heimaæfingar með eða án undirleiks tölvunnar vegna samkomubannsins og tveggja metra fjarlægðar- innar. Við fengum aðstöðu í Hörpuhorninu á Harmonikudaginn en seinkuðum svo frá 2. maí til 21. maí, en þegar í ljós kom að við gætum ekki æft í maí, felldum við viðburðinn niður. Við tókum ákvörðun um að fresta landsmótinu um ár. Því þó að reglur yrðu breyttar í byrjun júlí þá hafa hljómsveitir ekki geta æft og mikill vandi með allt sem lyti að lokaundirbúningi mótsins. Við fengum styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands og höfðum fengið helminginn greiddan og seinni hluti bíður næsta árs með velvild þeirra sem sáu um styrkveitinguna. Sem betur fer mættum við skilningi hjá öllum þeim 14 aðilum sem við höfðum áður haft samband við og pantað ýmislegt sem til þurfti við landsmótshaldið. Svo verður bara taka tvö ári síðar og við höldum áfram með undirbúnings- vinnuna og vonum að allt gangi okkur öllum í hag. Stjórnin hélt tvo formlega fundi á árinu sem voru 9. og 10. fundur stjórnar frá maí 2019. Önnur mál voru reifuð með póstsendingum og símhringingum. Við fengum beiðni um styrkveitingu vegna útgáfu geisladisks og ákváðum að styðja viðkomandi, líkt og félagið hefur áður gert. Við vonumst til að geta haldið aðalfund í lok maí ef fjarlægðartakmörkunum verður aflétt. Við höfum aðeins hugsað til mótsins að Borg með óvissu en munum halda því á áætlun en mótið gæti orðið með breyttu sniði. Bið ég ykkur öll að lifa vel, syngja, spila og dansa og fara samt varlega heima og að heiman. GleSilegt harmonikusumar! Elísabet H Einarsdóttir formaður FHUR Fisitalia Hágæða harmonikur á góðu verði 5

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.